Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 66

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 66
Sögusetur íslenska hestsins Aliönu ári skiptust á skin og skúrir í annars stuttri sögu Söguseturs íslcnska hestsins. Sögusetrið hélt í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands námskeið um islenska hestinn - sögu hans og menningu. Var til þess vandað og mæltist það vel fyrir. Þama vom haldnir fyrir- lestrar um sögu reiðtygja á Is- landi, sögu kynbóta, um hestinn í islenskum bókmenntum, þjóðtrú og þjóðmenningu, urn liti og önn- ur einkenni og um gangtegundir íslenska hestsins og mismunandi skilgreiningar á þeim. Auk undir- ritaðs, voru fyrirlesarar þeir Þórð- ur Tómasson, safnstjóri Byggða- safnsins í Skógum, Dr. Stefán Að- alsteinsson og Kristinn Hugason, fv. hrossaræktarráðunautur. Sögusetrið var meðútgefandi að hinu mikla ritverki Gísla B. Beisliskjálkar úr horni sem varð- veittir eru í Byggðasafninu i Skóg- um. (Ljósm. Björn Kristjánsson). Bjömssonar og Hjalta Jóns Sveins- sonar, Islenski hesturinn. Þama er um að ræða langstærsta og yfir- gripsmesta verk sem út hefúr kom- ið um íslenska hestinn. Þar er fjall- að um nær allt sem viðkemur hest- inum; uppruna hans, sögu, notkun, eiginleika, liti, lifnaðarhætti og hæfileika, en einnig hlutverk hans í daglegu lífi, á ferðalögum og í skáldskap og listurn, auk hins ótrú- lega landnáms hans erlendis. Bók- in er afar glæsileg, í stóm broti og ríkulega myndskreytt. í tengslum við útgáfú þessarar bókar og Landsmót 2004, setti Sögusetrið ásamt Eddu-útgáfu upp nokkuð viðamikla sýningu á Hellu, þar sent voru myndir úr bókinni, en einnig munir og myndir sem tengdust hesta- mennsku fyrr á öldum og fengnir voru frá Byggðasafninu í Skóg- um og Byggðasafni Amesinga, auk þess sem kom frá Sögusetrinu sjálfu. Var þessi sýning ágætlega sótt, sérstaklega yfir landsmóts- dagana, og þótti heppnast vel. A fymi hluta ársins var unnið að rannsóknum á íslenskunt stanga- mélum og þróun þeirra frá því að þau korna fyrst til sögunnar hér á landi. Er þetta afar áhugavert viðfangefni enda hafa íslensk stangamél töluverða sérstöðu miðað við það sem þekkist í lönd- unum í kring um okkur, bæði hvað varðar útlit og lögun, og ekki síður hvað varðar notkun. I tengslum við þessa rannsókn var farið víða um land og leitað fanga bæði á söfnum og hjá einkaaðil- um. Var töluvert miklu myndefni safnað og hluti af því var til sýnis á fyrmefndri sýningu á Hellu og síðar á lítilli sýningu sem sett var upp á Hólum í Hjaltadal. Því mið- ur gafst ekki ráðrúm né fé til þess að halda þessari rannsókn áfram og ljúka henni; það verður að bíða betri tíma. Sögusetur íslenska hestsins hef- ur allt frá upphafi verið samvinnu- verkefni Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Hestamiðstöðvar íslands og allan þann tíma hefur Hestamiðstöðin staðið ijárhags- lega undir starfsemi Söguseturs- ins með því að kosta laun eins starfsmanns. Þessi fjárframlög voru þó einungis til skamms tíma og því ljóst að ef halda ætti starf- seminni áfram, þá yrði að finna framtíðarijármögnun annars stað- ar. Þrátt fýrir mjög ítrekaðar til- raunir og viss fyrirheit tókst það því rniður ekki og þvi var ljóst eft- ir mitt ár 2004 að nauðsynlegt yrði að hætta starfsemi Söguset- ursins, a.m.k. urn stundarsakir eða þangað til frekara fjármagn feng- ist. Lét undirritaður af störfum á haustdögum. Undanfarin tvö ár, sem undirrit- aður hefúr starfað sem forstöðu- maður Söguseturs íslenska hests- ins, hafa verið afar lærdómsrík og skemmtileg. Þrátt fýrir að fjár- skortur hafi frá upphafi háð starf- seminni nokkuð hefúr margt verið gert og oft tekist ágætlega. Ymis- legt stendur eftir, m.a. þær sýning- ar, málþing og fýrirlestrar sem sögusetrið hefúr staðið fýrir sem og ofangreint námskeið, bókin “ís- J 66 - Freyr 11-12/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.