Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 24
Kynbótamat 2004
ins og undangengin ár
birtast hér í blaðinu nið-
urstöður kynbótamats
fyrir þau hross sem efst standa
í hverjum flokki fyrir sig. Við
flokkunina er beitt sömu aðferð
og venjulega þar sem stóðhest-
unum er deilt í flokka eftir ör-
yggi kynbótamatsins byggt á
fjölda dæmdra afkvæma.
Að þessu sinni er um þó nokkr-
ar endurbætur að ræða þar sem
bæði er búið að endurmeta alla
erfðastuðla, auk þess sem gögn
frá Norðurlöndunum liggja nú til
grundvallar en ekki bara íslenskir
dómar eins og verið hefur frá upp-
hafi. Hér á eftir verður farið að-
eins yfir þróunina hvað varðar út-
reikning kynbótamatsins og stikl-
að á helstu atriðum sem tengjast
þessu nýja mati.
BLUP AÐFERÐIN
Kynbótamat íyrir íslensk hross
er reiknað með BLUP aðferðinni
íýrir einstaklingslíkan. BLUP er
skammstöfun fyrir Best Linear
Unbiased Prediction sem þýðir
besta línulega óskekkta spá um
kynbótagildi gripanna út frá upp-
lýsingum um mælda eiginleika í
tiltækum gögnum og ættarupplýs-
ingum sem vega allan skyldleika
milli gripanna í gögnunum. BLUP
aðferðin getur leiðrétt fyrir áhrif-
um fastra umhverfisáhrifa sem
unnt er að skrá í gögnum og þann-
ig gert dóma ffá mismunandi ár-
um, aldursflokkum og kynferði
samanburðarhæfa. A seinustu ára-
tugum hefúr BLUP aðferðin skip-
að sér sess sem kjöraðferð við kyn-
bótamat búfjár um víða veröld.
BLUP aðferðinni fyrir einstak-
lingslíkan og samtímis mati á kyn-
bótagildi 10 tengdra eiginleika
sköpulags og hæfileika íslenskra
hrossa var fyrst beitt árið 1982.
Fyrstu árin voru niðurstöður
kynntar hesta- og ræktunarmönn-
um með fúndum og fjölrituðum
listum niðurstaðna og jafnframt
birtingu á röð efstu hrossa í tímarit-
inu Eiðfaxa. Aðferðin var fonnlega
tekin í notkun af Bændasamtökum
íslands (Búnaðarfélaginu) 1986,
sem síðan hefur annast og borið
ábyrgð á birtingu niðurstaðna.
Arið 1992 var gerð umfangsmik-
il endurnýjun á forritunum sem
notuð voru til útreikningana og
metnum tengdum mælieiginleik-
um fjölgað úr 10 í 14. Þá var kyn-
bótamati fyrir hæð á herðar einnig
bætt við. Góða lýsingu á BLUP
aðferðinni og notkun hennar í ís-
lenskri hrossarækt fram til 1992 er
að finna í grein Kristins Hugason-
ar (Kynbótamarkmið og kynbóta-
starf í hrossarækt. I ritinu ”Um
kynbætur hrossa” . Fræðslurit BI
nr. 9, 1992). A síðustu árum hef-
ur kynbótamat fyrir prúðleika á fax
og tagl, fet og hægt tölt bæst við.
Jafnframt varð ljóst að eldri og
yngri gögn voru ósamstæð og þörf
fyrir nýjar erfðagreiningar og þró-
un nýs reiknilíkans varð brýn.
Alþjóðlegt kynbótamat
FYRIR ÍSLENSK HROSS
Arið 2000 var gerður samning-
ur um samstarfsverkefni BI og
FEIF um uppbyggingu alþjóðlegs
gagnagrunns um íslensk hross
(WorldFengur). Eitt meginverk-
efnið innan WorldFengs er að
koma á alþjóðlegu kynbótamati
sem gerir samanburð á kynbóta-
hrossum, fæddum og sýndum í
mismunandi þjóðlöndum, mögu-
legan. I fyrstu atrenu er stefnt að
sameiginlegu kynbótamati fyrir
Norðurlönd sent síðan verður
fylgt eftir með kynbótamati sem
Ágúst Sigurðsson,
rektor
Land-
búnaðar-
háskóla
Islands
einnig byggir á FEIF dómum í
öðrum löndum.
Á árabilinu 1995-2001 varsam-
eiginlegt kynbótamat reiknað á
grundvelli íslenskra, danskra og
sænskra gagna og niðurstöður fyr-
ir hross, sem staðsett voru í Dan-
mörku og Svíþjóð, voru birtar
hvorar í sínu landi. Þar sem all-
mikið skorti á samræmingu gagn-
anna og röng fæðingamúmer vora
of algeng, einkum í sænsku gögn-
unum, var þessu hætt og Danir og
Svíar höfðu ekki aðgang að fersk-
um kynbótaeinkunnum fyrir hross
sín árin 2002 og 2003. Þetta var
afar bagalegt þar sem ræktendur í
þessum löndum höfðu vanist
notkun kynbótaeinkunnanna og
þær voru sýnilega lyftistengur í
ræktun þessara þjóða.
Gagnabanki WorldFengs, sem
er í örrí uppbyggingu undir styrkri
stjóm Jón Baldurs Lorange BI,
gefúr einstakt færi á sköpun virks
alþjóðlegs kynbótamats fyrir ís-
lensk hross. Árið 2003 fengu
undirritaðir það verkefni í hendur
að þróa slíkt kynbótamat. Verk-
efninu er ekki lokið en mikilvæg-
um áfanga er þó náð með Nor-
124-Freyr 11-12/2004