Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 43
FREYR
141
Af upphæðinni er beinn kostnaður við
fjárskiptin, sem hér segir:
Bætur vegna fjárskipta .. kr. 17.330.000,0
Bætur vegna sauðleysis
eitt ár .................— 8.067.000,00
Flutningskostnaður lamba — 2.007.500,00
Samtals kr. 27.404.500,00
Hinn hluti kostnaðarins, rúmlega 7 milj-
ónir króna, þ. e. varzla, viðhald girðinga o.
fl., er ekki hægt að segja að sé beinlínis
kostnaður vegna fjárskptanna, því að, ef á
að hamla á móti útbreiðslu sauðfjársjúk-
dómanna svo sem verið hefir, dregur sist úr
þeim kostnaði þó hætt yrði við fjárskiptin.
Því eins og áætlunin sýnir, er gert ráð fyrir
að smádragi úr vörzlu, viðhaldi girðinga,
uppeldisstyrk og rannsóknum, eftir því,
sem lengra líður á fjárskiptin.
Samkvæmt 39. gr. fjárskiptalaganna á
að veita fjáreigendum á sýktum svæðum
uppeldisstyrk, ef ekki er búist við fjár-
skiptum þar næstu tvö ár. í áætluninni
er gengið út frá þessu, en upphæðin smá-
lækkuð eftir því, sem sýktu svæðin minnka,
en fellur þó ekki alveg niður vegna þess,
að á Austurlandi eru garnaveikisvæði,
sem hlotið hafa dálítinn uppeldisstyrk og
mundi hann ekki falla niður, þó fjárskipti
færu fram á þeim svæðum, sem áætlunin
nær til.
Bótagreiðslur allar eru miðaðar við það
verð, sem nú er að meðaltali á líflömbum,
sem keypt hafa verið inn á fjárskipta-
svæðin. Verð líflamba er miðað við af-
urðaverð.
1 Flutningskostnaður lamba er yfirleitt á-
ætlaður kr. 20,00 á lamb og stuðst þar við
reynslu undanfarin ár.
Að óbreyttum lögum, afurðaverði og öðr-
um kostnaði, sem nú er í sambandi við
hverskonar framkvæmdir, eru ekki líkur til
þess, að hægt sé að koma fjárskiptum
þessum í framkvæmd fyrir minni fjár-
framlög en hér er gerð áætlun um. Þó
svæðin yrðu tekin í annarri röð en hér er
bent á, sem að sjálfsögðu getur komið til
greina, til dæmis ef nægilegt fylgi með
fjárskiptum væri ekki til staðar á ein-
hverju svæði á tilteknum tíma, þá er útlit
fyrir, að heildarkostnaðurinn myndi frem-
ur aukast en minnka við það.
Nánari skýringar á áætluninni er sjálf-
sagt að gefa ef óskað er.
Reykjavík, 4. febrúar 1949.
F. h. Sauðfjársjúkdómanefndar,
Sæm. Friðriksson
(sign).
Til landbúnaðarráðherra,
Reykjavík.
Fjárskiptin
Eins og kunnugt er hafa undanfarin
haust farið fram fjárskipti hér norðan-
lands.
Var svo ráð fyrir gert, að á næsta hausti
færu fram fjárskipti á svæðinu frá Hér-
aðsvötnum að varnargirðingum í Eyjafirði
og væri þar með lokið samfelldum fjár-
skiptum norðanlands, að Jökulsá á Fjöll-
um.
Á s. 1. hausti hófst svo undirbúningur
undir fjárskiptin á áðurnefndu svæði, var
þá samið, og samþykkt, á fulltrúafundi,
frumvarp til fjárskipta.
í nóv. s. 1. fór atkvæðagreiðsla fram um
frumvarp þetta, á meðal sauðfjáreigenda
í viðkomandi hreppum. Niðurstöður þeirrar
atkvæðagreiðslu hafa nú verið birtar fyrir
nokkru, og leiða þær í ljós, að ekki hefir
fengizt nægur meiri hluti með frumvarp-
inu, til þess að það yrði samþykkt.
Þó segja megi að möguleikar væru á að
svona færi, komu þó mörgum þessi úrslit
á óvart, og er þetta hið alvarlegasta í-
hugunarefni, einkum vegna þess, að um-
rætt svæði liggur á milli landshluta, sem
áður hafa skipt um fé. Bendir þessi at-