Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 45
FREYR
143
en hann var fyrir fjárskiptin. Þar sem ég
þekki til er þessi munur um 3 kg að meðal-
tali á hvern dilkkropp. Upplýsingar, sem
ég fékk nýlega hjá framkvæmdastjóra
Kaupfél. Svalbarðseyrar sanna, að svipuð
þunga-aukning hefir orðið víðar en hér í
Svalbarðsstrandarhreppi, því samkvæmt
þeim upplýsingum var meðalkroppþungi
dilka, þeirra sem slátrað var á Svalbarðs-
eyri s.l. haust, 17 kg en fyrir fjárskiptin var
meðalþunginn um 14 kg. Auk þess flokkað-
ist kjötið betur en áður, t. d. fóru rúml. 80%
af kroppunum í 1. fl. á Svalbarðseyri á s.l.
hausti. Eitthvað af þessum dilkum mun
hafa verið undan veturgömlum gimbrum,
og er óhætt að segja að það hafi gefist
mjög vel að láta þær eiga lömb. Tel ég
sjálfsagt fyrir þá, sem eiga eftir að hafa
fjárskipti, að láta gimbrarnar fá lömb, því
að þá fá þeir þegar á næsta hausti eftir
fjárskiptin, lömb til frálags og uppeldis.
Af framansögðu er Ijóst, að fjárskiptin
hafa gefizt mjög vel, og jafnvel langt um-
fram vonir, enda má segja að almenn á-
nægja sé með þau. Sem dæmi um álit
manna á fjárskiptunum má benda á um-
mæli,.sem einn þingeyskur bóndi hafði um
þau í blaðaviðtali á s.l. hausti; hann sagði,
að fjárskiptin hefðu „verið mikið gæfu-
spor;“ undir þessi orð munu margir taka.
Jafnvel þeir, sem andvígir voru fjárskipt-
um, áður en þau fóru fram, hafa ekki, mér
vitanlega, látið nein orð falla um að þau
hafi verið óheppileg eða til tjóns.
Þá vil ég með örfáum orðum drepa á
flutning líflambanna. Þegar fyrst var farið
að ræða um flutning líflamba frá Vest-
fjörðum á fjárskiptasvæðið í Eyjafirði, og
vestur hluta Suður-Þingeyjarsýslu, þótti
sumum tvísýnt að slíkt mundi lánast. Nú
hefir fé verið flutt frá Vestfjörðum í þrjú
undanfarin haust, og hafa þeir flutningar
Til minnis fyrir
bændur
Sauðfjársjúkdómarnir, sem nú herja á
bústofn bænda, munu vera ein sú mesta
landplága, er hér hefir þekkzt. Er ómögu-
legt að sjá út yfir það tjón, efnahagslegt
né þjóðfélagslegt, sem þeir kunna að valda.
Sú stórbrotna og áhættusama tilraun,
sem nú er gerð, til að vinna bug á þessum
vágesti, — fjárskipti í heilum landshlut-
um — getur því aðeins komið að tilætluð-
um notum, að allir hlutaðeigandi aðilar —
og raunar landsmenn yfirleitt — leggizt á
eitt með að gæta hinnar ströngustu var-
úðar gagnvart samgöngum búfjár og yfir-
leitt fjárskilum öllum.
í þessu sambandi er nauðsynlegt að
menn leggi sér stranglega á minni meðal
annars eftirtalin atriði:
1. Verði kind eða kindur veikar eða drep-
yfirleitt gengið sæmilega. í sambandi við
væntanleg fjárskipti á svæðinu á milli Hér-
aðsvatna og varnargirðinga í Eyjafirði má
svo benda á, að á næstkomandi hausti má
væntanlega fá allmikið af líflömbum úr
vestur hluta Suður-Þingeyjarsýslu, ef
sauðfjársjúkdómanefnd leyfir flutninga
þaðan, sem telja má líklegt, þar sem lömb
voru flutt af því svæði á s.l. hausti, vestur
fyrir Héraðsvötn.
Ég mun ekki ræða þetta meira að þessu
sinni. Eg þykist hafa sannað að fjárskiptin
hafa gefizt vel, og séu ekki eins hræðileg
ráðstöfun eins og sumir álíta; vona ég að
grein þessi verði til þess, að andstæðingar
fjárskiptanna endurskoði afstöðu sína til
þeirra, og er ég sannfærður um að sú at-
hugun mun leiða til minnkandi andstöðu
gegn fjárskiptum.
Sigurjón Valdimarsson.