Freyr - 01.10.1958, Síða 20
Frá búvéladeild búnaðarsýningarinnar.
Ljósm. G. Rúnar.
EINAR ÞORSTEINSSON:
Landbúnaðarsýningin á Selfossi 1958
Laugardaginn 16. ágúst var opnuð á Sel-
fossi landbúnaðarsýning. Er hún sú fyrsta
í sinni röð austan fjalls, en önnur í röðinni
slíkra sýninga hér á landi, en eins og kunn-
ugt er var landbúnaðarsýning í Reykjavík
1947.
Landbúnaðarsýningin á Selfossi var hald-
in af Búnaðarsambandi Suðurlands og í til-
efni af 50 ára afmæli þess. Þessara merku
tímamóta í félagsmálasögu búnaðarfélags-
skaparins á Suðurlandi skyldi minnzt eftir-
minnilega. Sunnlenzkir bændur töldu að
ekkert minna en stór og voldug landbún-
aðarsýning kæmi til greina.
Sýningarmálið var til umræðu á stjórnar-
fundi í Búnaðarsambandinu á síðastliðnum
vetri. Voru þá skipaðir þrír menn í nefnd,
þeir Sigurgrímur Jónsson bóndi í Holti,
Kristinn Jónsson ráðunautur og Einar Þor-
steinsson ráðunautur, og áttu þeir að kanna
möguleika á að halda Landbúnaðarsýningu
á Selfossi þá um sumarið. Nefndin skilaði
áliti á öðrum stjórnarfundi þann 15. apríl.
Taldi nefndin hægt að halda landbúnað-
arsýningu í húsi Sláturfélags Suðurlands
í Fossnesi vestan Ölfusár. Búnaðarsam-
bandsstj órnin skipaði í sýningarnefnd þá
ráðunauta sambandsins Kristin Jónsson,
Hjalta Gestsson, og Einar Þorsteinsson.
Sýningarnefndin hóf þegar störf við ýmsan
undirbúning, verulegur skriður komst þó
ekki á undirbúning sýningarinnar fyrr en
um miðjan maímánuð vegna ýmissa anna
við önnur störf.
Sýningin undirbúin.
Eftir þann tíma var unnið að sýningar-
málinu af miklu kappi, því slík sýning sem
þessi þarf mikinn undirbúning, einkum
þegar stuðzt er við húsakost og aðstöðu