Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 47

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 47
fréttabréf ein og sér, en hefur komið upplýsingum á framfæri í fréttabréfi Félags tamningamanna sem og í gegnum net-miðla eins og eidfaxi.is o.fl. Námskeiðahald Eitt námskeið var haldið á ár- inu sem reyndar stóð yfir lung- ann af vetrinum. Kennari var meistari félagsins, Reynir Aðal- steinsson. Námskeiðið var þann- ig upp byggt að þátttakendur hittust alls 5 sinnum yfir vetur- inn. Kennt var á þriðjudags- kvöldum. Eingöngu var kennt í einkatímum, 30 - 40 mínútur í senn. Ymist liðu 2 eða 4 vikur á milli námskeiða sem þátttakend- ur höfðu til að æfa sig í reiðlist- inni. Námskeiðið var haldið að Hólum og í samstarfi við skól- ann, þannig að jafnframt var um að ræða símenntunarnámskeið af skólans hálfu. Megin kostur þessa samstarfs er sá að þannig opnast sá mögu- leiki að námskeiðið verði styrk- hæft frá Framleiðnisjóði land- búnaðarins. Þátttakendur fengu þannig hluta námskeiðsins nið- ur- eða endurgreiddan. Skólinn bauð einnig fram aðstöðu sína sem og að annast fjármálin. Það samstarf gekk nokkuð vel og kunnum við Hólaskóla þakkir fyrir. En jafnframt má alltaf gera betur og þá helst þannig að verkaskipting milli félagsins og skólans sé skýr. Námskeiðið fór mjög vel af stað, alls voru 7 manns sem byrjuðu undir handleiðslu meist- arans. Þegar líða fór á veturinn setti ýmislegt strik í reikninginn. Þátttakendur sumir hverjir mættu stopult og jafnvel án þess að láta vita af forföllum. Einnig varð að fresta einu skipti vegna veðurs. Við sumt verður ekki ráðið en félagið vill þakka Reyni kærlega fyrir framlag hans í vet- ur. Þátttakendur voru: Eyþór Einarsson, Hinrik Már Jónsson, Arndís Brynjólfsdóttir, Christi- ane Mainka, Ragnar Stefánsson, Nadia Nilsen og Dögg Jónsdótt- ir. Vetrarstarfið og ENDURMENNTUN Það helsta, sem er á döfinni næsta vetur, er námskeiðahald, auk annarra smærri viðburða eins og fræðslukvölda. Stefnt er á að halda öflugt þriggja helga nám- skeið fyrir félagsmenn. Við mun- um m.a. leita í smiðju meistara okkar Eyjólfs í vetur. Félagið ætlar að setja aukinn þrýsting á að okkar stærsta reið- höll á svæðinu, Svaðastaðir, gagnist betur fyrir þjálfun og tamningar. Ljóst má vera að gólfið í höllinni er illa bjóðandi fyrir faglega þjálfun og reið- kennslu hestamanna okkar. Einn- ig heyrast oft neikvæðar raddir um gólfið eftir keppnir og sýn- ingar. Það er áhyggjuefni fyrir fé- lagsmenn okkar að hestamanna- félagið Funi í Eyjafírði hefur tekið upp búning sem þannig er lýst: Blár reiðjakki með rauðum kraga og rauðu bindi, hvítar bux- ur við. Þessi búningur er með öðrum orðum eins og búningur Félags tamningamanna með reiðkennara og þjálfararéttindi C. Eini munur á þessum búning- um er merki á vinstra brjósti. Það merki er hins vegar ekki greini- legt nema í návígi séð framan frá. Að framangreindum ástæð- um ætti öllum að vera ljóst að ómögulegt er að greina félags- menn Funa frá okkar félags- mönnum nema við nákvæma skoðun. Við þetta missir félags- búningur okkar þá sérstöðu sem honum ber. Leita verður lausnar á þessu máli. Stjómin hefur nú á haustmánuð- um beitt sér fyrir að komið verði á keppni sem snúist að stærstum hluta um reiðmennsku og minna um getu á gangtegundum. Framtíðarsýn Virkni frjálsra félagasamtaka eins og FT-norður ræðst af virkni félagsmanna þeirra á að sjá um sí- menntun og standa vörð um hags- muni félagsmanna. Eg vil að hluti af þeim fjármunum sem norður- landsdeild FT hefur úr að spila verði notaður í hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sem og að endur- menntunarmálum. Við munum halda áfram að nýta okkur samstarf við mennta- stofnun eins og Hólaskóla því að þannig næst aðgangur að ljár- magni í gegnum Framleiðnisjóð sem nýtist félagsmönnum okkar beint. A stefnuskránni í vetur er samt sem áður að bjóða upp á fræðslukvöld og fyrirlestra fyrir alla hestamann og áhugafólk um hesta. Einnig er nauðsynlegt að horfa út fyrir landsteinana og halda áfram að reyna að nýta okkur þá gríðarlegu reynslu og þekkingu i hestamennsku sem til er í heiminum. I Norður- og Suð- ur-Ameríku er mikil hefð fyrir ganghestum og þjálfun þeirra á tölti. Einnig vitum við af þessum gríðarlega léttleika og snerpu sem einkennir kúrekareið- mennskuna. Þegar þessir þættir koma saman getur blandan orðið spennandi. Þórarinn Eymundsson. Ath! Nýtt heimilisfang FT Félag tamningamanna Bœndahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Sími: 563 0300 Netfang: ft@bondi. is Nýr starfsmaður FT: Kristín Helgadóttir vvwvi'. tamningamenn. is Freyr 11-12/2004 - 471
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.