Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Síða 32

Freyr - 01.04.1949, Síða 32
130 FREYR Undirstaða þess var vitanlega kona og bújörð. Bað hann sér því ungfrú Ragn- hildar á Yzta-Hvoli, dóttur þeirra Jóns Einarssonar og Gróu Árnadóttur, dugnaðar og ráðdeildarhj óna í ættir fram. Var Jón oddviti hreppsins og að mörgu fyrirmaður. Ungu hjónin reistu bú á Hvoli, brátt með mikilli rausn. Hin unga húsfreyja — 19 ára — annaðist heimilið, hjú og gesti, með þeirri prýði, að bóndinn gat farið að heiman og verið að heiman eftir því sem hin ýmsu störf, sem á hann hlóðuzt, kröfð- uzt. En þau urðu fljótt mörg og tímafrek. Hann tók að sér barnafræðslu um tíma. Það þurfti að hressa upp á kirkjuna. Hann varð formaður búnaðarfélagsins í hreppn- um, formaður Kaupfélags Skaftfellinga, stofnaði lestrarfélag, nautgriparæktunar- félag, bindindisfélag og varð hreppstjóri. Öllum þssum málum fylgdi hann með þeim krafti og festu, að þegar sá miklar minjar. Á Hvoli var þríbýli og þröngt. Það varð því að ráði, að þau hjón keyptu Stóra Hof á Rangárvöllum vorið 1910, er Einar skáld Benediktsson fór þaðan. Fremur var jörð- in þá rýr til afkomu eins og hún hafði verið setin. Hinsvegar nokkur skilyrði góð, svo sem landrými og vörn af Rangá. Þarna tók Guðmundur og kona hans til óspilltra málanna, og færðu jörð og hús < þann búning, er menn sáu á áttræðis- afmæli hans, og áður er getið. Samhliða búsýslu þessari hafði Guð- mundur alltaf með höndum mikil og margþætt opinber störf, innan sveitar og utan. Hann var fulltrúi og í stjórn Slátur- íélags Suðurlands lengstum. Sat á Búnað- arþingi frá 1919—1937. Hann var einn stofnenda Kaupfélagsins „Þór“ á Hellu og íormaður þess alla tíð. Einn stofnenda Veiðifélags Rangæinga og formaður þess alla tíð. Var í ýmsum nefndastörfum öðr- um og fyrirgreiðslum mála, auk flestra innansveitarstarfa. Þó er ótalið eitt aðalstarf hans, sem hann lagði í mikla vinnu og hugsun um langa tíð, en það var í Búnaðarsambandi Suðurlands. Hann var einn stjórnarmanna þess frá byrjun (1908) og til 1916, er hann varð formaður þess og gjaldkeri, og var það óslitið til dánardags. Það var því orð- ið honum sem fósturbarn. Sparaði hann enga fyrirhöfn eða tíma, gæti það verið til hagnaðar fyrir sambandið eða aðrar þær atvinnugreinar, er hann var formaður fyrir eða hafði afskipti af. Guðmundur hafði gefið út MINNINGAR sinar fyrir nokkrum árum; nokkurn hluta þeirra skrifaði hann sjálfur, en að öðru leyti gaf hann sig ekki að ritstörfum. í Minningunum lýsir hann vel þeim miklu svaðilförum og örðugleikum, sem ferða- menn lentu í, oft og einatt, áður en brýr og vegir komu. Þar er og glögg lýsing af sveit- ungum hans, rituð af skilningi og vinar- hug. Þá verður ekki gengið fram hjá því, er Guðmundar er minnzt, að hann var alla tið heill og einlægur bindindismaður, stofnaði margar stúkur og studdi þær með lífi og sál. Var hann áhrifaríkur, því að hann var öfgalaus, en heill og drenglund- aður þar sem annarsstaðar. Guðmundur var mikill vexti, karlmenni að burðum og harðfylginn í hverri raun, örlyndur en jafnfljótur til sátta. Þau hjón voru hjúasæl; þótt nokkuð væri ýtt á með vinnu, var kaupið öruggt og húsbóndinn glaður og skemmtinn með skrítlur og smá- sögur á takteinum. Hann kunni margar skrítlur og sagði þær vel. Þau hjón eignuðust 7 börn. Tvö misstu pau á barnsaldri; hin eru: Jón, endurskoð- andi í Reykjavík, Hákon hæstaréttarritari, Elín gift í Reykjavík og Helga og Ágúst heima á Hofi. Búa þau þar félagsbúi. Hafði Guðmundur afhent þeim það sem óðals- eign. Guðmundur hafði fengið ýmsar viður- kenningar fyrir störf sín; var heiðursfé- iagi Búnaðarfélags íslands og stúkunnar nr. 1, og sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar. Guðmundur andaðist að heimili sinu 18. febr. s.l. Hann var kvaddur með hátíðlegri,

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.