Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2004, Page 50

Freyr - 15.12.2004, Page 50
Alþjóðleg ráðstefna um sjúk- dóma í íslenska hestinum r aðdraganda Landsmóts hestamanna sl. í sumar hélt Dýralæknafélag Islands tveggja daga alþjóðlega vís- indaráðstefnu um hrossasjúk- dóma með áherslu á þá sjúk- dóma sem greinst hafa í ís- lcnska hestinum. Auk þess að vera mikilvægur þáttur í endurmenntun íslenskra dýralækna var tilgangur ráðstefn- unnar að safna saman og miðla þeirri þekkingu sem byggst hefur upp hér á landi og erlendis um sjúkdóma og aðra líffræðilega þætti hjá íslenska hestinum og bera saman við þekkingu á öðrum hrossakynjum. Eðlilegt er að sú upplýsingamiðlun komi frá Is- landi, upprunalandi íslenska hestsins. Þátttaka var mjög góð. Alls sóttu 110 manns ráðstefnuna sem haldin var á Hótel Selfossi. Þar af voru flestallir dýralæknar landsins sem sinna hrossalækningum, auk annars fagfólks, alls 60 manns og 50 erlendir þátttakendur, flestir dýralæknar. Fjórum fyrirlesurum var sér- staklega boðið að halda erindi á ráðstefnunni en alls héldu 16 manns 24 fyrirlestra og 8 vegg- spjöld voru til sýnis. Gefið var út ráðstefnuhefti með útdráttum úr erindunum og því efni, sem var á veggspjöld- um, og segja má að þar hafi ver- ið safnað saman niðurstöðum úr stórurn liluta þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á íslenska hestinum. Þrjú megin efni voru til um- ræðu: Fótasjúkdómar, smitsjúk- dómar og sumarexem. Hér verður gefin örstutt innsýn í nokkra af þeim fyrirlestrum sem haldnir voru um fótasjúkdóma þar sem áhersla var lögð á spatt. Til frekari upplýsinga er hægt að nálgast ráðstefnuheftið (á ensku) hjá Dýralæknafélagi Islands. Almennt um fótasjúkdóma í HESTUM Fyrirlestur dr. Ab. Barneveld Ráðstefnan hófst með fyrirlestri Dr. Ab Bameveld frá dýralækna- deild Háskólans í Utrecht í Hol- landi sem bar yfirskriftina “To move or too late”. I inngangi kom fram að stoð- kerfíð er það líffærakerfí sem mest mæðir á hjá hrossum og skaðar í því koma helst niður á endingu hrossa af öllum hrossa- kynjum. Slitgigt er sá sjúkdómur sem veldur þar mestu tjóni vegna þess að brjósk, sem einu sinni hef- ur skaddast, grær aldrei fullkom- lega. Hið íjaðurmagnaða milliefni brjósksins þroskast og mótast að miklu leyti á fyrstu mánuðum æv- innar og er þroski þess háður þeim þrýstingi sem dreifist um liðina við hreyfingu og álag. Þannig verður lífefnafræðileg samsetning brjósksins breytileg milli álags- svæða innan liða til að mæta þeim þrýstingi sem þar er að vænta. A meðan bein eru að endurmótast allt lífið hefur brjóskið afar tak- markaða hæfileika til að bregðast við breyttu álagi þar sem kollag- en-netverk brjósksins breytist ekki eftir að það mótast í frum- bemsku. Því má segja að brjóskið aðlagist álagi aðeins einu sinni á lífsleiðinni og því er hreyfing afar eftir Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossa- sjúkdóma, Hólum í Hjaltadal mikilvæg folöldum og trippum. Dr. Barneveld kynnti niðurstöð- ur nokkurra rannsókna á folöldum frá annarri viku ævinnar og upp í 18 mánaða, auk þess sem hluta hrossanna var íylgt eftir til fimm ára aldurs. Niðurstöðumar benda allar í sömu átt, þ.e. að sú hreyfing sem fylgir þvi að folöld ganga frjáls í haga með móður sinni er nauðsynleg þroska liðanna og var- færin, stigvaxandi þjálfun því til viðbótar virðist bæta liðheilbrigði hrossa seinna meir. Hins vegar kom frarn að auðvelt er að þjálfa of mikið og getur það hæglega leitt til varanlegs tjóns. A sama hátt er ljóst að of lítil hreyfmg á folöldum kemur niður á styrkleika brjósksins sem ekki er hægt að vinna upp síðar. Mikil þörf er á frekari rann- sóknum á þessu sviði til að gefa nánari leiðbeiningar um heppilega hreyfmgu og þjálfun folalda og trippa. Ef heimfæra á þessa þekkingu upp á íslenskar aðstæður má telja líklegt að gott liðheilbrigði ís- lenska hestsins, að undanskildu spatti sem íjallað verður um síðar, megi að einhverju leyti rekja til þess að folöld stíga sín fyrstu spor nær undantekningarlaust úti í nátt- 150 - Freyr 11-12/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.