Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 50

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 50
Alþjóðleg ráðstefna um sjúk- dóma í íslenska hestinum r aðdraganda Landsmóts hestamanna sl. í sumar hélt Dýralæknafélag Islands tveggja daga alþjóðlega vís- indaráðstefnu um hrossasjúk- dóma með áherslu á þá sjúk- dóma sem greinst hafa í ís- lcnska hestinum. Auk þess að vera mikilvægur þáttur í endurmenntun íslenskra dýralækna var tilgangur ráðstefn- unnar að safna saman og miðla þeirri þekkingu sem byggst hefur upp hér á landi og erlendis um sjúkdóma og aðra líffræðilega þætti hjá íslenska hestinum og bera saman við þekkingu á öðrum hrossakynjum. Eðlilegt er að sú upplýsingamiðlun komi frá Is- landi, upprunalandi íslenska hestsins. Þátttaka var mjög góð. Alls sóttu 110 manns ráðstefnuna sem haldin var á Hótel Selfossi. Þar af voru flestallir dýralæknar landsins sem sinna hrossalækningum, auk annars fagfólks, alls 60 manns og 50 erlendir þátttakendur, flestir dýralæknar. Fjórum fyrirlesurum var sér- staklega boðið að halda erindi á ráðstefnunni en alls héldu 16 manns 24 fyrirlestra og 8 vegg- spjöld voru til sýnis. Gefið var út ráðstefnuhefti með útdráttum úr erindunum og því efni, sem var á veggspjöld- um, og segja má að þar hafi ver- ið safnað saman niðurstöðum úr stórurn liluta þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á íslenska hestinum. Þrjú megin efni voru til um- ræðu: Fótasjúkdómar, smitsjúk- dómar og sumarexem. Hér verður gefin örstutt innsýn í nokkra af þeim fyrirlestrum sem haldnir voru um fótasjúkdóma þar sem áhersla var lögð á spatt. Til frekari upplýsinga er hægt að nálgast ráðstefnuheftið (á ensku) hjá Dýralæknafélagi Islands. Almennt um fótasjúkdóma í HESTUM Fyrirlestur dr. Ab. Barneveld Ráðstefnan hófst með fyrirlestri Dr. Ab Bameveld frá dýralækna- deild Háskólans í Utrecht í Hol- landi sem bar yfirskriftina “To move or too late”. I inngangi kom fram að stoð- kerfíð er það líffærakerfí sem mest mæðir á hjá hrossum og skaðar í því koma helst niður á endingu hrossa af öllum hrossa- kynjum. Slitgigt er sá sjúkdómur sem veldur þar mestu tjóni vegna þess að brjósk, sem einu sinni hef- ur skaddast, grær aldrei fullkom- lega. Hið íjaðurmagnaða milliefni brjósksins þroskast og mótast að miklu leyti á fyrstu mánuðum æv- innar og er þroski þess háður þeim þrýstingi sem dreifist um liðina við hreyfingu og álag. Þannig verður lífefnafræðileg samsetning brjósksins breytileg milli álags- svæða innan liða til að mæta þeim þrýstingi sem þar er að vænta. A meðan bein eru að endurmótast allt lífið hefur brjóskið afar tak- markaða hæfileika til að bregðast við breyttu álagi þar sem kollag- en-netverk brjósksins breytist ekki eftir að það mótast í frum- bemsku. Því má segja að brjóskið aðlagist álagi aðeins einu sinni á lífsleiðinni og því er hreyfing afar eftir Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossa- sjúkdóma, Hólum í Hjaltadal mikilvæg folöldum og trippum. Dr. Barneveld kynnti niðurstöð- ur nokkurra rannsókna á folöldum frá annarri viku ævinnar og upp í 18 mánaða, auk þess sem hluta hrossanna var íylgt eftir til fimm ára aldurs. Niðurstöðumar benda allar í sömu átt, þ.e. að sú hreyfing sem fylgir þvi að folöld ganga frjáls í haga með móður sinni er nauðsynleg þroska liðanna og var- færin, stigvaxandi þjálfun því til viðbótar virðist bæta liðheilbrigði hrossa seinna meir. Hins vegar kom frarn að auðvelt er að þjálfa of mikið og getur það hæglega leitt til varanlegs tjóns. A sama hátt er ljóst að of lítil hreyfmg á folöldum kemur niður á styrkleika brjósksins sem ekki er hægt að vinna upp síðar. Mikil þörf er á frekari rann- sóknum á þessu sviði til að gefa nánari leiðbeiningar um heppilega hreyfmgu og þjálfun folalda og trippa. Ef heimfæra á þessa þekkingu upp á íslenskar aðstæður má telja líklegt að gott liðheilbrigði ís- lenska hestsins, að undanskildu spatti sem íjallað verður um síðar, megi að einhverju leyti rekja til þess að folöld stíga sín fyrstu spor nær undantekningarlaust úti í nátt- 150 - Freyr 11-12/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.