Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 25

Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 25
FREYR 123 brezka ríkið flutti út 7% meira 1938 og inn- flutningurinn er talinn hafa verið um 20—25% minni. Á komandi árum er gert ráð fyrir, að með auknum innflutningi verði þó hægt að hafa utanríkisviðskipt- in í góðu lagi, meðal annars vegna þess, að megin þeirra vara, sem inn eru fluttar, er varið til þess að efla atvinnuvegi, er skila verðmætum bæði til innanlands- neyzlu og til útflutnings. Sá hlutinn, sem varið verður til neyzlu innanlands, á aftur að takmarka þörfina fyrir ýmsar lífsnauð- synjar, sem til þessa hefir þurft að sækja til annarra landa. Þessi þróun framleiðsl- unnar er miðuð þannig, að árið 1953 verði greiðslujöfnuðurinn við útlönd hagstæður og sýni afgang, er nemi 400 milljónum dollara. Um leið og landbúnaðarframleiðslan vex er gert ráð fyrir að innflutningur búvara geti minnkað nokkuð, en naumast í sama mæli af því að talið er æskilegt að þióðin eigi kost á að neyta búsafurða í stærri mæli en nú gerist. • Á sviði landbúnaðarins er ákveðið að vinna að eflingu framleiðslunnar, á kom- andi fjórum árum, sem nú skal greina: Á árunum fyrir stríðið var talið, að 47% af matvælum og fóðri væri innflutt. Núver- andi áætlanir miða að því að efla land- búnaðarframleiðsluna svo, að hún verði nokkru meiri en þegar hún var mest á stríðsárunum eða svo mikil. að næringar- gildi hennar verði þriðjungi meira en fyr- ir stríð. Aukin framleiðsla fóðurs er ráð- gerð það mikil, að spara megi 4 milljónir smálesta innflutts fóðurs. Áætlanirnar eru þær, að framleiðslu- aukning búfjárafurða verði hlutfallslega, miðað við 1936—39 = 100, sem hér segir: Mjólk ........................ 123 Kindakjöt ..................... 83 Nautgripakjöt ................ 110 Svínakjöt ..................... 92 Egg .......................... 131 Á sviði jarðyrkjunnar er það sérstak- lega eftirtektarvert, að fyrirhugað er að hveitiræktin aukizt að miklum mun, en talið er að aukning sé framkvæmanleg án þess að rýra annan jarðargróða og án þess að gæði jarðarinnar gangi til þurrðar. Kartöfluræktin á að minnka frá þvi sem nú er en hennar í stað taka upp ræktun hörfræs, til þess að fá olíu og olíukökur. Það segir sig sjálft, að um leið og bú- fjárræktin vex þarf meira landssvæði til þess að framfleyta bústofninum. Nauð- synlegt er að safna meiri vetrarforða og víðari lendur þarf til sumarbeitar. En það er ekki aðeins landstærðin, sem miða skal við, heldur og betri hagnýting landsins. Þvi er talað um hagkvæmari sáðskipti og betri ræktun þess lands, sem þegar er undir plóg lagt árlega. Framleiðsluaukning búf járræktarinnar er svo gífurleg, ef tekst eins og ráð er fyrir gert, að framleiðslan krefst langtnm stærri landsvæða en nú eru nytjuð til þeirra þarfa. í áætluninni eru eftirfarandi ráðstafanir f yrirhugaðar: 1. Sveitabyggingar skulu endurbættar og nýjar reistar, og er áætluð fjárfesting til þeirra þarfa um 100 milljónir dollara ár- lega. 2. Yélakostur landbúnaðarins hefir tek- ið stórkostlegum framförum á síðustu ár- um, en hér er aðeins um byrjun að ræða. Unnið verður að því af kappi. að auka hann og bæta framvegis. Árið 1939 var talið, að í Bretlandi væru um 50 þúsund dráttarvélar í notkun, en um síðustu ára- mót meira en 250 þúsund. og aukning ann- arra véla að sama skapi. Á komandi fjór- um árum er búist við að verja þurfi 200 milljónum dollara árlega til þessara þarfa. Gert er ráð fyrir að bændurnir þurfi að hafa allt að 300 þúsund dráttarvélar í gangi og talið er að fyrst og fremst þurfi að sjá svo um, að alltaf séu til sterkar og aflmiklar dráttarvélar eins og þörf krefur. Framleiðsla véla er nú það mikil í Bret- landi, að hægt er að fullnægja eftirspurn- inni heima og flytja mikið út þar að auki. Tilraunir eru í gangi til þess að reyna að fá staðfest hvaða kerfun véltækni er við-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.