Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 26

Freyr - 01.02.2001, Blaðsíða 26
Staða og horfur í lífrænni ræktun Eftirfarandi erindi var flutt á fræðslufundi um lífræna garðyrkju á Garðyrkjuskóla ríkis- ins á Reykjum í Ölfusi, 5. febrúar 2001. Inngangur Lífræn ræktun á sér langa sögu um allan heim. í kjölfar efna- og tæknivæðingar landbúnaðar á 20. öldinni breyttust framleiðsluhættir á þann veg að stefnt var að sem mestri og ódýrastri búvörufram- leiðslu fyrir sívaxandi neytenda- markað. Þótt lífrænir búskapar- hættir ættu í vök að verjast áttu þeir ætíð hóp dyggra fylgismanna og kvenna. Á meðal frumkvöðla líf- rænnar ræktunar á liðinni öld voru þau Eve Balfour í Bretlandi og Rudolf Steiner í Austurríki en áhrif hans bárust hingað til lands um 1930 með Sesselju Sigmundsdóttur að Sólheimum í Grímsnesi (Sjá „Lífræn ræktun og búskapur“, „Lífrænn og vistvænn búskapur - orðanotkun" og „Hugtakið lífræn ræktun í íslensku máli“). Viðurkenndir búskaparhættir Á síðustu 30-40 árum liðinnar aldar, þegar vankantar „nútíma" landbúnaðar voru farnir að gera vart við sig víða um lönd, var farið að gefa lífrænni ræktun meiri gaum en áður. IFOAM - Alþjóðasamtök lífrænna landbúnaðarhreyfinga - voru stofnuð 1972 og fyrsta alþjóð- lega vísindaráðstefnan um lífrænan landbúnað var haldin 1977. Um það leyti var farið að þróa alþjóð- legar grunnreglur að frumkvæði IFOAM og Evrópusambandið gaf út fyrstu reglugerð sína um lífræna landbúnaðarframleiðslu árið 1991. Þessi þróun nær því til landbúnað- arstefnu sambandsins og síðan Dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur BÍ í lífrænum búskap 1998 hefur FAO - Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna - sinnt þessari grein land- búnaðar með formlegum hætti. Víða um lönd hafa verið settar regl- ur um lífrænan landbúnað innan hins alþjóðlega ramma. Vaxandi áhugi og þörf á umhverfisvemd hefur flýtt þessari þróun og stór- aukin eftirspum eftir lífrænt vott- uðum vörum, auk aðlögunarstuðn- ings, hefur orðið til þess að bænd- um í lífrænum búskap hefur fjölgað gífurlega á síðustu 10-15 ámm. Augljóslega er ekki um tískubólu að ræða heldur markvissa breyt- ingu í búskaparháttum. Lífræn ræktun hefur hlotið alþjóðlega við- urkenningu því að hún fellur m.a. betur að markmiðum sjálfbærrar þróunar en aðrir viðurkenndir bú- skaparhættir (sjá „Búskaparhætt- ir“). Þeirri skoðun vex nú fiskur um hrygg að umhverfiskostnaði verði ekki endalaust vísað á komandi kynslóðir, svo sem m.a. kom fram á II. Umhverfisþingi í Reykjavík í lok janúar sl. Á sama tíma var al- þjóðavæðingin undir harðri gagn- rýni á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Staða lífræna bú- skaparins mun því væntanlega styrkjast mjög á komandi árum. Þáttaskil hérlendis Hér á landi urðu þáttaskil upp úr 1990, um áratug seinna en í flestum nágrannalöndunum. Á þeim tíma mátti telja bændur í lífrænni ræktun á fingrum annarrar handar og þegar VOR - verndun og ræktun - félag bænda í lífrænum búskap - var stofnað um sumarmál 1993 voru þeir sjö að tölu, allir án vottunar. Nú eru vottaðir lífrænir framleið- endur um 40 að meðtöldum vinnslu og dreifingaraðilum. Fyrr á árinu 1993 var lífrænn búskapur tekinn Lífræn ræktun og búskapur * Jarðvegurinn og lífið í honum er undirstaðan. * Með lífrænum ræktunaraðferðum eru jarðvegsgæðin bætt og reynt að koma í veg fyrir jarðvegseyðingu. * Við lífræna ræktun er frjósemi jarðvegsins aukin með sjálfbærum hætti, þannig að hann geti nært þær plöntur sem í honum vaxa, í stað þess að næra plöntumar með auðleystum áburðarsöltum (tilbúnum áburði), jafnvel án jarðvegs. Byggð er upp varanleg frjósemi jarðvegs. * Lögð er áhersla á heilbrigðan og lifandi jarðveg þar sem gott jafnvægi ríkir. * Lífrænn búskapur byggist á lífrænni ræktun jarðvegs, notkun lífræns áburðar, safnhaugagerð, sáðskiptum og lífrænum vömum í stað hefðbundinna lyfja og eiturefna. Gerðar eru miklar kröfur til umhverfisvemdar, velferðar búfjár og hreinleika afurða. Óheimilt er að nota erfðabreyttar lífvemr og stefnt er að sjálfbæmm búskap. 22 - pR€VR 1/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.