Freyr - 01.10.1958, Page 25
FREYR
321
gekk hún með kálfi. Þessi gripur er, sem
kunnugt er, blendingur milli íslenzka kúa-
kynsins og Galloway kynsins enska. Tvær
hryssur voru hér og tveir hæst verðlaunuðu
stóðhestarnir í landinu, þeir Hreinn frá
Þverá og Silfurtoppur frá Reykjadal. Ein
gylta með grísum var sýnd og var hún mik-
ið skoðuð, m. a. af því að svínarækt er
fremur sjaldgæf hér á landi.
Samband eggjaframleiðenda stóð fyrir
sýningu alifugla. Einar Tönsberg var for-
stöðumaður fyrir alifuglasýningunni. Voru
sýnd nokkur kyn af hænsnum og öndum,
æðarfugl, kalkúnar og gæsir. Einnig voru
þarna ýmsar upplýsingar um fóðrun og
meðferð fugla. Þarna voru sýnd tæki til að
kyngreina hænuunga og ýmis tæki í sam-
bandi við alifuglarækt.
Ég fer heldur fljótt yfir sögu í búfjár-
deildinni, því ég býst við að um hana verði
ýtarlegar skrifað síðar. Hún var annars
mjög merkileg og sýnir glöggt miklar fram-
farir í búfjárræktinni
----o----
Landbúnaðarsýningin á Selfossi stóð í 6
daga. Hún var auglýst fyrst í 5 daga, en
var framlengd um einn dag vegna mikillar
aðsóknar. Sýninguna sáu um 17000 manns.
Aðal gagnrýnin, sem við, sem að henni stóð-
um, höfum fengið, er að við höfðum hana
ekki lengur opna.
Ég hef hér að framan stiklað á stóru og
farið fljótt yfir sögu. Um sýninguna mætti
skrifa langt mál, en ég hef reynt að mæta
óskum Freys í þeim efnum. Landbúnaðar-
sýningin á Selfossi er stór viðburður í ís-
lenzka landbúnaðinum. Hún er nýr liður í
búnaði okkar, liður sem þarf að vaxa. Eng-
inn atvinnuvegur getur nú á tímum látið
undir höfuð leggjast að kynna sig og vekja
á sér athygli þjóðarinnar, og kynna hvern
skerf hann leggur í þjóðarbúið. Þessu hefur
landbúnaður okkar að miklu leyti gleymt
fram til þessa. Erlendis eru landbúnaðar-
sýningar árlegur viðburður — fastur liður
í kynningarstarfi landbúnaðarins. Ég vil
að lokum óska þess, að í kjölfar Landbún-
aðarsýningarinnar á Selfossi 1958 fylgi
Frá sýningu Sölufélags garðyrkjumanna.
margar aðrar víðs vegar um landið til upp-
byggingar og eflingar landbúnaði vorum.
Ráðunautanámskeið
Að forfallalausu mun Búnaðarfélag ís-
lands efna til námskeiðs — og funda —
fyrir héraðsráðunauta og trúnaðarmenn,
vikuna 24.-29. nóvember n.k.
Dagskrá fyrir fundina hefur ekki verið
samin né röð erinda ákveðin, en áætlað er
að fyrirkomulag verði svipað og um undan-
farin ár.
Gert er ráð fyrir að veita nokkra aðstoö
vegna ferðakostnaðar.
Tilkynningar um þátttöku þurfa að hafa
borizt fyrir 1. nóvember.
Ennfremur er til þess mælzt, að ef ráðu-
nautar hafa erindi eða efni til framsögu á
námskeiðinu láti þeir vita um það til Bún-
aðarfélags íslands fyrir 1. nóvember.
Búnaðarfélag íslands.
f