Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Síða 23

Freyr - 01.04.1949, Síða 23
FREYR 121 Um það leyti, sem ofangreindar áætlanir voru birtar gaf brezka stjórnin út „Hvíta bók“, sem greindi eftirfarandi áætlanir. Fyrst skal þar líta á áætlanir fyrir kom- andi ár, um eflingu landbúnaðarframleiðsl- unnar: Framleiðsla talin í smálestum Fyrir stríð 1947-48 1948-49 1949-50 1950-53 Kjöt og flesk 1,5 0,9 1,0 1,1 1,5 Korn 4,6 6,3 7,6 8,0 8,4 Mjólk og mjólkurv. 7,3 8,0 8,0 8,4 9,0 Ætlunin er, að magn landbúnaðarfram- leiðslunnar aukizt verulega og af korni t. d. er fyrirhugað að uppskera allt að því tvö- falt meira 1950—53 heldur en á árunum fyrir stríð. Eftirfylgjandi tölur sýna hlutföll þeirra akra, sem á eru ræktaðar ýmissar tegund- ir jarðargróða, nú, fyrir stríð og að nokkr- um árum liðnum: Akrar í Stóra-Bretlandi 1936-38 1948-49 1952-53 í þús. ekra: Hveiti og rúgur: 1,873 2,344 2,805 Fóðurkorn 3,428 6,052 6,700 Kartöflur 724 1,548 1,100 Sykurrófur 334 413 400 Þessar tölur sýna, að ræktun brauðkorns og fóðurkorns er fyrirhugað að auka í stór um stíl, til þess að fullnægja þörfum þjóð- arinnar miklu meira hér eftir en hingað til, með heimafenginni framleiðslu. Þrátt fyrir hina ítrustu viðleitni er þó ekki gert ráð fyrir að fyrst um sinn verði framleitt ains mikið af kindakjöti og svínakjöti (fleski) eins og á árunum fyrir stríð (hlut- fallstölur fyrir kinda- og lambakjöt eru t. d. 141 árin 1936—39, 81 í ár og 117 árið 1952—53). Veturinn 1947 lék Englendinga mjög hart, þar eð fénaður fórst unnvörpum af völdum illviðra og flóða, en það tak- markar kjötframleiðsluna þessi ár. Verð á búvörum bændanna er ákveðið löngu fyrirfram. Verðið á uppskeru kom- andi sumars var t. d. ákveðið á síðasta ári og verðið á árinu 1950 er ákveðið um þess- ar mundir. Bændurnir vita hvað þeir fá fyrir búfjárafurðir sínar, að minnsta kosti ári áður en þær eru framleiddar, meira að segja vita þeir nú hvað verðið getur orðið að minnsta kosti á árunum 1951—- 1952. Mestur hluti þeirrar fjárfestingar, sem um er að ræða til þess að framleiðslan geti náð því magni, sem gert er ráð fyrir á ár- unum 1952 og 1953, verður að fara fram fyrir 1950. Hið stöðugt vaxandi fjármagn, sem reksturinn verður að skila til fjárfest- ingar og áframhaldandi rekstrar, verður síðar til þess að auka eftirtekjuna, það er að segja, að það verður notað til þess að viðhalda tækjum og tækni landbúnaðar- ins og svo til endurnýjunar. Á árinu 1949— 50 er gert ráð fyrir, til þessara þarfa, um 360 milljónum króna, en af þessari upphæð mun ætlað 200—240 milljónir fyrir vélar og verkfæri. Það er þörf fyrir fleiri og fleiri búvélar, sem fengnar eru til aðstoðar við aukningu búvöruframleiðslunnar. Auk nefndra upp- hæða má telja 6 milljónir dollara, sem veita skal á þessu tímabili til búnaðar- fræðslu, ráðunautastarfsemi, eflingu til- raunastöðva og annars, sem tilheyrir upp- lýsingastarfsemi og rannsóknum. Auk þeirra áætlana, sem gerðar eru fyr- ir heimalandið, eru miklar fyrirætlanir um framkvæmdir í nýlendunum. Árið 1946 var t. d. hafizt handa um ræktun jarðhneta í stórum stíl í Austur-Afríku. Útflutning- ur þaðan er ráðgerður í ár en í stórum stíl og vaxandi á komandi árum. Sykurframleiðslan í nýlendunum er efld að miklum mun. Áætlað er að þaðan verði sent á markað meira en 1 milljón smá- lestir á þessu ári eða nokkru meira en verið hefir. Fjárhagsáætlun Breta, fyrir 1949—50, er miðuð við það fyrst og fremst, að fjárfest- ingin sé í þágu framleiðslunnar. Aftur á móti er ekki reiknað með verulegri aukn- ingu vörunotkunar til persónulegra þarfa.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.