Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1949, Side 36

Freyr - 01.04.1949, Side 36
134 PRE YR Séð í Þýzkalandi A. P. Jacobsen, ríkisráðunautur í Danmörku, sem dvalið hefir lanfrdvöluin í Þýzkalandi fyrir styrjöldina, ferðaðist um landið í fyrrasumar og segir um ferð sína á meðal annars eftirfarandi: Það sem vakti eftirtekt mína sérstaklega, á för minni vítt um Þýzkaland, voru rústir hinna eyðilögðu borga, og svo hitt, hve sveitirnar voru óbreyttar frá því, er verið hefir. í Stuttgart hitti ég Ameríkumann og Englending, sem taldir voru sérfræðingar í endurreisn borganna. Þeir höfðu safnað skýrslum yfir hve mikill hundraðshluti bygginga var eyðilagður í hinum ýmsu bæjum. „Ef Þýzkaland hefði ótakmarkað byggingarefni og nægilegt vinnuafl, þá er hægt að endurreisa borgirnar á næstu 25 árum“. Þetta voru ummæli þeirra og þeir bættu því við, að nákvæmar athuganir og útreikningar sýndu þetta. Þeir töldu einnig, að haugar af múrsteinsbrotum, stein- og kalklími, járni o. s. frv., sem ennþá liggur óhreyft í bæjunum eftir hrun þeirra, verði aldrei notað sem byggingarefni aftur. Annaðhvort verði að flytja það allt burt áð- ur en byggt sé, eða að byggja borgirnar annarsstaðar. Tilviljun réði því, að daginn eftir sá ég auglýsingaspj ald, sem á stóð: Byggingar- efni úr rústunum. Þar var sýning, og ég komst inn þótt það væri eftir lokunartíma. Hér gaf að líta stóra dyngju sundraðra hluta, sem eitt sinn höfðu verið partar af byggingu. Úr þessari dyngju var dregið hitt og þetta, sem flokkað var og með far- ið á ýmissan hátt. Úr málmbútum voru gerðir gagnlegir hlutir. Múrsteinsbrotin voru mulin, sandur og leir var greint frá. Sandur og gipsblandað efni er til einskis nýtilegt. Sé byggður veggur úr gipsblönd- uðu efni, þá vex hann eftir að bygging- unni er lokið. Þetta var sýnt á tveim veggj- um, er báðir voru jafn háir þegar sýningin var opnuð, en sá sem gerður var af gips- blönduðu efni, hafði hækkað um 4—5 cm. Muldur múrsteinn er notaður sem bygg- ingarefni. Úr því eru búnir til steinar af ýmsum gerðum og stærðum, sem notaðir eru í veggi, loft, gólf og þök, og bygginga- fyrirtækin sýndu hluta af byggingum, gerða af þessum efnum. Byggingar þessar virtust traustar og hentugar en allþungar í stíl. Gólfin voru hörð. Auðvitað er óhjákvæmilegt annað en nota ögn af nýjum byggingarefnum. svo sem gólfdúka og timbur. Verst er, að umræddir steinar verða ekki gerðir án þess að nota cement, en það fæst ekki af því að skortur er á kolum. Úti um sveitirnar er hægt að aka um langvegu án þess að sjá nokkuð af eyði- leggingum af stríðs völdum. Gömlu sveita- þorpin virðast óhreyfð og í smákaupstöð- um, með 20—30 þúsund íbúa, er óvíða um verulegar eyðileggingar að ræða. f sveita- þorpunum er lífið og starfið hið sama og áður gerðizt og á ökrunum eru sömu jurt- irnar sem þar er venja að rækta. Akrarnir voru vel hirtir. Þar sem seint var sáð, var gróður þá takmarkaður, en uppskeruhorfur þó eins góðar og í Dan- mörku, að því er snerti kartöflur og vor- korn. Þess er að minnast, að þegar komið er suður í Mið-Þýzkaland, er landið 400— 500 m yfir sjávarmál. Kartöfluræktin í Þýzkalandi hefir mjög mikla þýðingu en er, eins og sakir standa, miklum vandkvæðum bundin. í fyrsta lagi er þess að geta, að á vesturhluta landsins voru aldrei ræktaðar kartöflur svo að nægilegt væri til þess að fullnægja neyzlu- þörfinni fyrir stríð, og í öðru lagi voru útsæðiskartöflur ávalt keyptar frá útsæð- isræktarstöðvunum í Pommern, Branden- burg og Mecklenburg, sökum þess, að vest- lægu héruðin eru mjög herjuð af vírus- kvillum. í þetta sinn var biðið með eftirvæntingu eftir uppskeruni, af því, að 1948 voru sett- ar niður kartöflur frá Ameríku svo hundr- uðum þúsunda tunna skipti. Kartöflur þessar voru stórar, vel flokkaðar og vel geymdar, en tegundir óþekktar og enginn vissi frá hvaða vaxtarsvæði þær komu.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.