Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 25

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 25
ræna kynbótamatinu sem nú er aðgengilegt á netinu gegnum WorldFeng. Verkefnið hefur falið í sér umfangsmiklar tölfræði- greiningar á ættarskrám og gögn- um um kynbótadóma frá íslandi og hinum Norðurlöndunum. Nið- urstöður sýna að ættartengingar eru mjög góðar milli landanna og skyldleiki hrossa er nánast sá sami milli sem innan landa. Orsökin er náttúrulega hið öra flæði erfðaefn- is frá Islandi. Mismunur á dóm- um milli Islands og hinna Norður- landanna er óverulegur enda hafa íslenskir dómarar oftast verið með í dómnefndum. Hins vegar kom í Ijós að breytileiki og arfgengi dæmdra eiginleika breyttist veru- lega kringum 1990 svo að eðlileg- ast er að skilgreina sömu eigin- leika sem tvo mismunandi eigin- leika eftir því hvort dómur átti sér stað fyrir eða eftir 1990. Bæði arfgengi og dreifni flestra eigin- leikanna jókst að mun eftir 1990. Vegna þessa fá eldri dómar nú minna vægi í kynbótamatinu en áður var. Töflur með öllum erfða- stuðlum (arfgengi, dreifni, svip- farsfylgni og erfðafylgni) verða birtar á WorldFeng (www.world- fengur.com). Þessi fjölgun eigin- leikanna, sem nú eru innifaldir í kynbótamatinu, felur einnig í sér mun flóknara reiknilíkan sem nauðsynlegt var að finna hugvit- sama lausn á. Reiknilíkanið má nokkuð ein- faldað fyrir sérhvern eiginleika skrifa sem: dómseinkunn = föst hrif dóms- lands og sýningarárs + föst hrif kynferðis og aldursflokks + slembi- dreifð kynbótagildi gripanna + slembidreifð umhverftsáhrif (sem ekki er hœgt að leiðrétta fyrir). Allar dómseinkunnir eru frá þeim dómi er hrossið náði hæstri aðaleinkunn samkvæmt núverandi vægisstuðlum við kynbótadóma. Fyrir árin 1961 - 1989 eru notaðar dómseinkunnir 14 tengdra eigin- leika en fyrir árin 1990 - 2004 eru dómseinkunnirnar 13 (vilja og geðslagi slegið saman í eina ein- kunn). Fylgnismðlar milli sömu eiginleika beggja tímabilana eru notaðir í útreikningunum og því er um að ræða samtals 27 innbyrðis tengda eiginleika. Þar að auki er kynbótamat reiknað fyrir 4 staka eiginleika (hæð á herðar, prúð- leika, fet og hægt tölt). Þær ein- kunnir nýja kynbótamatsins, sem em birtar í WorldFeng, em mat á eðlisfari (kynbótagildi) hrossanna fyrir eiginleikunum eins og þeir em skilgreindir eftir 1990. Þetta gildir einnig fýrir hross með eldri dóma. Gegnum erfðafylgnina næst jafnframt mat á eðlisfari þeir- ra í nýju eiginleikunum. Alls vom 162.576 hross í gögn- unum árið 2004. Þar af vom 23.827 hross með dóma sem skiptust þannig milli landa: Island 19.721, Svíþjóð 1.982, Danmörk 1.558, Noregur 446 og Finnland 120 hross. Aður voru einkunnir kynbóta- matsins kvarðaðar þannig að með- altal allra hrossa, sem dæmd hafa verið frá upphafi, var sett 100 og 10 stig í dreifni einkunna sam- svaraði 1 staðalfráviki í dreifni þeirra. Vegna erfðaframfara drógu eldri hrossin niður meðal- talið svo að raunvemlegt stofnm- eðaltal núlifandi hrossa var komið langt yfir 100. Með öðmm orðum áttum við við skæða verðbólgu að stríða og gengisfelling var eina raunhæfa lausnin. I nýja kynbóta- matinu er ákveðið að meðaltal hrossa í útreikningunum með dóm frá Islandi síðustu 15 árin verði skorðað sem 100 og jafnframt að 10 stig í dreifni einkunna sam- svari 1 staðalfráviki eðlisfars hvers eiginleika. I ár var viðmið- unarhópurinn dæmdur 1990 - 2004. Þetta flyst fram um eitt ár í senn þannig að næsta ár verður Meðalneysla Finna á GRÆNMETI 113 KG ÁR- IÐ 2003 Finnar hafa tekið saman neyslu þjóðarinnar á grænmeti árið 2003. Þar kemur fram að neysla á kartöflum og græn- meti árið 2003 nemur 113 kg á mann, þar af voru kartöflur 61 kg, rótarávextir 11,4 kg, ýmsar tegundir lauka 5,5 kg, ýmsar káltegundir 7,2 kg og gróður- húsaafurðir 25,7 kg á mann. Neysla annarra tegunda nam 1,9 kg, en þar á meðal eru ert- ur og matarsveppir. Neysla grænmetis hefur tvö- faldast á 40 árum en aukningin er hæg síðustu árin. Kartöflu- neysla hefur dregist saman á þessu tímabili, en neysla ann- arra tegunda aukist. Þannig var meðal neysla á kartöflum í Finnlandi yfir 100 kg á 7. ára- tugnum en hefur nú um nokk- urt árabil verið á jöfnu róli, rúm 60 kg á mann. (Landsbygdens Folk nr. 2/2005). viðmiðunarhópurinn hross dæmd 1991 - 2005 o. s. frv. Dreifni kynbótamatsins hefur aðeins dregist saman í nýja matinu, en þar munar ekki ýkja miklu. Þessi breyting veldur því að að- aleinkunn kynbótamatsins fyrir hvert hross lækkar um tæp 5 stig (4 'A). Eðlilegt er að mörk til af- kvæmaverðlauna verði lækkuð sem þessu nemur. Enn er ekki lokið við gerð nýs forrits til að reikna út afkvæmafrá- vik aðaleinkunnar fyrir hross með afkvæmi í gögnum. Hió nýja reiknilíkan krefst nýs forrits til þess verks, en þetta verður gert svo fljótt sem tími gefst til fýrir aðal- einkunnir sköpulags, hæfileika og heildareinkunnar og niðurstöðum- ar lagðar inn á WorldFeng. Freyr 11-12/2004 - 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.