Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 33
FREYR
131
fjölmennri kveðjuathöfn að Hellu, um leið
og lík hans var flutt til Reykjavíkur og
jarðsett frá kapellunni í Fossvogi.
★ ★
Og svo að síðustu. Guðmundur á Hofi!
Þú fylgdir okkur Noregsförum út á flug-
völlinn 19. júní s.l. og veifaðir glaður til
okkar, er við svifum í loft upp. Sú ógleym-
anlega ferð var þitt verk, sem svo margt
annað hliðstætt því, er þú áttir hlut að og
hrintir fram. Nú erum það við, sem eftir
stöndum í bili. En sendum með þér hlý-
hug okkar og kæra þökk fyrir mikil störf
og góða samvinnu um leið og þú hverfur
sjónum okkar bak við tjaldið, þar sem við
trúum að bíði þín ný störf og miklar
tramkvæmdir.
Dagur Brynjúlfsson.
Ágúst Delgason, Birtingaholti
Ágúst Helgason var fæddur í Birtinga-
holti 17. okt. 1862. Voru foreldrar hans
hin kunnu merkishjón Helgi Magnússon,
alþingismanns Andréssonar í Syðra-Lang-
holti, og Guðrún Guðmundsdóttir, Magnús-
sonar bónda í Birtingaholti. En móðir
Helga í Birtingaholti var Katrín Eiríks-
dóttir, hreppstjóra á Reykjum á Skeiðum,
Vigfússonar.
Ágúst Helgason lærði söðlasmíði á ár-
unum 1879—1880 og bókband 5 árum
seinna. Árið 1888 byrjaði hann búskap í
Gelti í Grímsnesi. Gerðist hann þá strax
athafna- og umbótasamur bóndi. Þangað
flutti hann fyrstu þakj árnsplöturnar,
sem komu á bændabýli á Suðurlandi. Dvöl
hans í Gelti varð ekki nema 4 ár, því að
1891 andaðist íaðir hans og flutti Ágúst þá
áriö eftir á ættaróðal sitt og bjó þar síðan,
við óvenjulega mikla rausn og höfðings-
skap í 46 ár.
Ágúst í Birtingaholti gerðist strax sjálf-
kjörinn bændaforingi, ekki einungis í
sveit sinni, heldur einnig í héraði. Um
aldamótin lagðist niður sala á lifandi
sauðfé til Bretlands. Þá varð þröng fyrir
dyrum hjá bændum. Kjötmarkaður erlend-
is svo að segja enginn, kjötverkun í lak-
asta lagi og kaupmenn einráðir um verð-
lag. Þá voru góð ráð dýr. Sigurður Sig-
urðsson, búfr. frá Langholti, var þá mik-
ill áhugamaður um málefni bænda. Hann
skrifaði um dönsku rjómabúin og hvatti
bændur til að reyna þá leið. Ágúst í Birt-
ingaholti brá við og stofnaði fyrsta rjóma-
bú landsins, að Syðra-Seli, árið 1901 og
annað að Birtingaholti árið eftir. Saga
rjómabúanna er merkilegur þáttur í bún-
aðarsögu sunnlenzkra bænda og reyndar
víðar um land. Rjómabúunum fjölgaði ört
og færðu bændum drjúgar tekjur í tæpan
aldarfjórðung. Til þess að treysta þessi fé-
lagssamtök enn betur, stofnaði Ágúst