Freyr

Volume

Freyr - 01.02.2001, Page 8

Freyr - 01.02.2001, Page 8
Samstarf Islands, Færeyja og Islendingar hafa um langt ára- bil tekið þátt í fjölþjóða sam- starfi á sviði landbúnaðar. Þar hefur norrænt samstarf lengst af vegið þyngst þótt vægi þess hafi minnkað í seinni trð. Þetta samstarf hefur fyrst og fremst byggst á sam- eiginlegum fagráðstefnum og fund- um þar sem menn hafa kynnt við- fangsefni sín og niðurstöður. Þessir fundir hafa einnig skapað tengsl manna á milli sem svo hafa nýst þeim á ýmsan hátt í starfi. I sumum tilvikum hefur þetta samstarf einn- ig leitt til sameiginlegra rannsókn- arverkefna. Næstu nágrannar okkar eru litlar þjóðir, Færeyingar og Grænlend- ingar. Samstarf milli Færeyinga og Islendinga í landbúnaðarmálum hefur til skamms tíma ekki verið mikið þrátt fyrir að Sigurður Sig- urðsson (1926) hafi fyrr á öldinni hvatt til aukins samstarfs milli þjóðanna á þessu sviði. Samstarfið við Færeyinga hefur þó aldrei verið meira en á síðasta áratug, t.d. var fyrir nokkrum árum gerð saman- burðartilraun í íslenskum og norsk- um kúm í Færeyjum og nú taka Is- lendingar þátt í verkefni um jarð- veg og úthaganýtingu í Færeyjum. Við höfum hins vegar haft meiri afskipti af landbúnaði Grænlend- inga á þessari öld. A árabilinu 1915 -1934 voru kindurfluttar frá Islandi til Grænlands og einnig nokkur hross (Sigurður Sigurðsson, 1938). Þá hafa nokkrir Islendingar stundað rannsóknir og leiðbeiningar á Grænlandi. Árin 1921-1923 dvaldi ungfrú Rannveig Líndal á Græn- landi. Hún kenndi þar tóskap og matreiðslu sauðfjárafurða (Sigurð- ur Sigurðsson, 1938). Árið 1931 fór Sigurður Stefánsson til Græn- lands og starfaði lengi við sauðfjár- ræktarbú, bæði í Eystri- og Grænlands 1 Guðni Þorvaldsson, f \ sérfræðingur 1 | í jarðrækt, '[ ’\ f*? Rannsókna- VlQti stofnun land- Jr búnaðarins [ Vestribyggð. Á árunum 1982-1990 var svo Þór Þorbergsson ráðunaut- ur á Grænlandi. Grænlenskir bændur hafa komið í skoðunarferðir til íslands frá því um miðja öldina og um langt árabil hefur það verið liður í landbúnaðar- menntun Grænlendinga að senda nemendur hingað í verknám. Þeir hafa dvalið á íslenskum sveitabæj- um í 1-2 ár (Búnaðarsamtök á ís- landi 150 ára, 1837-1987). Þá hafa grænlenskir bændur oft keypt hér áburð og fóður. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins gerði árið 1976 samning við grænlensk stjómvöld um rannsókn- ir á grænlensku beitilandi, svo og Mynd 1. Unnið við tilraunina í Upern- aviarsuk. landbunaði um meðferð og ræktunarmöguleika sauðfjár (Björn Jóhannesson, Kaj Egede og Ingvi Þorsteinsson, 1985). Undir stjórn Ingva Þör- steinssonar voru á árunum 1977- 1981 gerð gróðurkort af Eystri- byggð og beitarþol úthagans ákvarðað (Ingvi Þorsteinsson, 1983). Enn fremur gerðu Ingvi Þor- steinsson og Björn Jóhannesson jarðræktartilraunir á nokkmm stöð- um. Á sama tíma hóf Stefán Schev- ing Thorsteinsson rannsóknir á sauðfé Grænlendinga sem er ís- lenskt að uppruna eins og áður seg- ir. Árið 1994 var skipuð vestumor- ræn samstarfsnefnd um jarðrækt með fulltrúum frá Islandi (Guðni Þorvaldsson), Grænlandi (Kenneth Hpegh) og Færeyjum (Peder Haahr). Tilgangurinn með skipun þessarar nefndar var að þessar þjóðir gætu skipst á reynslu og þekkingu á sviði jarðræktar og e.t.v. unnið sameiginlega að ein- hverjum verkefnum. í framhaldi af því var verkefni, sem hér verður kynnt, hleypt af stokkunum. Markmið þess voru eftirfarandi: * Að prófa mismunandi grasteg- undir og yrki við vestnorræn skilyrði og athuga í hve miklum mæli hægt sé að nýta niðurstöð- ur frá einu vestnorrænu landi í hinum. * Að hvetja til samstarfs milli vís- indamanna, kennara og ráðu- nauta í þessum löndum. * Að prófa hvort unnt sé að nota sama leiðréttingargrunn við NIR mælingar á grassýnum í öllum löndunum. * Að afla þekkingar á samspili plantna og hita (þroski, vaxtar- hraði, uppskera og næringar- gildi). 4 - FR6VR 1/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.