Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Síða 42

Freyr - 01.04.1949, Síða 42
140 FREYR Greinargerð. Árið 1947, afgreiddi sauðfjársjúkdóma- nefnd til landbúnaðarráðherra áætlun um framkvæmdir og kostnað við fjárskipti, á- samt greinargerð dags. 8. maí það ár. Náði sú áætlun yfir svæðið norðan frá Berufirði og Steingrímsfirði, austur að Eyjafirði og suður að Hvalfirði. Þau tvö haust sem lið- in eru síðan áætlun þessi var gerð, hafa fjárskipti farið fram eins og þar var gert ráð fyrir. Áætlun sú um fjárskipti, er að framan greinir, er að nokkru leyti endurtekning á á- ætluninni frá 1947, en jafnframt framhald á henni, því auk þess, sem hún nær til þeirra svæða norðan Hvalfjarðar. sem fjár- skipti hafa ekki enn farið fram á, tekur hún yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu, Ár- nes- og Rangárvallasýslu og tvær vestustu sveitir Skaftafellssýslu. Tilgangurinn með þessum framkvæmdum væri sá að útrýma sauðfjársjúkdómum af þessum svæðum og mæðiveikinni alveg úr landinu. Fjárskipt- um yrði lokið haustið 1953 en lambaflutn- ingum haustið 1954 og bótagreiðslum 1955. Áætlunin er einkum gerð til þess, að sýna kostnaö við þessar framkvæmdir, en jafnframt þær leiðir, sem aðgengilegastar virðast til framkvæmda. Vel má þó vera, að hægt sé að finna hagkvæmari leiðir, a. m. k. í smærri atriðum, en kostnaður mundi naumast breytast að neinu ráði við það. Eins og áætlunin ber með sér, er ætlazt til þess, að á næsta hausti verði öllu fé slátrað á svæðinu frá Héraðsvötnum að Eyjafirði og haft sauðlaust eitt ár á mest- um hluta svæðisins vegna garnaveiki. Það, sem mælir með því að taka þetta svæði næst, eru einkum þrjú atriði: 1. Svæði þetta liggur milli tveggja fjár- skiptasvæða og varzla beggja megin við það er mjög dýr, eða allt að 300 þús. krónur árlega. 2. Ef svæðið yrði látið bíða, yrði mjög óþægilegt með slátrun fjár þaðan, því ógerlegt myndi þykja, að flytja fé af garnaveikissvæðinu austan Vatna til Sauðárkróks, eftir að búið væri að flytja ósýkt fé í sveitirnar vestan Hér- aðsvatna. Gæti þá svo farið, að byggja yrði sláturhús austan Vatna, sem hlyti að valda miklum kostnaði. 3. Allmikil áhætta er i því fólgin að hafa um fleiri ár sýkt svæði með löngum varnarlínum inni á milli tveggja fjár- skiptasvæða, sem hafa heilbrigt fé. Þá er gert ráð fyrir fjárskiptum á Snæ- fellsnesi á næsta hausti. Er tvöföld varn- arlína þvert yfir Nesið. Meirihlutann af fá- anlegum líflömbum næsta haust þarf til að fullnægja svæðinu milli Héraðsvatna og Blöndu, sem nú er að miklu leyti sauðlaust, eða um 9 þús. lömb. Afgangur af fáanleg- um lömbum myndi duga Snæfellsnesinu, en meira ekki. Borgarfjarðarhérað yrði svo tekið 1951 og flutt þangað fé sama haust og svo á- fram eins og áætlunin sýnir. Ekki er talið um annað að gera, en hafa sauðlaust eitt ár á garnaveikissvæðum. Eykur sauðleysið bótagreiðslur, samkvæmt áætluninni um rúmar 8 miljónir króna. Er þó ekki gert ráð fyrir sauðleysi nema í sveitum þar, sem nú er vitað um garna- veiki og aðliggjandi sveitum við þær, þar sem engar hömlur eru á samgangi á milli. Á öðrum stöðum er ætlazt til að lömb verði flutt inn sama haust og slátrað er. Auðveld- ara væri um framkvæmdir og meira ör- yggi til staðar, ef fjárskiptasvæðin væru yfirleitt höfð sauðlaus eitt ár. En það eyk- Ur kostnaðinn svo stórkostlega, vegna sauð- leysisbótanna, að slíkt virðist ekki við- ráðanlegt. Eins og áætlunin ber með sér, er allur kostnaður vegna fjárskipta, vörzlu, girð- inga o. fl., í þessu skyni áætlaður krónur 34.715.500,00, er skiptist niður á rúmlega 6 ár og eru þá teknar með þær bótagreiðslur og kostnaður við lambaflutninga, sem koma til greina á yfirstandandi ári, vegna þeirra fjárskipta, sem þegar hafa farið fram, svo og annar kostnaður á þessu ári.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.