Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 36

Freyr - 01.10.1958, Blaðsíða 36
332 FREYR GARÐYRKJUÞÁTTUR Kartöflugeymslan Víða þar sem kartöflurækt er í smáum stíl, eru ekki sérstakar byggingar fyrir þær, en kart- öflurnar geymdar í kjöllurum. — Oft eru kjall- arar undir íbúðarhúsum of hlýir, svo að geymslu kartaflanna verður ábótavant. Eink- um vill á því bera, að vetrarspírun á sér stað, en það rýrir gildi þeirra mjög, bæði til matar og útsæðis. Ef slíkar kartöflur eru ætlaðar til útsæðis, er sjálfsagt að brjóta spírurnar af, áð- ur en þær eru settar til vorspírunar. Þar sem um stærri framleiðslu er að ræða, knýr þörfin á að byggja sérstök geymsluhús fyrir kartöfl- urnar frá hausti til vors. Kartöflugeymslur þurfa helzt að vera sér- stakar byggingar, sem ekki eru ætluð önnur Kartöflukassi af þessari gerð er hentugur til heimilis- þarfa. Hann er bezt geymdur i kjallara. not. Oft er hægt að koma byggingum þessum inn í hæðir eða hóla, þannig að mestur hluti veggja sé í jörð. Má þá hafa einfalda, steypta svo að vatn komist ekki inn í þá. Ganga verður vel frá grunni með holræsum, svo að vatn komi ekki inn í geymsluna og valdi raka og skemmd- um. Loftræsla þarf að vera í gólfi undir kart- öflunum, svo og góðir strompar upp úr þaki, sem hægt er að loka fyrir í miklum frostum. Þak þarf að vera tvöfalt. Fyrst t. d. slétt asbest, svo þurrt torf, en yfir því báru-„asbest“ eða bárujám þakið torfi eða snyddu. Vegghæð geymslu þarf að vera 1,6—1,8 m, ef ris er hálf- krossreist eða vel það, en ef loft er yfir úr timbri eða steypu, þá þurfa veggir að vera 2,10—2,20 m á hæð. Sé loft yfir kartöflugeymslu, má nota það fyrir flokkun og þurrkun kartafla á haust- in, og er þá auðvelt að koma kartöflunum nið- ur í vetrargeymsluna, þegar þær eru orðnar næglega þurrar, þarf þak ekki að vera nægi- lega vandað og þar sem aðeins eru um kart- öflupláss að ræða. Þar sem kartöflugeymslan er án sérstaks lofts, er nauðsynlegt, að við annan enda hennar sé sérstakur bjartur af- greiðsluklefi fyrir vinnu að vorinu. Stærð geymslu fer eftir því, hve geyma þarf mikið. Geymsla, sem er að grunnmáli 6X10 m, getur rúmað 360—400 tunnur, ef geymt er í 1 meters hæð yfir allt gólfið. Gangur iy2 m breið- ur þarf að vera eftir miðri geymslunni og stíur til beggja hliða, en ef þörf gerist, má einnig geyma kartöflur á ganginum, þegar stíur eru fullar. Til þess að nota rúmið yfir stíunum má einnig geyma kartöflur þar í kössum. Talið er, að útsæði sé betra að geyma í birtu en dimmu, og erlendar tilraunir virðast benda í þá átt, að útsæði þannig geymt gefi meiri uppskeru. Sé bjart framhýsi við kartöflu- geymsluna, er vel hægt að geyma þar útsæðið í spírunarkössum þar til það er flutt á hlýrri stað til spírunar. Allar matarkartöflur er bezt að geyma í dimmri, svalri geymslu. Ef trégrindur eru hafðar í botni stíanna, þurfa þær að vera lausar svo hægt sé að taka þær upp, þegar hreinsa þarf geymsluna. Hins vegar hefir reynslan sýnt á Sámsstöðum, að kartöflur geymast ekkert verr á gólfi, sem þakið er með 2—3 þuml. þurru sandlagi og einnig hafa þær geymzt vel við steinsteypta útveggi. L

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.