Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 34
Sumarexem, bitfluguof-
næmi í hrossum
Einangrun á ofnæmisvökum
Inngangur
Sumarexem er ofnæmi gegn
prótínum (vökum) sem berast í
hross við bit mýflugna af ættkvísl-
inni Culicoides (biting midges) en
tegundir af þeirri ættkvísl lifa ekki
á Islandi. Einungis ein mýtegund
bítur spendýr hér á landi en það er
bitmý sem er af ættkvíslinni
Simulium (black flies) (1).
Sumarexemið er í flestum til-
vikum ofnæmi af gerð I (Type I
hypersensitivity) en því fylgir
framleiðsla á þeim flokki mótefna
sem heitir IgE, einnig oft kölluð
ofnæmismótefni, losun á hista-
míni og fleiri bólguþáttum (mynd
2) (2).
Öll hrossakyn geta fengið of-
næmið og er það afar algengt í ís-
lenskum hestum sem fluttir eru úr
landi. Rannsóknir Sigríðar
Bjömsdóttur og fleiri sýna að um
helmingur þessara hesta fær sum-
arexem hafi þeir verið tvö ár eða
lengur á flugusvæðum og ekkert
eftir
Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur
Vilhjálm Svansson,
Tilraunastöð
Háskóla
Islands í
meinafræði
að Keldum
hefur verið gert til að verja þá
flugnabiti (3). Nýlegar rannsókn-
ir sem gerðar vom sem lokaprófs-
verkefni frá Hvanneyri benda til
þess að tíðnin í íslenskum hestum
fæddum í Þýskalandi sé mun
lægri eða um 10% við sambæri-
legar aðstæður (4).
Á Tilraunastöð Háskóla Islands
í meinafræði að Keldum fara fram
rannsóknir á sunrarexemi í hross-
um í samstarfi við Háskólann í
Bem í Sviss. Rannsóknimar em
styrktar af Framleiðnisjóði land-
búnaðarins, Rannís, Háskóla Is-
lands, Svissneska vísindasjóðnum
og fleirum.
Markmið rannsóknanna er að
finna og einangra ofnæmisvakana
sem valda sumarexeminu og finna
aðferðir til að fyrirbyggja og með-
höndla sumarexem. Verkefninu
má skipta gróft í þrjá þætti. 1)
Einangrun og greining á of-
næmisvökum úr Culicoides mý-
flugunni. 2) Þróun á tjáningarferj-
Mynd 1. Makki hests með sumarexem.Útbrot í húð vegna sumarexems
sjást oftast á makka, sterti og i sumum tilfeilum á baki og höfði. Útbrotin
geta náð yfir á lend og síður, en eru sjaldnar á kvið eða innanvert á lærum.
Húðbreytingum fylgir roði og bólga, seyting á gulleitum vökva og skorpu-
myndun. Þessu fylgir mikill kláði pannig að hesturinn nuddar af sér fax og
tagl og rífur sig jafnvel til blóðs. I langvinnum tilfellum þykknar húðin. Hestar
með sumarexem gróa yfirleitt sára sinna fullkomlega yfir veturinn en næsta
sumar fá þeir útbrot á ný og þá oft verri en árið áður, sé ekkert gert til að
verja þá fyrir flugunni (27).
134 - Freyr 11-12/2004