Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2004, Side 45

Freyr - 15.12.2004, Side 45
skipulagningu að mestu i höndum reiðkennslunefndar í samvinnu við Hólaskóla, deildimar og stjóm FT. Þeir félagar, sem sækja endur- menntunarnámskeið félagsins, munu fá einhvers konar merkingu við nafnið sitt í félagatal- i FT á heimasíðunni. Prófgráður FT Meistarapróf FT Enginn félagsmaður hefur þreytt meistarapróf félagsins í töluvert langan tíma. Nú hefur meistaraprófið verið uppfært og er það tilbúið á heima- síðu félagsins. Er það von félags- ins að hið nýja meistarapróf veki áhuga manna á að þreyta það á komandi misserum. Reiðkennari B Ekkert B-próf var haldið á árinu en ákveðið hefur verið að halda B-próf næsta haust. Háskólinn á Hólum Nemendur, sem luku prófstig- um á árinu: Sjá 9. tbl. Freys 2004, bls. 20- 23. LH ÞING Þing Landsambands hesta- manna var haldið dagana 29. og 30. október á Selfossi. Þingið sátu þrír fulltrúar frá FT, (ekki með atkvæðisrétt), það voru þau Páll Bragi Hólmarsson, Sig- urður Sigurðarson og Svanhvít Kristjánsdóttir. Helstu samþykktir og laga- breytingar vom: Að taka upp alþjóðlegar keppn- isreglur FIPO í íþróttakeppni á Is- landi. Að taka upp sömu reglur um fóta- og beislisbúnað í gæðinga- keppni og eru í FIPO. Ákveðið var að skipa nefnd sem markar stefnu um framtíðarval Landsmóts hestamanna. Tillaga var samþykkt þar sem hnykkt var á ábyrgð knapa um skráningu hrossa í keppni sem og afskráningu, einnig að reglum um keppnishesta sé íylgt. Önnur verkefni stjórnar Á ÁRINU Tillögur frá síðasta aðalfundi: 1. WorldFengur áskrift, það kom í ljós að mjög margir FT félagar vom með afslátt í gegnum önnur félög. Stjómin féll frá samningagerð fyrir FT vegna þessa. 2a. Siða- og agareglur FT: Nýjar reglur liggja fyrir þessum fúndi til samþykktar. 5. Dómaramál: FT hefur boðið báðum dómarafélögunum fag- lega aðstoð varðandi mennmn dómara. 9. Stjóm átti að kanna möguleika á Qamámi við Hólaskóla, farið hafa fram umræður um málið en langt er í land og verður málinu framhaldið á næsta ári. 10. Stjóm var falið að koma inn á heimasíðu félagsins völdum greinum sem áður hafa birst í tímaritum. Gengið hefur verið frá því að einn af félögum FT muni sinna þessu verkefni. * Undirbúningur er hafínn um aðkomu FT að einhvers konar mótahaldi þar sem útfærslan verður „keppni í reið- mennsku". * Stjóm lét hanna viðurkenning- arskjöl/diploma til handa þeim sem ljúka prófum við Hóla- skóla eða á vegum félagsins og vom þau aíhent í lyrsta skipti á Hólum síðastliðið vor. * Búið er að þýða kynningartexta félagsins á heimasíðunni á ensku og verður haldið áfram með það verk eftir áramót. * Sameiginlegur kynningarbæk- lingur var gerður fyrir lands- mótið með FH, LH og Hóla- skóla. Stefnt er að því að gera veglegan kynningarbækling á næsta ári um FT. * FT var boðin aðkoma að fag- nefnd LH sem í sitja fulltrúar frá íþrótta- og gæðingadómur- um Landssambands hesta- mannafélaga og kynbótadóm- urum. Þessari nefnd er ætlað að meta gæði gangtegunda. Stjórnarkjör Ur stjórn félagsins áttu að ganga á þessu ári: Atli Guðmundsson varaformað- ur, Svanhvít Kristjánsdóttir gjald- keri og Friðdóra Friðriksdóttir meðstjómandi. Þar sem Atli Guðmundsson gaf ekki kost á sér áfram var Friðdóra Friðriksdóttir kjörin varaformaður félagsins, Sigrún Olafsdóttir kom inn í stjóm og Hinrik Sigurðsson kom inn í varastjórn sem formað- ur suðurdeildar FT. Verdlaun og vidurkenningar Á ÁRINU Reiðmennskuverðlaun FT: A Landsmótinu í sumar hlaut Heiðrún Ósk Eymundsdóttir ásetuverðlaun FT. A Hólum hlaut Linnea Eriksson ásetuverðlaun FT. I fyrsta sinn var veittur bikar fyrir bestan ár- angur i frumtamningadeild, tamn- ingabikar FT og hann hlaut að þessu sinni Artemisa Bertus. A Hvanneyri hlaut Sigríður Ól- afsdóttir frá Víðidalstungu ásetu- verðlaun FT. Heidursverdlaun Á landsmótinu í sumar var Sigur- bjöm Bárðarson gerður að heiðurs- félaga FT og var honum afhent gull- merki félagsins við hátíðlega athöfii. SUDURDEILD FÉLAGS TAMNINGA- MANNA - ÁRSYFIRLIT 2004 Aðalfundur FT suðurdeildar var haldinn 2. desember 2003. Freyr 11-12/2004-45 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.