Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 48

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 48
Hestamiðstöð Islands, ársyfirlit 2004 r rið 2004 var síðasta heila starfsár Hestamið- stöðvar Islands ses., en tekin hefur verið ákvörðun um að leggja stofnunina niður eftir fimm ára starf, enda var í upp- hafi gert ráð fyrir að um væri að ræða tímabundið átaksverk- efni. Stofnfundur Hestamið- stöðvar íslands ses. var haldinn 9. desember 1999 og fyrsta starfsár var árið 2000. Þó svo að upphaflegum starfstíma hafi lokið um síðustu áramót, þá mun taka einhvern tíma að búa þannig um hnúta að form- lega sé hægt að loka stofnun- inni og mun því framkvæmda- stjóri verða áfram við störf fyrst um sinn. Það er vel við hæfi á þessum tímamótum að líta um öxl og skoða hvað var lagt upp með og hvað hefur áunnist á þessum fimm árum. Stofnendur Hestamiðstöðvar Islands voru forsætisráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, mennta- málaráðuneyti, samgönguráðu- neyti og Sveitarfélagið Skaga- fjörður og í skipulagsskrá segir m.a. að hlutverk stofnunarinnar sé “að beita sér fyrir átaki til gæðastýringar og eflingar fag- mennsku í hrossarækt, hesta- mennsku, hestaíþróttum og hestatengdri ferðaþjónustu” og markmið stofnunarinnar sé “að byggja upp sem mest af sjálf- stæðri starfsemi með starfi sínu og stuðningi. Hestamiðstöð Is- lands skal vinna að hlutverki sínu með því að veita styrki til verk- efni sem samrýmast markmiðum stofnunarinnar, með þátttöku í samstarfsverkefnum og með hlutatjárkaupum í fyrirtækjum í hestatengdri starfsemi”. Hlutafjárkaijp. Hml hefur keypt hlutafé í Flugu hf., sem á og rekur reiðhöllina Svaðastaði á Sauðárkróki, Is- lenskum hestasýningum ehf, sem stendur fyrir kynningu á íslenska hestinum fyrir ferðamenn, ís- lenskri hrossakynningu ehf, sem er eins konar gátt hestamennsk- unnar í Skagafirði, Eiðfaxa ehf. og Ishestum ehf. Samstarfsverkefni. Komið var á stigskiptu námi í hestamennsku, svokölluðu knapa- merkjakerfi, við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þetta var gert í samstarfí við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki og Hólaskóla. I samstarfi við Hólaskóla voru sett á laggimar tvö verkefni; ann- að var um gæðaátak á hrossarækt- arbúum og hitt um gæði í hesta- tengdri ferðaþjónustu. í samstarfi við LH og Bænda- samtök Islands var búið til tölvu- forrit sem kallast MótaFeng- ur/Kappi. Forrit þetta nýtist við skráningu og útreikninga á gæð- inga- og hestaíþróttakeppni og var forritið t.d. notað á síðasta Landsmóti hestamanna. Stofnað var Sögusetur ís- lenska hestsins á Hólum í Hjaltadal í samstarfi við Hóla- skóla og Byggðasafn Skagfirð- inga. Hlutverk Söguseturs er að skapa islenska hestinum veglegt eftir Ingimar Ingimarsson, safn um sögu hans og menn- ingu, búa í haginn fyrir rann- sóknir á sögu islenska hestsins og vera samnefnari fyrir sögu íslenska hestsins. Þess má geta að Sögusetur íslenska hestsins var meðútgefandi að hinu merka ritverki, “Islenski hesturinn”, sem kom út í árslok 2004 og styrkti Hestamiðstöð útgáfu bókarinnar. Styrkir. Fjölmargir styrkir hafa verið veittir á starfstíma Hmí og em hér tilgreindir þeir styrkþegar sem fengu kr. 200.000 eða meira. * Landsmót ehf. vegna LM 2002 og LM 2004. * Landssamband hestamannafé- laga vegna kortlagningar reið- vega. * Félag hrossabænda vegna málareksturs við þýsk tollayfir- völd. * Félag hrossabænda vegna heimsóknar bandaríska reið- kennarans og þjálfarans Lendon Gay til Islands árið 2004. * Hólaskóli og Fagráð í hrossa- rækt vegna eflingar rannsókna, þekkingar og fræðslu í hrossa- rækt og hestamennsku. * Embætti Umboðsmanns ís- lenska hestsins. 148 - Freyr 11-12/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.