Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1949, Page 26

Freyr - 01.04.1949, Page 26
124 FREYR eigandi í búskapnum, og er þá um leið leit- ast við að fækka tegundum vélanna svo að varahlutaöflunin verði auðveldari en annars í framtíðinni. 3. Tilbúinn áburður er notaður í tvöfalt stærra mæli en fyrir stríð, en talið er að notkunin þurfi að aukast um 20% enn til þess að framleiðslan geti eflst eins og ráð er fyrir gert. Enda þótt framleiðslan í land inu sé efld að miklum mun þarf þó stöð- ugt að flytja inn mikið magn tilbúins á- burðar. 4. Framræsla og vatnsmiðlun er með í áætluninni. Á tímabilinu er gert ráð fyrir að verja samtals 60 milljónum dollara til þessara framkvæmda, en um 1 milljón ha. þarf að ræsa og þurrka eða bæta með áveitum. Útgj aldaliður, sem nemur 36 mill- jónum dollara, er fyrirhugaður til þess að sjá sveitunum fyrir neyzluvatni. 5. Fóðurþörfin vex að miklum mun, með vaxandi búfjárrækt sem áður er á minnst. Lögð verður áherzla á að auka fóður- framleiðsluna í landinu og einkum að bæta hirðingu fóðursins (varðveita verð- mæti þess). Þó er ekki hægt að komast hjá verulegum innflutningi. Svo er nú fyr- ir mælt, að þegar bændur leggja kapp á að rækta korn til manneldis sé þeim einn- ig leyfilegt að rækta blandað korn til notk- unar handa búfé á eigin búi. Um undan- farin ár hefir það verið skylda að af- Svarthöjða hrútur. t'oto: The Scottish Farmer.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.