Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 2
Ræktunarmenn og knapar ársins 2004
Uppskeruhátíð hesta-
manna var haldin 13.
nóvember sl. á skemmti-
staðnum Broadway. Mikill
fjöldi fólks sótti hátíðina svo
sem vant er. Þar voru að venju
verðlaunað ræktunarbú ársins.
Fagráð í hrossarækt tilnefnir
hverju sinni nokkur hrossaræktar-
bú sem þykja hafa skarað fram úr
á árinu. Eftirtalin bú og ræktendur
voru tilnefnd að þessu sinni:
Auðsholtshjáleiga, Gunnar Amar-
son og Kristbjörg Eyvindsdóttir.
Fet, Brynjar Vilmundarson og
Kristín Torfadóttir.
Holtsmúli I, Sigurður Sæmundsson
og fjölsk.
Hólaskóli, Hólum i Hjaltadal.
Kirkjubœr, Ágúst Sigurðsson og
Unnur Oskarsdóttir.
Litla-Tunga II, Vilhjálmur Þórar-
insson og Guðbjörg Olafsdóttir.
Miðsitja, Jóhann Þorsteinsson og
Sólveig Stefánsdóttir.
Oddhóll, Sigurbjöm Bárðarson og
Fríða Hildur Steinarsdóttir.
Sauðárkrókshestar, Sveinn Guð-
mundsson, Guðmundur Sveins-
son og fjölsk.
Þóroddsstaðir, Bjami Þorkelsson
og Margrét Hafliðadóttir.
Öll þessi bú náðu góðum árangri
á árinu og vom viðurkenningar af-
hentar á ráðstefnunni Hrossarækt
2004 sem fram fór í Súlnasal,
Hótel Sögu fyrr um daginn.
Á hátíðinni um kvöldið vom
Brynjar Vilmundarson og Kristín
Torfadóttir á Feti í Rangárþingi
útnefnd hrossaræktendur ársins
2004 en þau hlutu einnig þennan
titil 1997 og hafa verið tilnefnd
árlega síðan. Fet náði sem endra-
nær, á undanfömum ámm, glæsi-
legum árangri í kynbótasýning-
um, bæði hvað varðar góða ein-
staklinga og mikinn fjölda en 27
hross voru sýnd á árinu sem ein-
staklingar. Einnig hlaut Kraflar
frá Miðsitju í eigu búsins Sleipn-
isbikarinn; heiðursverðlaun fyrir
afkvæmi á landsmóti. Hitt er ekki
síður athyglivert að nánast öll þau
hross, sem sýnd vom frá Feti, em
aðeins fjögurra og fímm vetra
gömul og endurspeglast í því sú
skoðun ræktendanna að hrossin
eigi að koma snemma til og
standa fýrir sínu ung að ámm.
Hestafréttamenn velja þá knapa
sem þykja hafa skarað fram úr á
árinu.
Kynbótaknapi ársins var út-
Hrossaræktendur ársins 2004.
Brynjar Vilmundarson og Kristin
Torfadóttir.
nefndur Erlingur Erlingsson í
Langholti en hann náði mjög góð-
um árangri í kynbótasýningum árs-
ins og sýndi fjölda hrossa. Sérstak-
lega var árangur hans á landsmót-
inu afgerandi góður. Hann sýndi
efstu hryssur bæði í 4ra og 5 vetra
flokkum og hryssur í öðm sæti
bæði í hryssum 6 vetra og 7 vetra
og eldri, auk nokkurra annarra
hryssna sem náðu góðum árangri.
Efnilegasti knapinn var valin
Heiðrún Ósk Eymundsdóttir frá
Saurbæ í Skagafirði, skeiðknapi
ársins Sigurbjöm Bárðarson á Odd-
hóli, íþróttaknapi ársins Bjöm Jóns-
son á Vatnsleysu og gæðingaknapi
ársins Þorvaldur Ámi Þorvaldsson á
Hvoli. Daníel Jónsson á Neðra-Seli
var valinn knapi ársins en hann náði
afar góðum árangri í kynbótasýn-
ingum ársins, þó að sýning hans á
stóðhestinum Þóroddi frá Þórodds-
stöðum verði að teljast það sem upp
úr stendur þegar þeir uppskám ein-
kunnina 8,74 sem er hæsta einkunn
sem íslenskur stóðhestur hefur hlot-
ið í kynbótadómi.
GVA
Verðlaunaknapar árið 2004. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, Sigurbjörn
Bárðarson, Björn Jónsson, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Erlingur Erlingsson
og Daníel Jónsson.
| 2 - Freyr 11-12/2004