Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 58
mörku, Finnlandi og Þýskalandi
með góðum árangri.
Ul’I’KUNAÆTTBÓK OG FLEIRA
WorldFengur átti í upphafí að
verða alþjóðlegur gagnagrunnur
um íslenska hestinn í aðildarlönd-
um FEIF. Ekki var talið raunhæft
markmið á fyrstu árum að gagna-
grunnurinn gæti orðið uppruna-
ættbók með öllum þeim skyldum
sem því fylgja. Nú er svo komið
að gerð er krafa til þess að World-
Fengur taki á sig skyldur upp-
runaættbókar og að aðildarfélög
FEIF geta nýtt sér kerfið ein-
göngu í vinnu sinni við skráningu
ættbókar. Það er þannig eitt af
fyrirliggjandi verkefnum að
styrkja WorldFeng í þessu sam-
bandi.
Öll aðildarlönd FEIF skrá ís-
land sem upprunaland íslenska
hestsins í ættbókarskrá Evrópu-
sambandsins. ísland þarf að inn-
leiða tilskipun nr. 90/427/EEC
frá Evrópusambandinu og upp-
fylla skilyrði reglugerða nr.
92/353/EEC og 92/354/ECC til
að fá Bændasamtök Islands skráð
inn í þessa skrá hjá Evrópusam-
bandinu. Noregur og Sviss, sem
ekki eru í Evrópusambandinu,
eru í skránni þar sem þessi lönd
hafa innleitt fyrrgreinda tilskip-
un. Þetta kom fram á fundi sem
Tone Kolnes, forseti FEIF, og Jón
Baldur Lorange, verkefnisstjóri
WorldFengs, áttu með dr. Kai-
Uwe Sprenger framkvæmda-
stjóra hjá Evrópuráðinu í Bruss-
els í síðasta mánuði. Einnig sátu
fundinn Guðmundur Sigþórsson
frá sendiráði íslands í Brussels
og Kristín Halldórsdóttir, skrá-
setjari IPZV í Þýskalandi. Til-
gangur fundarins var að kynna
FEIF og WorldFeng fyrir Evr-
ópusambandinu, fá upplýsingar
um reglur Evrópusambandsins
um skráningar í ættbækur og fá
upplýsingar um stöðu fyrirspurn-
ar íslands um viðurkenningu á ís-
landi sem upprunaland íslenska
hestsins. Dr. Sprenger ráðlagði
Islendingum að innleiða tilskipun
90/427/EEC til að tryggja stöðu
Bændasamtaka Islands, sem við-
urkennds ræktunarsambands, og
WorldFengs, sem upprunaætt-
bókar. I framhaldinu kom til um-
ræðu kvörtun skoska félagsins
SIHA um ójafna stöðu gagnvart
WorldFeng en það kom fram að
Evrópusambandið hefur ekkert
um það að segja þar sem Islands
er þriðja ríki gagnvart Evrópu-
sambandinu. Ef íslensk stjórn-
völd innleiddi áðumefnda tilskip-
un breyttist þetta og þá yrði að
fara yfír málið á nýjan leik.
Þá var farið yfir hin svonefndu
EU lífsnúmer eða einkvæm núm-
er fyrir hross sem sambandið er
með í umræðu að innleiða og eiga
að koma fram á hestavegabréfum.
Tilgangur þeirra er aðallega
heilsufarslegs eðlis (Animal He-
alth and Welfare) en ekki vegna
skráninga í ættbækur. Af orðum
dr. Sprengers að dæma er þvi ekk-
ert til fyrirstöðu að nota FEIF-ID
númerin áfram þar sem þau em
einkvæm á heimsvísu. Islensk
stjómvöld munu í samvinnu við
Bændasamtök Islands skoði kosti
og galla þess að innleiða tilskipun
Evrópusambandsins nr.
90/427/EEC. Staða íslands sem
upprunalands er óumdeild og
sama er að segja um WorldFeng
sem upprunaættbók íslenska
hestsins. Samningurinn um
WorldFeng við FEIF, alþjóðasam-
tök eigenda íslenska hestsins, og
samþykkt á alþjóðlegum ræktun-
armarkmiðum í fonni FIZO sem
öll aðildarlönd FEIF undirgangast
hefur tryggt stöðu Islands sem
upprunalands. Sama er að segja
um reglugerðina um upprunaland-
ið nr. 948/2002 sem inniheldur
ræktunarmarkmiðin úr FIZO og
FEIF hefur samþykkt.
Bændasamtök íslands voru
með bás á Landsmóti hesta-
manna á Hellu sumarið 2004.
Tvær tölvur voru tengdar á
staðnum við Intemetið og gátu
gestir og gangandi fengið upp-
lýsingar úr WorldFeng og aðra
aðstoð. Básinn var mjög vel sótt-
ur en starfsmenn voru Hallveig
Fróðadóttir, Kristín Halldórs-
dóttir, Þorberg Þ. Þorbergsson og
Jón Baldur Lorange.
Fyrirliggjandi verkefni
Meginverkefnið á næstunni er
að styrkja WorldFeng sem upp-
runaættbókarkerfi og bæta við
íþrótta- og gæðingakeppnum.
* Sameina MótaFeng við World-
Feng. Iþrótta- og gæðinga-
keppni fyrir Island.
* Ljúka við viðbót vegna skrán-
ingar og úrvinnslu á DNA sýn-
um frá rannsóknarstofum hér á
landi og erlendis.
* Utgáfa vegabréfa í öðrum
löndum en Islandi.
* Ný leitarsíða með samsettri leit
fyrir hross, kynbótadóma og
kynbótamat.
* “Andlitslyfting” á útliti til að
gera forritið einfaldara og not-
endavænna.
* Aðlögun vegna nýrrar útgáfu
af þróunartólinu JDeveloper
frá Oracle sem býður upp á
meiri möguleika. Uppfærsla úr
útgáfu 3.2 í útgáfu lOg.
* Sjúkdómaskráning til samræm-
is við reglugerð um skyldu-
merkingar búQár nr. 463/2003.
Skráning á spatti.
* Rafrænt skýrsluhald, þ.e. að
hrossaræktendur geti skráð
skýrsluhald beint í World-
Feng.
* Skilaboðaskjóða fyrir skrásetj-
ara, m.a. vegna beiðna um
grunnskráningu hrossa í öðmm
löndum.
* Víðtækari leitarmöguleikar.
* Flutningur upplýsinga um út-
| 58-Freyr 11-12/2004