Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 68

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 68
Eru kampavínslitir til í ís- lenska hrossastofninum? Inngangur Islenski hrossastofninn býr yfir mikilli ijölbreytni í litum og innan hans má finna flesta liti sem þekkjast í hrossum og Qölmörg blæbrigði af hverjum lit. Islend- ingar hafa lengi haft næmt auga fyrir hrossalitum og flokkun lita og nafngiftir ífá gamalli tíð falla vel að erfðafræðilegri flokkun nú- tímans. Þessi glöggskyggni ís- lenska bóndans á liti hefur auð- veldað vísindamönnum litarann- sóknir, t.d. áttaði Stefán Aðal- steinsson (1974) sig fyrstur manna á áhrifum erfðavísis fyrir leirljós- um lit á rauðan og jarpan lit. Brúnn, jarpur og rauður litur eru oft kallaðir grunnlitir í hrossum. Margir litir eru með einhverjum hætti afleiddir af þessum litum. Þrír erfðavísar, sem deyfa grunn- litina, hafa til skamms tíma verið þekktir. í fyrsta lagi erfðavísir sem veldur því að rautt verður bleikt, jarpt verður bleikálótt og brúnt móálótt. í öðru lagi erfða- vísir sem veldur því að rautt og bleikt verður leirljóst og jarpt og bleikálótt moldótt. í þriðja lagi erfðavísir sem veldur því að jarpt verður jarpvindótt, bleikálótt bleikvindótt, brúnt móvindótt o.s.frv. Þessi erfðavísir hefur ekki áhrif á rauðan lit. Árið 1996 komu fram í Banda- ríkjunum kenningar um nýjan erfðavísi sem deyfir grunnlitina (Sponenberg & Bowling, 1996). Hann á að hafa svipuð áhrif og sá sem veldur leirljósu og moldóttu en litblærinn á að vera aðeins ann- ar og hann á alltaf að hafa áhrif á brúnan lit. Á ensku er liturinn nefndur „champagne” eða kampa- vínslitur. Þessi erfðavísir á að hafa áhrif á augnlit og húðlit. Folöldin fæðast með blá augu en þau dökkna með aldrinum og verða gul- eða móbrún. Húðin á að vera ljósari en á dökkum hrossum en dekkri en á hvítingjum og með málmgljáa. Þessi erfðavísir hefúr þau áhrif á brúnan lit að búkurinn verður fölbrúnn en fax, tagl og fætur með dökkbrúnni lit. Að mati Sponenbergs er þetta sá litur í kampavínshópnum sem auðveld- ast er að greina og lítil hætta er á að rugla honum við aðra hrossaliti. Áhrif þessa erfðavísis á jarpan lit eru þau að búkurinn verður gulur en fax, tagl og fætur brúnir. Fyrir tilstilli þessa erfðavísis verða rauðir og bleikir litir gulllitaðir. Hér á landi er til rauðbrúnn litur sem nefndur hefúr verið muskótt- ur, mórauður eða glóbrúnn. Einn- ig eru hér til moldótt hross með mórauðan lit á faxi og fótum en ekki svartan og svipar þannig til lýsingar Sponenbergs. I nýjustu bók sinni um hrossaliti setur Stef- án Aðalsteinsson (2001) fram þá hugmynd að þessir litir kunni að vera þeir sömu og áðumefndir kampavínslitir. Hann leggur til að þeir verði nefndir glólitir (gló- brúnn, glómoldóttur og glóbjart- ur). Á þessu ári var gerð athugun á því hvort svo væri eða hvort skýra mætti glólitina með öðram hætti. Itarlegri grein hefur verið gerð fyrir niðurstöðum annars staðar (Guðni Þorvaldsson, 2004). Efni og aðferdir Út frá upplýsingum í Veraldar- feng var tiðni einstakra lita í hrossastofninum skoðuð til að fá mynd af stöðu leirljósra, mold- óttra og glóbrúnna hrossa í sam- hengi við aðra liti. Notuð voru gögn um hross fædd á árabilinu 1984-2003 en það eru rúm hundr- að þúsund hross. Ákveðið var að nota þetta 20 ára tímabil, en ekki öll ár, þar sem stór hluti þess hóps hefur verið flokkaður eftir því litakerfí sem nú er notað hjá Bændasamtökunum. Líkt og með kampavínslitinn er- lendis er auðveldast að greina brúna afbrigðið (glóbrúnt) frá öðr- um litum og því var mest áhersla lögð á glóbrúna litinn. Samtímis var þó leitað að öðrum afbrigðum (glómoldóttu og glóbjörtu). Ver- aldarfengur var notaður við rann- sóknina eftir því sem upplýsingar í honum leyfa en auk þess var upp- lýsingum safnað rneðal hestafólks og með því að skoða hross. Farið var í skoðunarferðir um Borgar- Qörð, suður um land, allt austur í Vestur-Skaftafellssýslu og mörg hross skoðuð og ljósmynduð. Þegar þetta var unnið voru 327 glóbrún hross skráð í Feng. Ætt allra þessara hrossa var rakin og skoðað hvort þau tengdust hross- 168 - Freyr 11-12/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.