Freyr - 15.12.2004, Side 35
Mynd 2. Sumarexem - ofnæmi af gerð I. Um leið og mýflugan sýgur blóð
spýtir hún inn prótinum. Þessi prótín vekja ofnæmissvar i sumum hestum.
Sýnifruma beinir ónæmissvarinu á Th2 braut með boðefnum og Th2 eitil-
fruman sendir B-eitilfrumum boð um að framleiða IgE mótefni sem eru sér-
virk fyrir fluguprótínið sem er þá ofnæmisvaki. IgE mótefnin bindast utan á
mastfrumur í húðinni. Þegar flugan stingur hest með ofnæmi og spýtir inn
ofnæmisvakanum þá hremma sérvirku IgE mótefnin utan á mastfrumum of-
næmsvakann en við bindinguna ræsast mastfrumurnar og losa út bólgu-
miðla, s.s. leukótrín og histamín (28).
um íyrir DNA bóluefni fyrir hesta
og prófun á ónæmisglæðum sem
beina svarinu frá ofnæmi. 3)
Rannsókn á ónæmissvari sem
veldur sumarexemi í hestum
þannig að hægt sé að meta árang-
ur af bólusetningu eða meðferó.
Einungis verður ijallað hér um
þátt 1), þ.e. einangrun og grein-
ingu á ofnæmisvökum.
ÓNÆMISVAKAR - OFNÆMISVAKAR
Ónæmisvakar eru sameindir,
sem vekja ónæmissvar, því að þær
eru framandi fyrir einstaklinginn.
Þessar sameindir eru oftast prótín.
Þegar ónæmisvakamir em hluti af
sýklum, s.s. veirum, bakteríum,
sveppum eða sníkjudýrum, greina
frumur ónæmiskerfísins ekki ein-
ungis óþekkt prótín heldur einnig
svokölluð hættumerki sem segir
að sýkill sé á ferð. Fmmur kerfis-
ins ræsast, ráða niðurlögum sýk-
ilsins og leggja hann á minnið til
að vera betur undirbúnar næst.
Einstaklingurinn hefur myndað
vamarsvar og minni gegn innrás-
araðilanum. Meinlausir vakar ber-
ast stöðugt inn um slímhúð önd-
unar- og meltingarfæra, t.d. prótin
í mat og því sem við öndum að
okkur. Þessir vakar vekja ekki eða
eiga ekki að vekja hættumerki og
í eðlilegu ástandi svarar ónæmis-
kerfíð ekki á þá heldur myndar
þol (tolerance) gegn þeim. í sum-
um einstaklingum myndast ekki
þetta þol heldur ónæmissvar sem
beinist í átt að IgE framleiðslu og
ofnæmi. Vakinn er þá orðinn of-
næmisvaki í þessum einstakling-
um.
Ofnæmisvakar í bitflugum
Fjöldi ónæmisvaka, bæði úr
flóm og fánu, geta valdið ofnæm-
isviðbrögðum í mönnum og dýr-
um. Ofnæmisviðbrögð framkall-
ast af snertingu, stungu, biti
og/eða innöndun á ofnæmisvök-
um (5). Ættkvíslinni Culicoides
tilheyra a.m.k. 1400 tegundir.
Rannsóknir hafa sýnt að hestar
með sumarexem svara á sameig-
inlega ofnæmisvaka í Culicoides
tegundum í húðprófum (6,7). Lík-
legt má telja að ofnæmisvaka
sumarexems sé að finna í bit-
vökva flugnanna en IgE mótefni í
sermi sumarexemshesta bindast
vökum í munnvatnskirtlum og
þörmum mýflugunnar (8). Cul-
icoides ofnæmi er ekki þekkt í
fólki en menn geta fengið ofnæmi
gegn moskítóflugum sem einnig
eru bitflugur. Þekktar eru 2-3 þús-
und tegundir af moskítóflugum í
mörgum ættkvíslum. Einstakling-
ar með moskítóofnæmi sýna ekki
ofnæmisviðbrögð séu þeir bitnir
af moskítóflugum með sundur-
skorna munnvatnsganga sem
bendir til þess að ofhæmisvakana
sé aðallega að finna í bitvökva
flugnanna (9). Líkt og Culicoides
virðast moskítótegundir hafa sam-
eiginlega ofnæmisvaka en einnig
hafa fundist tegundasértækir of-
næmisvakar (10). I einni algeng-
ustu moskítótegundinni, Aedes
aegypti, hafa greinst um tuttugu
prótín í bitvökva, átta þeirra binda
IgE úr fólki með moskítóofnæmi,
þ.e. eru ofnæmisvakar (11). Gen
sex bitvökvaprótína hafa verið
klónuð og tjáð í prótín, þrjú þeirra
binda IgE og fínnast í mismun-
andi moskítótegundum (9,12,13).
Samkvæmt niðurstöðum okkar
virðast ofnæmisvakar í Culicoi-
des, sem valda sumarexemi, vera
af svipuðum Qölda eða u.þ.b. átta.
Tvær leiðir eru notaðar til að
einangra ofnæmisvaka úr Culicoi-
des, 1) finna genið sem skráir fyr-
ir prótininu í genasafni, 2) finna
prótínið sjálft með aðgreiningu
prótína úr munnvatnskirtlum
flugnanna í rafdrætti á hlaupi.
Bakteríuþyrpingar, sem tjá gen úr
genasafninu, og rafdráttarhlaupin
eru skimuð fyrir ofnæmisvökum
með sermi úr sumarexemshestum.
Freyr 11-12/2004 - 351