Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 36

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 36
Skimun fyrir ofnæmisvakagenum í genasafni úr Culicoides hvati Einangrun á mRNA úr flugum ----------> cDNA -------------> PCR með handahófs vísum -----► bútar settir á tjáningafeijur--------> genabútar tjáðir í bakteríum -------> bakteríu þyrpingar ræktaðar --------> þyrpingar skimaðar með sermi úr SE hesti Mynd 3. Skimun fyrir ofnæmisvakagenum i genasafni úr Culicoides. Einungis þyrpingar eða bönd í hlaupi sem binda IgE úr serminu eru áhugaverð (mynd 3). Tjáning og framleiðsla OFNÆMISVAKA Gen ýmissa ofnæmisvalda í fólki hafa verið klónuð og endur- röðuð prótín verið framleidd, s.s. úr birkifrjói (14), myglusveppum (15), köttum (16), moskítóflugum (13), æðvængjum (17) og fleiri tegundum (5). Við tjáningu vak- anna er mikilvægt að endurröðuð prótín séu brotin saman með brennisteinsbrúm á réttan hátt og hafí rétta sykrun eða fitun. Sér- staklega á þetta við um prótín- vaka, sem eru ekki samfelldir, eins og flestir vakar sem IgE binst. Endurröðuð prótín hafa ver- ið tjáð í mismunandi tjáningar- kerfum, jafnt í dreifkjömungum og heilkjörnungum. Algengustu tjáningarkerfm eru í bakteríum, t.d. E. coli. Slík kerfí eru auðveld í notkun og með mikla fram- leiðslugetu. Helsti galli prótín- framleiðslu í E. coli er að engin sykrun er í dreifkjömungum og að offramleiðsla á prótínum getur leitt til þess að þau em ekki rétt brotin saman og myndast geta óuppleysanlegir prótínkleggjar með enga líffræðilega virkni (18- 20). Gersveppa-, skordýra-, plöntu- og spendýrafrumur eru dæmi um tjáningarkerfi í heilkjömungum. Þar sem við viljum tjá gen úr skordýri liggur beinast við að nota tjáningarkerfi í skordýrafmmum. Baculoveirutjáningakerfi er mest notaða skordýrafrumukerfið en það byggir á baculoveimm sem ræktaðar em í skordýrafmmum (mynd 4). Baculoveimr em stórar tveggja þátta DNA skordýraveir- ur. Erfðaefni þeirra er ljölfaldað og umritað í kjama hýsilfmmu, veiru-DNAinu er pakkað í sta- flaga hylki. Stærð hylkjanna er mjög breytileg og þau geta því rúmað mikið utanaðkomandi DNA. Við fjölgun á villigerð bac- uloveiru em fyrri og seinni fasi. I fyrri fasa losa fmmumar veiru- agnir sem knappskjótast út úr frumunum. í seinni fasa myndast “hindraðar” (occluded) agnir sem safnast fyrir í kjama í miklum mæli, em 40-50% af heildarprót- ínum sýktu fmmanna og gera það að verkum að kerfið hentar vel fyrir tjáningu á utanaðkomandi prótínum (21). Ymsar leiðir em til að koma geninu, sem á að tjá, inn í baculo- veiruna. Þar sem baculoveimg- enomið er stórt þá er erfítt að setja gen beint inn á það. Við notum svokallað Bac-to-Bac kerfí þar sem notaður er sérstakur E.coli stofn (DHlOBac E.coli) sem inni- heldur baculoveim DNA, kallað bacmid. Genið, sem á að tjá, er fyrst sett á flutningsferju. Flutn- ingsferjan með geninu er síðan sett inn í DHlOBac E.coli og gen- ið af flutningsferjunni endurraðast inn bacmiðið í bakteríunum. Síð- an er gerð genainnleiðsla á skor- dýrafrumunum og í þeim verður veirufjölgun og uppsöfnun á end- urröðuðu prótíni. Endurraðaðar veirur eru svo notaðar til áfram- haldandi sýkingar á fmmum og framleiðslu prótína (mynd 4). Baculoveirukerfíð er mjög nyt- hátt og hentar vel fyrir tjáningu á prótínum úr skordýmm þar sem sykmn og önnur meðhöndlun á þeim eftir þýðingu ætti að líkjast því sem er í lífvemnni sjálffi. Of- næmisprótín úr skordýmm hafa verið framleidd i baculoveimkerfí með góðum árangri, þau hafa bundið IgE og sýnt sömu virkni og uppmnalegu próteinin (18, 20, 22). Ofnæmisvakar í Culicoides MÝFLUGUNNI Við höfum einangrað tvö gen úr Culicoides nubeculosus sem mögu- lega skrá fyrir ofnæmisvökum. Annað þessara gena er rCul n 1 genið sem er 237 basapör og hefúr 67-78% samsvömn í amínósýru- röð við P0 ribosomal prótín hjá öðmm tvívængjum en 57% sam- svömn við ribosomal prótein P0 myglusvepps (rAsp f 8). Tengsl ribósómal prótína við ofnæmi í 136 ■ Freyr 11 -12/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.