Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2003, Qupperneq 40

Freyr - 01.05.2003, Qupperneq 40
fjölda fósturvísa frá hverri kú. Þeim er komið fyrir í kúm á búum dreift og kjaminn hefúr síðan for- kaupsrétt af áhugaverðum kálfúm sem fæðast. Þannig em afkvæmi bestu kúnna tiltæk strax og reynsla fæst um þær á fyrsta mjólkurskeiði. Avinningurinn með ræktunarskjamanum liggur fyrst og fremst í því að menn ætla að nautsmæðravalið eigi á þennan hátt að geta orðið miklu ömggara en með hefðbundnum aðferðum. Aðein ræktunarkjaminn í Hol- landi hefúr starfað það lengi að þaðan em komin naut sem búið er að afkvæmaprófa. Reynslan það- an bendir eindregið til að nauts- mæðravalið þar sé miklu réttara en gerist í dreifðu vali nautsmæðr- anna þar í landi. Líklega þarf ekki að segja neinum að rekstur slíkra ræktunarkjama er feikilega mikið og dýrt íyrirtæki. Niðurstaða dönsku vísinda- mannanna er að þó að aukakostn- aður sé umtalsverður við að reka ræktunarkjama þá séu allar líkur á að sá ræktunarávinningur, sem hann geti skilað, sé það mikill að rétt sé fyrir danska ræktunarfyrir- tækið að steiúa að slíkum rekstri. Til þess að svo verði sé hins vegar nauðsynlegt að hann sé nægjan- lega stór, stefna verði að lágmarki að 100 svartskjöldóttum fyrsta kálfs kvígum á ári og 50-75 kúm af hvom kyni, þeim rauðu og Jersey. BREYTILEIKI f FRJÓSEMI DANSKRA KÚA í dönsku nautaskránni er pistill þar sem greint er frá breytileika- þáttum í frjósemi kúnna í nýlegri mjög umfangsmikilli rannsókn. Þar kemur fram að breiddin í fjöl- da sæðinga á 100 kúa búum var á bilinu 150 til 230. Muninn í ár- angri mátti að 95% rekja til um- hverfisþátta. Áhrifin af nauti, sem notað var, á árangurinn em aðeins metin 0,5% og hlutdeild frjótækn- isins í mun í árangri 1%. Rann- sóknin sýnir skýrt að það er beiðslisgreining, hve vel hún er unnin, sem er algert lykilatriði varðandi árangur. I skránni er einnig eftirfarandi smáklausa undir fyrirsögninni „blekking eða staðreynd“. „Enn eyðum við pengingum í sýningu afkvæmahópa undan nautum á stórsýningunum. Það var byrjað á þessu löngu áður en tekið var upp samræmt línulegt útlitsmat. Þrátt fyrir miklu betri aðferðir til afkvæmadóma höldum við enn í sýningar. Þeim fylgir mikill kostnaður við dóma, flutn- ing gripanna og fleira. Mesta hættan er samt sú að nautið sé rangt dæmt á gmndvelli þessara fáu dætra. Mæðumar ráða helmingnum og hrein tilviljun ræður undan hvaða kúm þessar kýr koma. Tilviljunin hefúr því mikil áhrif á hve vel afkvæma- hópurinn kemur fyrir. Við útreikn- ing á kynbótamati nauta eru þessi áhrif hins vegar fjarlægð þar sem leiðrétt er fyrir gæðum mæðranna. Lærdómurinn er því: Horfðu fyrst og fremst á kynbótamatið en ekki áhrifín frá sýningunum þegar þú velur naut til notkunar.” Aðeins er rúmt ár síðan Danir tóku upp kynbótamat fyrir end- ingu líkt og við gerðum á þessu ári. Mikið efni hjá þeim er því til um það og margt, sem þar má lesa, mjög í takt við það sem Baldur hefúr verið að kynna fyrir okkar íslensku kýr. Duldir erfðagallar í ERLENDUM KYNJUM í SvÍÞJÓD Mikið af forvitnilegu efnu er í sænsku nautaskránni. Svíar em eins og Danir talsvert uppteknir af erfðagöllum. Duldir erfðagallar em sífellt að koma fram í erlendu kynjunum. I svartskjöldóttu kún- um hefúr verið nokkuð um slíka sjúkdóma sem hafa verið að uppg- vötast á síðustu ámm. Sumir þeir- ra tengjast þekktustu kynbóta- nautunum bandarísku frá síðustu tveimur eða þremur áratugum. Þeir hafa því sumir fengið feiki- lega mikla útbreiðslu og em sum- ir nánast alheimsvandamál. Sá nýjasti gengur undir skamm- stöfúninni CVM og var uppgvöt- aður í Danmörku fyrst árið 1999. Kálfar sem fæðast em vemlega vanskapaðir, en til viðbótar drepst talsverður hluti þeirra á fósturstigi og þessu fylgir því að talsvert er um að kýr séu að láta fóstri seint á meðgöngutímanum. Búið er að fínna DNA próf fyrir þessu og þess vegna em allir nautkálfar sem koma til greina sem stöðvamaut prófaðir. Þessu fylgir því umtals- vert tekjutap í dauðum kálfúm, lakari frjósemi, kostnaði við próf- un á nautkálfúm og visst brottfall þeirra. Danir benda á að þó að með slíkum nákvæmum prófúnum tak- ist tiltölulega hratt að eyða eigin- leikanum úr nautastofninum verði honum talsvert lengi viðhaldið ekki hvað síst í gegnum heima- nautanotkun. Einnig er umfjöllun um slíkan erfðavísi í rauðu kúnum sem nýlega hefúr fúndist og veldur því sem þeir kalla rækjubragði í mjólk. I sambandi við það hefúr aftur á móti komið upp það vanda- mál að vísindamennimir, sem uppgvötuðu erfðavísinn, hafa sótt um einkaleyfi á uppgvötuninni og því hefúr ræktunarfélagið ekki geta tekið upp almenna prófún á naut- unum. Svo virðist sem þetta einka- leyfismál hafi vakið upp spuming- ar um hvað vísindamönnum geti leyfst að skara eld að eigin köku með rannsóknum sem kostaðar em af almannfé og nýtt til rannsókn- anna að verulegum hluta gögn frá ræktunarfélögunum. TVÖ MJÓKURKÚAKYN í SvÍÞJÓÐ Tvö aðalkyn mjólkurkúa er að finna í Svíþjóð, rauðu kýmar sem 140 - Freyr 4/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.