Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 26
4
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
bjarma, sem óhjákvæmilega fann við-
kvæman hljómgrunn í hugskoti les-
andans; það var ekki um að villast,
að hér var höfundur að verki, sem
ritaði af innri þörf og vissi fótum
sínum forráð.
Guðrún H. Finnsdóttir unni hug-
ástum öllu, sem hún unni; hún kunni
illa hálfverknaði, hvort heldur sem
var í orði eða athöfn; hún var heil-
lynd sjálf og krafðist þess sama af
öðrum; hún bar rótgróna ást til fs-
lands og unni engu síður kjörlandi
sínu; henni fanst það fjarstæða, að
slík tvískifting þjóðástar þyrfti und-
ir nokkrum kringumstæðum að valda
árekstri, nema síður væri; henni var
ávalt hugarhaldið um þjóðræknismál
íslendinga vestan hafs, og hún vann
þeim mikið gagn; en hún sá jafnan,
þótt ekki væri sársaukalaust, hvað
verða vildi á þeim vettvangi, eins og
ráða má af hinni snildarlegu smásögu
hennar “Fýkur í sporin”, sem jafnan
mun talin verða sönn bókmentaperla,
sérstæð í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðrún H. Finnsdóttir var fædd á
Geirólfsstöðum í Skriðdal þann 6.
dag febrúar mánaðar árið 1884. For-
eldrar hennar voru þau merkishjónin
Finnur Björnsson og Bergþóra
Helgadóttir, er bjuggu á áminstum
bæ; hún giftist þ. 8. nóvember 1902
eftirlifandi manni sínum Gísla Jóns-
syni frá Háreksstöðum í Jökuldals-
heiði og fluttist til Winnipeg 1904.
Var heimili þeirra snemma rómað
fyrir alúð og risnu, þar sem manna-
munur kom aldrei til greina; þangað
voru allir jafn velkomnir.
Það væri synd að segja, að Guðrún
hefði unnið að ritstörfum á kostnað
hússtjórnar eða heimilishalds, því
hún var með ágætum röggsöm hús-
móðir og heimilið svo fágað og prýtt,
að hvergi bar á skugga.
Guðrún var víðlesin og víðsýn
kona, er bjó yfir styrkum lífsskoðun-
um, er jafnan mótuðust af ríkri rétt-
lætisvitund; hún var skapfestukona,
er ógjarna lét sinn hlut ef því var að
skifta; hún sór sig ljóslega í ætt við
sitt norræna kyn.
Guðrún H. Finnsdóttir varð bráð'
kvödd á heimili sínu, 906 Banning
Street, á mánudagskvöldið þann 25-
mars 1946. Sviplegt fráfall hennaf
kom eins og þruma úr heiðskíru lof41
yfir sifjalið hennar og fjölmennan
aðdáendahóp út í frá; hún var kast'
leiksrík vorsál, er jafnan fagnaði ný'
gróðrinum, og um þær mundir, sena
vorið var að ganga í garð, lagði hún
upp í langferðina hinstu. Auk eigin'
manns síns lætur Guðrún H. Finns-
dóttir eftir sig fjögur glæsileg °%
mentuð börn, Helga, prófessor í jarð'
fræði við Rutger’s University í No'v
Jersey, Bergþóru Robson í Montreal-
Gyðu Hurst og Rögnu St. John 1
Winnipeg, og einn bróður, Helg3,
sem býr á Geirólfsstöðum í Skriðdah
Eina dóttur, hið yndislegasta barn>
Unni að nafni, mistu þau Guðrún
Gísli, en hin börnin, sem upp konaust'
kostuðu þau öll til háskólanánas >
sköpuðu þau með því fagurt eftir
dæmi; í heimilinu ríkti hið unaðg'
legasta samræmi þar sem ástúð111
jafnan skipaði öndvegi.
Útför Guðrúnar H. Finnsdóttur
fram frá Sambandskirkjunni á fostl1
daginn þann 29. mars, að undan
gengnum unaðslegum kveðjunnálun’
á heimilinu, er þeir séra Eyjólfur J
Melan og séra Philip M. Péturss°n'