Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2004, Page 66

Freyr - 15.12.2004, Page 66
Sögusetur íslenska hestsins Aliönu ári skiptust á skin og skúrir í annars stuttri sögu Söguseturs íslcnska hestsins. Sögusetrið hélt í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands námskeið um islenska hestinn - sögu hans og menningu. Var til þess vandað og mæltist það vel fyrir. Þama vom haldnir fyrir- lestrar um sögu reiðtygja á Is- landi, sögu kynbóta, um hestinn í islenskum bókmenntum, þjóðtrú og þjóðmenningu, urn liti og önn- ur einkenni og um gangtegundir íslenska hestsins og mismunandi skilgreiningar á þeim. Auk undir- ritaðs, voru fyrirlesarar þeir Þórð- ur Tómasson, safnstjóri Byggða- safnsins í Skógum, Dr. Stefán Að- alsteinsson og Kristinn Hugason, fv. hrossaræktarráðunautur. Sögusetrið var meðútgefandi að hinu mikla ritverki Gísla B. Beisliskjálkar úr horni sem varð- veittir eru í Byggðasafninu i Skóg- um. (Ljósm. Björn Kristjánsson). Bjömssonar og Hjalta Jóns Sveins- sonar, Islenski hesturinn. Þama er um að ræða langstærsta og yfir- gripsmesta verk sem út hefúr kom- ið um íslenska hestinn. Þar er fjall- að um nær allt sem viðkemur hest- inum; uppruna hans, sögu, notkun, eiginleika, liti, lifnaðarhætti og hæfileika, en einnig hlutverk hans í daglegu lífi, á ferðalögum og í skáldskap og listurn, auk hins ótrú- lega landnáms hans erlendis. Bók- in er afar glæsileg, í stóm broti og ríkulega myndskreytt. í tengslum við útgáfú þessarar bókar og Landsmót 2004, setti Sögusetrið ásamt Eddu-útgáfu upp nokkuð viðamikla sýningu á Hellu, þar sent voru myndir úr bókinni, en einnig munir og myndir sem tengdust hesta- mennsku fyrr á öldum og fengnir voru frá Byggðasafninu í Skóg- um og Byggðasafni Amesinga, auk þess sem kom frá Sögusetrinu sjálfu. Var þessi sýning ágætlega sótt, sérstaklega yfir landsmóts- dagana, og þótti heppnast vel. A fymi hluta ársins var unnið að rannsóknum á íslenskunt stanga- mélum og þróun þeirra frá því að þau korna fyrst til sögunnar hér á landi. Er þetta afar áhugavert viðfangefni enda hafa íslensk stangamél töluverða sérstöðu miðað við það sem þekkist í lönd- unum í kring um okkur, bæði hvað varðar útlit og lögun, og ekki síður hvað varðar notkun. I tengslum við þessa rannsókn var farið víða um land og leitað fanga bæði á söfnum og hjá einkaaðil- um. Var töluvert miklu myndefni safnað og hluti af því var til sýnis á fyrmefndri sýningu á Hellu og síðar á lítilli sýningu sem sett var upp á Hólum í Hjaltadal. Því mið- ur gafst ekki ráðrúm né fé til þess að halda þessari rannsókn áfram og ljúka henni; það verður að bíða betri tíma. Sögusetur íslenska hestsins hef- ur allt frá upphafi verið samvinnu- verkefni Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Hestamiðstöðvar íslands og allan þann tíma hefur Hestamiðstöðin staðið ijárhags- lega undir starfsemi Söguseturs- ins með því að kosta laun eins starfsmanns. Þessi fjárframlög voru þó einungis til skamms tíma og því ljóst að ef halda ætti starf- seminni áfram, þá yrði að finna framtíðarijármögnun annars stað- ar. Þrátt fýrir mjög ítrekaðar til- raunir og viss fyrirheit tókst það því rniður ekki og þvi var ljóst eft- ir mitt ár 2004 að nauðsynlegt yrði að hætta starfsemi Söguset- ursins, a.m.k. urn stundarsakir eða þangað til frekara fjármagn feng- ist. Lét undirritaður af störfum á haustdögum. Undanfarin tvö ár, sem undirrit- aður hefúr starfað sem forstöðu- maður Söguseturs íslenska hests- ins, hafa verið afar lærdómsrík og skemmtileg. Þrátt fýrir að fjár- skortur hafi frá upphafi háð starf- seminni nokkuð hefúr margt verið gert og oft tekist ágætlega. Ymis- legt stendur eftir, m.a. þær sýning- ar, málþing og fýrirlestrar sem sögusetrið hefúr staðið fýrir sem og ofangreint námskeið, bókin “ís- J 66 - Freyr 11-12/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.