Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 34

Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 34
132 FREYR Smjörbúasamtaand Suðurlands 1905 og var formaður þess í 14 ár. í kjölfar rjómabú- anna kom svo Sláturfélag Suðurlands, en taann var aðalbaráttumaður fyrir stofnun þess 1907, og var formaður þess alla tíð eða í 41 ár. Stofnun Sláturfélagsins var annað stóra félagsmálaátakið til varnar bændum fyrir verzlunarkúgun og örbirgð. En Ágúst lét ekki þar við sitja. Hann var einn af stofnendum Búnaðarsambands Suður- lands og formaður þess í 6 ár, stofnaði nautgriparæktarfélag í sveit sinni fyrir í'úmum 40 árum og var formaður þess lengi. í 40 ár var taann formaður Búnaðar- félags Hrunamanna, hreppsnefndarstörf voru sjálfsögð um marga áratugi, sýslu- nefndarmaður 34 ár, sáttanefndarmaður 45 ár, formaður sóknarnefndar í 48 ár og hreppstjóri síðustu 15 árin. Hann var landkjörinn alþm. 1926 og sat á búnaðar- þingi 11 ár. Skipaður í yfir fasteignamats- nefnd 1917 og aftur 1928. Hann átti drýgstan þátt í stofnun Kaupfélags Árnesinga og var formaður þess frá byrjun og meðan ævin entist. Hálfáttræður stóð hann, ásamt fleiri á- taugamönnum að stofnun Fiskiræktar- og veiðifélags Árnesinga og var einn af stjórnendum þess. Hann fékk heiðursverð- laun úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. 1906, heiðursmerki Dbrm. 1907 og R.F. 1921. Ágúst Helgason var mikill framtaksmað- ur. Hann fylgdi hverju máli með hófsemi og festu, en vann löngum meira á en þeir, sem hærra töluðu og voru yfirborðsmeiri. Hann var glöggur á meginatriði hvers máls, og lagði þeim einum málum lið, sem hann vissi að voru til menningarauka. En miklum tíma varð að fórna fyrir öll þessi margþættu félagsmálastörf. Ekki sá það samt á búskapnum í Birtingaholti. Öðruvísi gat það heldur ekki verið, þar sem jafn búvitur bóndi stýrði búi. Fyrir aldamótin húsaði hann jörð sína svo sem höfðingja sómdi, bæði fyrir fólk og fénað. Af slíkri rausn var það gert, að þegar norð- lenzku bændurnir fóru hina fyrstu bænda- för um Suðurland 1910, þótti þeim, sem vart mætti greina hvað væri íbúðarhús eða hlöður og peningshús. Sama máli gegndi um aðrar umbætur. í rauninni var Birtingaholt um langa stund nokkurs kon- ar „tilraunastöð“ sunnlenzkra bænda. Bóndinn þar ók kerru, fyrstur manna, í sveit sinni og þó víðar væri leitað, meðan aðrir reiddu á klökkum. Hann plægði, herfaði og sáði grasfræi og frænfóðri, löngu áður en aðrir áræddu slíkt. „Ágúst í Birt- ingaholti getur allt af sýnt manni eitt- hvað nýtt, sem er til bóta í búskapnum“, sagði merkur Árnesingur, er hann hafði komið þar. Og bóndinn í Birtingaholti setti ekki ljós sitt undir mæliker. Hann hvatti bændur til að reyna ný áhöld og verkfæri, hollar vinnuaðferðir og ræktun jarðar og búfénaðar. ★ Helgi í Birtingaholti sendi sonu sína í skóla hvern af öðrum. Þeir urðu andlegir forustumenn, og líka bændaforingjar, eftir því, sem aöstæður leyfðu. Ágústi mun hafa verið það allþung raun á æskuárum sínum, þegar faðir hans óskaði, að hann yrði bóndi. Unga manninum var það ekki sárs- aukalaust, ef hann væri álitinn standa hin- um bræðrunum að baki, hvað námshæfni snerti. íslenzkir bændur munu vera á einu máli, að þá hafi Helgi í Birtingaholti ráð- ið vel, er hann beindi þessum efnilega syni sínum í bændastétt. Hitt vita allir, að vel hefði hann sómt sér á bekk lærðra manna. Ágúst Helgason var höfðingi í sjón og reynd. Fáir hafa betur borið sæmdarheit- ið: héraðshöfðinginn, en hann. Og þó að Birtingaholt væri vel setið af föður hans, þá hefir þó ævistarf Ágústs brugðið þeirri birtu yfir þann stað, sem bezt getur orð- ið um höfðingjasetur. En þess er vert að minnast, sem minna hefir borið á út í frá, hvern þátt húsfreyjan í Birtingaholti, Mó- eiður Skúladóttir, læknis, Thorarensen frá Móeiðarhvoli, átti í því þjóðnýta starfi, sem hann vann bæði heima og að heiman. Sjálfur sagði hann svo frá á elliárum, að þegar hann á vordögum, 1. júní 1888, stóð við hlið hinnar 19 ára gömlu, glæsilegu og vel ættuðu konu, þá hafi lífið skorað á sig að verða að manni. Allir vita hvern-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.