Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 58

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 58
mörku, Finnlandi og Þýskalandi með góðum árangri. Ul’I’KUNAÆTTBÓK OG FLEIRA WorldFengur átti í upphafí að verða alþjóðlegur gagnagrunnur um íslenska hestinn í aðildarlönd- um FEIF. Ekki var talið raunhæft markmið á fyrstu árum að gagna- grunnurinn gæti orðið uppruna- ættbók með öllum þeim skyldum sem því fylgja. Nú er svo komið að gerð er krafa til þess að World- Fengur taki á sig skyldur upp- runaættbókar og að aðildarfélög FEIF geta nýtt sér kerfið ein- göngu í vinnu sinni við skráningu ættbókar. Það er þannig eitt af fyrirliggjandi verkefnum að styrkja WorldFeng í þessu sam- bandi. Öll aðildarlönd FEIF skrá ís- land sem upprunaland íslenska hestsins í ættbókarskrá Evrópu- sambandsins. ísland þarf að inn- leiða tilskipun nr. 90/427/EEC frá Evrópusambandinu og upp- fylla skilyrði reglugerða nr. 92/353/EEC og 92/354/ECC til að fá Bændasamtök Islands skráð inn í þessa skrá hjá Evrópusam- bandinu. Noregur og Sviss, sem ekki eru í Evrópusambandinu, eru í skránni þar sem þessi lönd hafa innleitt fyrrgreinda tilskip- un. Þetta kom fram á fundi sem Tone Kolnes, forseti FEIF, og Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri WorldFengs, áttu með dr. Kai- Uwe Sprenger framkvæmda- stjóra hjá Evrópuráðinu í Bruss- els í síðasta mánuði. Einnig sátu fundinn Guðmundur Sigþórsson frá sendiráði íslands í Brussels og Kristín Halldórsdóttir, skrá- setjari IPZV í Þýskalandi. Til- gangur fundarins var að kynna FEIF og WorldFeng fyrir Evr- ópusambandinu, fá upplýsingar um reglur Evrópusambandsins um skráningar í ættbækur og fá upplýsingar um stöðu fyrirspurn- ar íslands um viðurkenningu á ís- landi sem upprunaland íslenska hestsins. Dr. Sprenger ráðlagði Islendingum að innleiða tilskipun 90/427/EEC til að tryggja stöðu Bændasamtaka Islands, sem við- urkennds ræktunarsambands, og WorldFengs, sem upprunaætt- bókar. I framhaldinu kom til um- ræðu kvörtun skoska félagsins SIHA um ójafna stöðu gagnvart WorldFeng en það kom fram að Evrópusambandið hefur ekkert um það að segja þar sem Islands er þriðja ríki gagnvart Evrópu- sambandinu. Ef íslensk stjórn- völd innleiddi áðumefnda tilskip- un breyttist þetta og þá yrði að fara yfír málið á nýjan leik. Þá var farið yfir hin svonefndu EU lífsnúmer eða einkvæm núm- er fyrir hross sem sambandið er með í umræðu að innleiða og eiga að koma fram á hestavegabréfum. Tilgangur þeirra er aðallega heilsufarslegs eðlis (Animal He- alth and Welfare) en ekki vegna skráninga í ættbækur. Af orðum dr. Sprengers að dæma er þvi ekk- ert til fyrirstöðu að nota FEIF-ID númerin áfram þar sem þau em einkvæm á heimsvísu. Islensk stjómvöld munu í samvinnu við Bændasamtök Islands skoði kosti og galla þess að innleiða tilskipun Evrópusambandsins nr. 90/427/EEC. Staða íslands sem upprunalands er óumdeild og sama er að segja um WorldFeng sem upprunaættbók íslenska hestsins. Samningurinn um WorldFeng við FEIF, alþjóðasam- tök eigenda íslenska hestsins, og samþykkt á alþjóðlegum ræktun- armarkmiðum í fonni FIZO sem öll aðildarlönd FEIF undirgangast hefur tryggt stöðu Islands sem upprunalands. Sama er að segja um reglugerðina um upprunaland- ið nr. 948/2002 sem inniheldur ræktunarmarkmiðin úr FIZO og FEIF hefur samþykkt. Bændasamtök íslands voru með bás á Landsmóti hesta- manna á Hellu sumarið 2004. Tvær tölvur voru tengdar á staðnum við Intemetið og gátu gestir og gangandi fengið upp- lýsingar úr WorldFeng og aðra aðstoð. Básinn var mjög vel sótt- ur en starfsmenn voru Hallveig Fróðadóttir, Kristín Halldórs- dóttir, Þorberg Þ. Þorbergsson og Jón Baldur Lorange. Fyrirliggjandi verkefni Meginverkefnið á næstunni er að styrkja WorldFeng sem upp- runaættbókarkerfi og bæta við íþrótta- og gæðingakeppnum. * Sameina MótaFeng við World- Feng. Iþrótta- og gæðinga- keppni fyrir Island. * Ljúka við viðbót vegna skrán- ingar og úrvinnslu á DNA sýn- um frá rannsóknarstofum hér á landi og erlendis. * Utgáfa vegabréfa í öðrum löndum en Islandi. * Ný leitarsíða með samsettri leit fyrir hross, kynbótadóma og kynbótamat. * “Andlitslyfting” á útliti til að gera forritið einfaldara og not- endavænna. * Aðlögun vegna nýrrar útgáfu af þróunartólinu JDeveloper frá Oracle sem býður upp á meiri möguleika. Uppfærsla úr útgáfu 3.2 í útgáfu lOg. * Sjúkdómaskráning til samræm- is við reglugerð um skyldu- merkingar búQár nr. 463/2003. Skráning á spatti. * Rafrænt skýrsluhald, þ.e. að hrossaræktendur geti skráð skýrsluhald beint í World- Feng. * Skilaboðaskjóða fyrir skrásetj- ara, m.a. vegna beiðna um grunnskráningu hrossa í öðmm löndum. * Víðtækari leitarmöguleikar. * Flutningur upplýsinga um út- | 58-Freyr 11-12/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.