Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 2

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 2
Ræktunarmenn og knapar ársins 2004 Uppskeruhátíð hesta- manna var haldin 13. nóvember sl. á skemmti- staðnum Broadway. Mikill fjöldi fólks sótti hátíðina svo sem vant er. Þar voru að venju verðlaunað ræktunarbú ársins. Fagráð í hrossarækt tilnefnir hverju sinni nokkur hrossaræktar- bú sem þykja hafa skarað fram úr á árinu. Eftirtalin bú og ræktendur voru tilnefnd að þessu sinni: Auðsholtshjáleiga, Gunnar Amar- son og Kristbjörg Eyvindsdóttir. Fet, Brynjar Vilmundarson og Kristín Torfadóttir. Holtsmúli I, Sigurður Sæmundsson og fjölsk. Hólaskóli, Hólum i Hjaltadal. Kirkjubœr, Ágúst Sigurðsson og Unnur Oskarsdóttir. Litla-Tunga II, Vilhjálmur Þórar- insson og Guðbjörg Olafsdóttir. Miðsitja, Jóhann Þorsteinsson og Sólveig Stefánsdóttir. Oddhóll, Sigurbjöm Bárðarson og Fríða Hildur Steinarsdóttir. Sauðárkrókshestar, Sveinn Guð- mundsson, Guðmundur Sveins- son og fjölsk. Þóroddsstaðir, Bjami Þorkelsson og Margrét Hafliðadóttir. Öll þessi bú náðu góðum árangri á árinu og vom viðurkenningar af- hentar á ráðstefnunni Hrossarækt 2004 sem fram fór í Súlnasal, Hótel Sögu fyrr um daginn. Á hátíðinni um kvöldið vom Brynjar Vilmundarson og Kristín Torfadóttir á Feti í Rangárþingi útnefnd hrossaræktendur ársins 2004 en þau hlutu einnig þennan titil 1997 og hafa verið tilnefnd árlega síðan. Fet náði sem endra- nær, á undanfömum ámm, glæsi- legum árangri í kynbótasýning- um, bæði hvað varðar góða ein- staklinga og mikinn fjölda en 27 hross voru sýnd á árinu sem ein- staklingar. Einnig hlaut Kraflar frá Miðsitju í eigu búsins Sleipn- isbikarinn; heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti. Hitt er ekki síður athyglivert að nánast öll þau hross, sem sýnd vom frá Feti, em aðeins fjögurra og fímm vetra gömul og endurspeglast í því sú skoðun ræktendanna að hrossin eigi að koma snemma til og standa fýrir sínu ung að ámm. Hestafréttamenn velja þá knapa sem þykja hafa skarað fram úr á árinu. Kynbótaknapi ársins var út- Hrossaræktendur ársins 2004. Brynjar Vilmundarson og Kristin Torfadóttir. nefndur Erlingur Erlingsson í Langholti en hann náði mjög góð- um árangri í kynbótasýningum árs- ins og sýndi fjölda hrossa. Sérstak- lega var árangur hans á landsmót- inu afgerandi góður. Hann sýndi efstu hryssur bæði í 4ra og 5 vetra flokkum og hryssur í öðm sæti bæði í hryssum 6 vetra og 7 vetra og eldri, auk nokkurra annarra hryssna sem náðu góðum árangri. Efnilegasti knapinn var valin Heiðrún Ósk Eymundsdóttir frá Saurbæ í Skagafirði, skeiðknapi ársins Sigurbjöm Bárðarson á Odd- hóli, íþróttaknapi ársins Bjöm Jóns- son á Vatnsleysu og gæðingaknapi ársins Þorvaldur Ámi Þorvaldsson á Hvoli. Daníel Jónsson á Neðra-Seli var valinn knapi ársins en hann náði afar góðum árangri í kynbótasýn- ingum ársins, þó að sýning hans á stóðhestinum Þóroddi frá Þórodds- stöðum verði að teljast það sem upp úr stendur þegar þeir uppskám ein- kunnina 8,74 sem er hæsta einkunn sem íslenskur stóðhestur hefur hlot- ið í kynbótadómi. GVA Verðlaunaknapar árið 2004. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir, Sigurbjörn Bárðarson, Björn Jónsson, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Erlingur Erlingsson og Daníel Jónsson. | 2 - Freyr 11-12/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.