Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.2004, Side 42

Freyr - 15.12.2004, Side 42
er í endurskoðun og er verið að ljúka honum á næstunni. Stjórn FH ætlar að gera það að tillögu sinni að formaður/stjórnarmaður í FH fái sæti BÍ í stjóm LM ehf. Annað Búnaðarþing var haldið á út- mánuðum og var Baldvin Kr. Baldvinsson bóndi í Torfunesi fulltrúi FH á þinginu. Málefni sæðingarstöðvarinnar í Molar Heimssamband bænda- KVENNA ÓSAMMÁLA UM LÍFTÆKNI Miklar umræður og ágreiningur varð um ályktun um erfðatækni á þingi Heimssambands bænda- kvenna, ACWW, The Associated Country Women of the World, sem haldið var á Tasmaníu fyrr á þessu ári. Ágreiningurinn var einkum milli bandarískra fulltrúa á þinginu og meirihluta annarra fulltrúa. ACWW starfar um allan heim, en samtökin voru stofnuð í lok 19. aldar sem óháð samtök bændakvenna. Nú eiga 9 milljón konur i 71 landi aðild að þeim, og þau eru með verkefni í gangi í 31 landi. Meðal verkefna sem þau helga sig er vatnsöflun, auk- ið jarðnæði og lánsfé til landbún- aðar, bætt hreinlæti, búfræði og matvælaframleiðslu, barátta gegn sjúkdómum, þar sem eyðni er aðalviðfangsefnið, næringar- fræði, ofbeldi gegn konum, fræðsla um rekstur, leiðtogastörf og sveitarstjórnarmál. Á miðju ári 2004 komu saman um 600 fulltrúar frá 41 landi á heimsráðstefnu bændakvenna á Tasmaníu þar sem þessi ráð- stefna var haldin í 24. sinn. Gunnarsholti hafa verið til urn- ræðu og er reiknað með að um 400 hryssur komi á stöðina í sum- ar. Tollamálin eru úr sögunni og búið semja um þau flest. Útflutn- ingur verður svipaður og í fyrra en þó er líklegt að heldur fleiri hross fari út núna á árinu 2004. Sala innanlands hefur gengið vel og virðist vera mikill uppgangur í hestamennsku á Islandi. Fyrir landsmótið gaf félagið út bækling en i honum eru upplýs- ingar um þau félög sem starfa við hestamennsku í landinu. Hóla- skóla var einnig boðið að vera með til að kynna skólann. Það var Hulda Geirsdóttir sem bar hitann og þungann af gerð bæk- lingsins. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt samstarf við undanfarin ár og óska félaginu velfamaðar í framtíðinni. Næsta heimsráðstefna verður síðan haldin I Finnlandi árið 2007 en næsta Evrópuþing sam- takanna fer fram á íslandi í maí 2005. Á ráðstefnunni á Tasmaníu lagði deild samtakanna í Banda- ríkjunum fram tillögu að ályktun um erfðatækni og möguleika hennar til að bæta hollustu bú- vara og auka framleiðsluna þannig að koma megi í veg fyrir hungursneyð. Jafnframt er í ályktuninni bent á að engar vís- indalegar sannanir séu fyrir því að notkun líftækni í matvæla- framleiðslu sé varasöm fyrir heilsu fólks. Þessi tillaga mætti gagnrýni á ráðstefnunni og heitar umræður urðu um hana. Bandarísku full- trúarnir sýndu lítinn skilning á að í þessu efni þyrfti að gæta varúð- ar en því sjónarmiði héldu evr- ópsku fulltrúarnir fram. Fulltrúar frá Afríku og Asíu tóku mikinn þátt í þessum umræðum og létu í Ijós efasemdir og jafnvel vantrú á að erfðatækni í matvælafram- leiðslu kæmi fátækum löndum að gagni og töldu jafnvel á hinn bóginn að af ræktun erfða- breyttra jurta hlytist aukinn kostn- aður þar sem m.a. þyrfti að greiða af þeim einkaleyfisgjöld. Bandaríska tillagan náði því ekki fram að ganga, en í stað þess var samþykkt miklu hógværari ályktun frá Bretlandi. Bandarísku fulltrúarnir skáru sig einnig úr varðandi ályktun um notkun tilbúinna efna, með sér- stakri áherslu á hormóna, sem og ályktun um “konur og frið”. í ályktuninni um konur og frið er hvatt til þess að stjórnvöld í hverju landi beiti öllum tiltækum diplómatiskum leiðum áður en efnt er til ófriðar. Nokkur lönd, þar á meðal Nor- egur, lögðu fram ályktun um nei- kvæð áhrif iðnvæðingar í land- búnaði. Þar skora samtökin á öll aðildarsamtök sín að beina at- hyglinni að afleiðingum iðnvæð- ingarinnar og auka þar með skilning og þekkingu aðildarsam- takanna á óheppilegum afleið- ingum hennar, þannig að unnt sé að snúa þróuninni við. Ályktunin var samþykkt með einu mótat- kvæði sem var frá Bandarikjun- um. Aðrar ályktanir flölluðu um stuðning við friðarstörf, virkari neyðaraðstoð, konur og börn meðal nýbúa og mótmælenda- hópa sem láta sig umhverfismál varða. (Bondebladet nr. 40/2004). [42 - Freyr 11-12/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.