Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 42

Freyr - 15.12.2004, Qupperneq 42
er í endurskoðun og er verið að ljúka honum á næstunni. Stjórn FH ætlar að gera það að tillögu sinni að formaður/stjórnarmaður í FH fái sæti BÍ í stjóm LM ehf. Annað Búnaðarþing var haldið á út- mánuðum og var Baldvin Kr. Baldvinsson bóndi í Torfunesi fulltrúi FH á þinginu. Málefni sæðingarstöðvarinnar í Molar Heimssamband bænda- KVENNA ÓSAMMÁLA UM LÍFTÆKNI Miklar umræður og ágreiningur varð um ályktun um erfðatækni á þingi Heimssambands bænda- kvenna, ACWW, The Associated Country Women of the World, sem haldið var á Tasmaníu fyrr á þessu ári. Ágreiningurinn var einkum milli bandarískra fulltrúa á þinginu og meirihluta annarra fulltrúa. ACWW starfar um allan heim, en samtökin voru stofnuð í lok 19. aldar sem óháð samtök bændakvenna. Nú eiga 9 milljón konur i 71 landi aðild að þeim, og þau eru með verkefni í gangi í 31 landi. Meðal verkefna sem þau helga sig er vatnsöflun, auk- ið jarðnæði og lánsfé til landbún- aðar, bætt hreinlæti, búfræði og matvælaframleiðslu, barátta gegn sjúkdómum, þar sem eyðni er aðalviðfangsefnið, næringar- fræði, ofbeldi gegn konum, fræðsla um rekstur, leiðtogastörf og sveitarstjórnarmál. Á miðju ári 2004 komu saman um 600 fulltrúar frá 41 landi á heimsráðstefnu bændakvenna á Tasmaníu þar sem þessi ráð- stefna var haldin í 24. sinn. Gunnarsholti hafa verið til urn- ræðu og er reiknað með að um 400 hryssur komi á stöðina í sum- ar. Tollamálin eru úr sögunni og búið semja um þau flest. Útflutn- ingur verður svipaður og í fyrra en þó er líklegt að heldur fleiri hross fari út núna á árinu 2004. Sala innanlands hefur gengið vel og virðist vera mikill uppgangur í hestamennsku á Islandi. Fyrir landsmótið gaf félagið út bækling en i honum eru upplýs- ingar um þau félög sem starfa við hestamennsku í landinu. Hóla- skóla var einnig boðið að vera með til að kynna skólann. Það var Hulda Geirsdóttir sem bar hitann og þungann af gerð bæk- lingsins. Ég þakka öllum þeim sem ég hef átt samstarf við undanfarin ár og óska félaginu velfamaðar í framtíðinni. Næsta heimsráðstefna verður síðan haldin I Finnlandi árið 2007 en næsta Evrópuþing sam- takanna fer fram á íslandi í maí 2005. Á ráðstefnunni á Tasmaníu lagði deild samtakanna í Banda- ríkjunum fram tillögu að ályktun um erfðatækni og möguleika hennar til að bæta hollustu bú- vara og auka framleiðsluna þannig að koma megi í veg fyrir hungursneyð. Jafnframt er í ályktuninni bent á að engar vís- indalegar sannanir séu fyrir því að notkun líftækni í matvæla- framleiðslu sé varasöm fyrir heilsu fólks. Þessi tillaga mætti gagnrýni á ráðstefnunni og heitar umræður urðu um hana. Bandarísku full- trúarnir sýndu lítinn skilning á að í þessu efni þyrfti að gæta varúð- ar en því sjónarmiði héldu evr- ópsku fulltrúarnir fram. Fulltrúar frá Afríku og Asíu tóku mikinn þátt í þessum umræðum og létu í Ijós efasemdir og jafnvel vantrú á að erfðatækni í matvælafram- leiðslu kæmi fátækum löndum að gagni og töldu jafnvel á hinn bóginn að af ræktun erfða- breyttra jurta hlytist aukinn kostn- aður þar sem m.a. þyrfti að greiða af þeim einkaleyfisgjöld. Bandaríska tillagan náði því ekki fram að ganga, en í stað þess var samþykkt miklu hógværari ályktun frá Bretlandi. Bandarísku fulltrúarnir skáru sig einnig úr varðandi ályktun um notkun tilbúinna efna, með sér- stakri áherslu á hormóna, sem og ályktun um “konur og frið”. í ályktuninni um konur og frið er hvatt til þess að stjórnvöld í hverju landi beiti öllum tiltækum diplómatiskum leiðum áður en efnt er til ófriðar. Nokkur lönd, þar á meðal Nor- egur, lögðu fram ályktun um nei- kvæð áhrif iðnvæðingar í land- búnaði. Þar skora samtökin á öll aðildarsamtök sín að beina at- hyglinni að afleiðingum iðnvæð- ingarinnar og auka þar með skilning og þekkingu aðildarsam- takanna á óheppilegum afleið- ingum hennar, þannig að unnt sé að snúa þróuninni við. Ályktunin var samþykkt með einu mótat- kvæði sem var frá Bandarikjun- um. Aðrar ályktanir flölluðu um stuðning við friðarstörf, virkari neyðaraðstoð, konur og börn meðal nýbúa og mótmælenda- hópa sem láta sig umhverfismál varða. (Bondebladet nr. 40/2004). [42 - Freyr 11-12/2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.