Freyr

Volume

Freyr - 15.12.2004, Page 54

Freyr - 15.12.2004, Page 54
Ráðstefnan Hrossarækt 2004 Ráðstefnan Hrossarækt 2004 var haldin í Súlna- sal Hótel Sögu 13. nóv- ember síðastliðinn. Ráðstefnan var þokkalega vel sótt en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2000. Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt, setti ráð- stefnuna, Agúst Sigurðsson, hrossaræktarráðunautur, stiklaði á stóru um hrossaræktarárið 2004, nýjungar, þátttöku í sýningum, meðaltöl og dreifmgu einkunna, upplýsingaöflun samfara sýning- um og helstu niðurstöður, auk þess sem hann minnti á heims- meistaramót á næsta ári. Þorvaldur Arnason, kynbóta- erfðafræðingur, kynnti nýtt fjöl- þjóðlegt kynbótamat, fór yfir þró- un kynbótamatsins í gegnum tíð- ina, vék að vandamálum við sam- ræmingu gamalla og nýrra dóma, vandamálum tengdum dreifingu skeiðeinkunna og helstu rann- sóknum sem nú eru í gangi og styrkja munu kynbótamatið í framtíðinni. Guðni Þorvaldsson, Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins, flutti erindið „Eru kampavínslitir til í íslenska hrossastofninum?" Guðni rakti í erindinu athuganir sínar á því hvort svokallaður kampavínserfðavísir fmnist í ís- lenska hrossastofninum (sjá grein annars staðar í blaðinu). Bú sem fagráð í hrossarækt hafði tilnefnt til ræktunarverð- launa 2004 hlutu viðurkenningu á ráðstefnunni en þeirra er getið í grein um uppskeruhátíð. Jóhann Þorsteinsson og Sólveig Stefánsdóttir frá Miðsitju aflientu bikar til minningar um Kröflu frá Sauðárkróki, skal bikar þessi veittur efstu hryssu í flokki sex vetra hryssna á landsmóti hverju sinni. Að þessu sinni veitti bikam- um viðtöku Margrét S. Stefáns- dóttir á Hvoli í Ölfusi fyrir hryssu sína Hryðju frá Hvoli. Guðlaugur V. Antonsson, ný- skipaður landsráðunautur í hrossarækt, flutti erindi og sýndi myndband sem hann nefndi “Hef- ur áratuga ræktunarstarf skilað okkur fram á veginn?” A mynd- bandinu eru stutt brot frá öllum landsmótum LH sem til eru myndir af. Pétur Halldórsson, ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands, hafði unnið bandið að mestu leyti af öðru tilefni. Að lokum var orðið gefið laust og tóku nokkrir aðilar til máls um margvísleg málefni. GVA Moli Austurevrópubúar RÁÐA SIG TIL VINNU Á DÖNSKUM BÚJÖRÐUM Við fjölgun aðildarlanda ESB um tíu á sl. vori opnuðust möguleikar íbúa hinna nýju að- ildarlanda til að fá vinnu í lönd- unum ESB. Frá 1. maí á þessu ári hafa 750 Austurevrópubúar fengið vinnu í dönskum land- búnaði en það eru 65% allra þeirra sem fengið hafa atvinnu- leyfi í Danmörku frá þessum löndum eftir að sambandið var stækkað. Með þessu móti hefur verið unnt að ráða í lausar stöður í dönskum landbúnaði sem hafa verið lausar lengi, jafnvel þó að atvinnuleysi sé verulegt í Dan- mörku. Danskur landbúnaður á sitt eigið vinnuveitendasamband. Það fagnar því að nú sé unnt að ráða Austurevrópubúa til starfa þó að þeir telji að draga megi úr skriffinnsku við þær ráðningar. Sambandið hvetur til þess að atvinnulausir útlending- ar, sem búa í Danmörku, ráði sig til starfa hjá bændum í gróðrarstöðvum og í skógrækt frekar en að lifa á atvinnuleysis- bótum. Sambandið hefur því tekið upp samstarf við Alþýðu- sambandið í Danmörku um verkefni sem nefnt er Fjöl- breytni (Mangfoldighet) þar sem bæði atvinnuveitendur og laun- þegar eru hvattir til að huga að fjölbreytileika við val á starfs- kröftum. Það, sem dregur úr áhuga bænda á að ráða sér erlendan vinnukraft, er að þeim finnast byrjunarlaunin of há. Bændur telja að launamunur byrjenda og þjálfaðra starfsmanna eigi að vera meiri. (Landbrugsavisen nr. 43/2004). | 54 - Freyr 11-12/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.