Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1958, Síða 40

Freyr - 01.10.1958, Síða 40
336 PRE YR SIGURÐUR EINARSSON: Guðjón Jónsson í Ási Fyrir fáum dögum sá ég Guðjón í Ási á fjölmennum mannfundi. Mundi þá í svip- inn ekkert eftir því, að hann var nýlega orðinn áttræður. Og það eitt að sjá Guðjón var ekki til þess fallið að minna mann á, að hann hafði þegar stigið yfir þann þröskuld, þar sem hrörnunin mætir flest- um harðhent og miskunnarlaus. Hár vexti og teinréttur með hógværa fágun í fram- komu og fasi, gekk hann meðal manna, svipheiður og brosmildur. Það verður hvergi á Guðjóni séð, að han sé langlúinn erfiðis- maður. Og er þó mála sannast, að dags- verkið er orðið mikið. Guðjón Jónsson fæddist 9. júlí 1878 í Bjóluhjáleigu, sonur Jóns Eiríkssonar bónda þar og konu hans Guðrúnar Filippusdóttur og yngstur sjö sona þeirra, er til þroska komust. Ólst Guðjón þar upp í hópi bræðra sinna. Heimilið var menningarheimili í eldri þjóðlegum stíl og þau Jón og Guðrún betur að sér gjör um ýmsa kunnáttu, en títt var um bændafólk á þeirri tíð. Hafði Jón Eiríksson verið ráðsmaður í Odda hjá Ásmundi presti Jónssyni, en Guðrún kona Jóns handgengin konu prófasts, Guðrúnu Þorgrímsdóttur gullsmiðs á Bessastöðum. Er trúlegt, að þau hafi bæði búið nokkuð að verunni í Odda og víst er um það að Guðjón hefur jafnan borið þess vott, að hann hefur hlotið gott uppeldi í foreldra- húsum. Ég hef á öðrum stað ritað allýtarlega um Guðjón bónda í Ási (ísl. bændahöfðingjar, bls. 347—372) og kann ekki við að fara að endurtaka það að neinu ráði. Hef þó ekki með öllu viljað undan því víkjast, að verða við tilmælum Freys um að stinga niður penna í tilefni af áttræðisafmæli þessa sæmdarbónda. Guðjón hóf búskap í Ási vorið 1909 í fé- Guðjón Jónsson. lagi við Eirík bróður sinn, er elztur var þeirra bræðra. Guðjón var þá ókvæntur. Þeir höfðu hálflenduna undir og höfðu í fardögum aðeins leigusamning um ábúð til eins árs. Um haustið tókst þeim þó að ná kaupum á jörðinni. Þrátt fyrir mikil veik- indi, sem að þeim bræðrum báðum steðjuðu á fyrstu búskaparárum, hófust þeir þegar handa um allstórfelldar umbætur á jörð- inni. Má segja, að sú sókn, er þeir hófu þá, hafi ekki verið látin niður falla til þessa dags. Guðjón hafði numið plægingar og ýms jarðræktarstörf hjá Jóni Jónatanssyni bú- fræðingi og bústjóra i Brautarholti á Kjal- arnesi og stundað þau störf af miklu kappi og áhuga haust og vor hjá bændum víðs- vegar í Rangárvallasýslu næstu fimm árin áður en hann hóf búskapinn. Jafnframt hafði hann og lagt mikið kapp á að afla sér ýmsrar nytsamrar fræðslu um búnaðar- mál. Það var því eðlilegt að hugur Guðjóns beindist snemma búskaparins að því að finna hagnýtar úrlausnir þar sem hann sá að mikilla umbóta var þörf. Og í rauninni mætti einkenna Guðjón með þessum orðum og ævistarf hans á sviði búnaðar- og fé- lagsmála. Hann var vakinn og sofinn í að finna hagnýtar úrlausnir, þar sem mikilla umbóta var þörf. Á fátt eitt verður hér aðeins drepið. Guð- jóni varð það brátt ljóst, að mesti ókostur

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.