Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 59

Freyr - 15.12.2004, Blaðsíða 59
flutning (upprunavottorð) úr eldra kerfi (Út-Feng) á árunum 1994-2002. * Skráningarkerfí fyrir kynbóta- sýningar (pöntun, knapi, tími, holl, greiðsla o.fl). Molar Þegar dýr fá mann- LEGA EIGINLEIKA Alkunna er hvernig dýr í teiknimyndum Walt Disney eru látin hafa mannlega eiginleika. Við fyrstu sýn koma þessar kvikmyndir ósköp sakleysislega fyrir, sem skemmtilegar barna- myndir. í hinum dásamlega heimi Disneys búa dýrin yfir mann- legri skynsemi, eins og málfar þeirra sýnir. Þau kvíða fyrir framtíð sinni þó að þeir, sem umgangast dýr, viti að þau lifa einungis á stund augnabliksins, í núinu. Það að aðgreina skáldskap frá raunveruleika reynist ýmsum erfitt, jafnvel þeim sem komnir eru af barnsaldri. Dæmisögur, þar sem dýr eru í aðalhlutverki, heilla okkur og hafa gert I ár- þúsundir, munurinn er aðeins sá að núorðið er sagan tekin sem sönn. Nú er svo komið að tvær kyn- slóðir hafa vaxið upp með teikni- myndum Disneys og það hefur haft áhrif á afstöðu samfélagsins til dýraverndar. Vissulega hefur fleira haft áhrif. Bættur efnahagur hefur án efa haft áhrif á viðhorf til réttinda dýra. Aðrir þættir, sem þar koma við sögu, eru einmanaleiki nú- tímamannsins og að rofnað hef- ur samband hans við sveitina. Það stuðlar að því að menn yfir- færa mannlega eiginleika á gæludýr sín. Þau eiga á sinn * Afkvæmahross/heiðursverð- laun. * Skráning á eldri dómum er- lendis. * Skráning á folaldadómum. * Skráning á óviðurkenndum hátt að bæta upp skort á félags- legum samskiptum fólks og vera til huggunar í einmanaleikanum. Á siðustu árum hefur komið upp áróður á hendur þeim sem stunda búfjárrækt um misþyrm- ingu á búfé. I framhaldinu hafa öfgafullir dýraverndunarsinnar framið ofbeldisverk einkum á loðdýrabúum en einnig alifugla- búum. Þó að hér hafi verið um undantekningartilfelli að ræða og að þeim hafi farið fækkandi þá skyldi enginn halda að þetta vandamál sé að hverfa. Það fólk sem hefur boðað öfgafulla dýravernd hefur flutt sig til í þjóðfélagsstiganum. Við mun- um hitta það aftur fyrir á valda- meiri stöðum, svo sem starfs- menn í opinberum stofnunum, blaðamenn og stjórnamála- menn. (Landsbygdens Folk nr. 48/2004). Gervihnettir fylgjast MEÐ RÆKTUNARLANDI BÆNDA í ESB í október sl. efndi embættis- mannaráð ESB til ráðstefnu í Budapest í Ungverjalandi um eftirlit með styrkjagreiðslum til landbúnaðar í löndum sam- bandsins út á landstærð. ESB hefur byggt upp eftirlitskerfi með hjálp gervihnatta, sem er sífellt að verða fullkomnara. Nú er svo komið að unnt er með fjarkönn- un að greina i sundur einstakar tegundir nytjajurta, uppskeru- kynbótadómum samkvæmt FIZO (Þýskaland). * Nánari skráning á “log”, þ.e. hvaða notandi skráir hvað og hvenær. * Margvísleg smærri verkefni. magn, tegundir jarðvegs og magn úrkomu á viðkomandi stað. Loftmyndir hafa um árabil verið notaðar til að fylgjast með rækt- unarlandi í ESB. Um þessar mundir er verið að taka í notkun enn fullkomnari tækni, svokall- aða “Very High Resolution", skammstafað VHR. Með henni er hægt að búa til kort af öllum spildum á hverju býli og greina þar breytingar milli ára og hluti allt niður í 70 cm að stærð. Þannig er nú unnt að teikna upp útlínur spildnanna með meiri ná- kvæmni en áður. Með slík kort í höndunum eiga bændur auð- veldara með að útfylla styrkum- sóknir sínar út á ræktunarland sitt. Árið 2003 voru gerð prufukort af 15 þúsund ferkílómetra svæði og stefnt er að því að lokið verði við að gera kort af 140 - 150 þúsund ferkílómetra svæði fyrir árslok 2005. Embættismannaráð ESB áætlar að 5 milljón bændur og fyrirtæki í löndum sambandsins, sem stunda landbúnað, muni i framtíðinni telja fram um 50 milljón spildur af ræktunarlandi sem styrkir verða veittir út. Áríð 2004 beittu 22 lönd ESB fjár- könnun til að fylgjast með rækt- unarlöndum. Upp í hugann kemur fræg bók George Orwells, 1984, um Stóra bróður sem fylgist með þér. (Aths. þýðanda). Freyr 11-12/2004- 59 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.