Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 63

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 63
Væntingar ræktenda ís- lenskra hesta í Þýska- landi til WorldFengs uðsýnilega eru vænting- ar ræktenda íslenska hestsins í Þýskalandi til WorldFengs ekki mjög miklar í augnablikinu, annars væri notkun á þessu gagnabanka- og upplýsingakerfi hrossaræktar- innar meiri. Sú staðreynd að aðeins fáir hrossaræktendur í Þýskalandi notfæra sér mögu- leika WorldFengs kemur greinilega í ljós, þegar litið er á fjölda þýskfæddra hrossa, sem nú eru skráð í WorldFeng og hann borinn saman við fjölda folalda sem árlega fæðast í Þýskalandi og bætast við hcild- arfjölda íslenskra hrossa þar í landi. Skráning þýskfæddra HROSSA SKAMMT Á VEG KOMIN Nú er búið að skrá um 2.500 þýskfædd íslensk hross í World- Feng. En íjöldi íslenskra hrossa í Þýskalandi er á bilinu 50-60 þús- und. A sama tíma er þar að finna stærsta ræktunarsvæði íslenska hestsins utan Islands. Nú eru rúm- lega 5.000 ræktunarhryssur á skrá hjá hrossaræktarsamböndum í Þýskalandi og árlega fæðast þar um 2.700 hreinræktuð íslensk fol- öld. Árið 2002 voru það nákvæm- lega 2.674 folöld. Af þeim íjölda hafa aðeins 13 folöld verið skráð í WorldFeng. Stundum segja tölur meira en orð. Við skulum velta aðeins fyrir okkur hvaða ástæður geta legið því að baki. Til að byrja með er nauðsynlegt að vita, að Þýskaland er sambandslýðveldi sem saman- stendur af sautján jafn réttháum sambandslöndum (Bundeslander). Sambandslöndin hafa falið þýsku ríkisstjóminni að fara með hluta af málefnum sínum en hafa sjálf eftir sem áður umsjón með eigin sérmálum. Hrossaræktin fellur undir búíjárrækt, sem ásamt menningar- og skólamálum til- heyrir málefnum, sem sambands- löndin sjá um sjálf. Fram á miðja síðustu öld hafði hrossarækt í öll- um löndum Mið-Evrópu hemað- arlega þýðingu. Á meðan á seinni heimstyrjöldinni stóð var notaður fjöldinn allur af dráttarhestum, í upphafí stríðsins var til riddaralið og fallbyssur vom dregnar af hest- um. Að sama skapi vom áhrif bú- ijárræktaryfirvalda á hrossarækt- ina mikil og þar með einnig á ræktun íslenska hestins í Þýska- landi. Þessu fylgdu bæði kostir og gallar. Til kosta má telja að al- mennar reglugerðir í hrossarækt- inni leiddu til þess að frá upphafi hefur skráning í ættbækur verið framkvæmd með hinni kunnu þýsku nákvæmni, þannig að þýskir upprunapappírar ná gæð- um raunverulegra vottorða. Auk þess var tiltölulega fljótt tekið upp það markmið að skrá aðeins hreinræktuð íslensk hross í ætt- bækur íslenska hestsins. í ætt- bækurnar voru aðeins þau hross eftir Winnfried Winnefeld, forseti IPZV í Þýskalandi skráð og skilgreind sem íslensk hross, sem hægt var að staðfesta að kæmu beint frá Islandi eða að hægt var að rekja alla ættliði þeirra til Islands. Það má vera að eitthvað hafi verið um rangfærsl- ur á upphafsárunum, en á síðustu 15 ámm hafa þær verið Ieiðréttar og öll hross ásamt forfeðrum þeirra tekin úr ættbók, ef ekki tókst að sanna að þau væru hrein- ræktuð. ÍSLENSK HROSS SKRÁÐ Í 15 MISMUNANDI ÆTTBÆKUR Eflaust hafið þið tekið eftir því að hér er alltaf talað um þýskar ættbækur en ekki eina ættbók is- lenska hestsins. Þama em komin neikvæð áhrif af framkvæmd bú- fjárræktarstefnunnar, í umsjón sambandslandanna. Hvert og eitt sambandsland, auk borganna Hamborgar og Bremen, halda eigin ættbók fyrir hross, þannig að þessir 732 íslensku stóðhestar og 5.518 hryssur, sem voru á skrá í Þýskalandi árið 2002 dreifast á alls 15 ættbækur. Það auðveldar Freyr 11-12/2004 - 63 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.