Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 30
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Prestaskólinn, er kendi prestaefnum
landsins fram að þeim tíma, er hann
var gjörður að deild í Háskóla ís-
lands 1911.
Blöð voru engin, og tímaritin
hvorki mörg né fjölskrúðug. “Sunn-
anpósturinn” mun hafa verið liðinn
undir lok, en út mun þá hafa komið
snepill, sem nefndist “Reykjavíkur
pósturinn”. “Fjölnir” var sofnaður,
en í hans stað komu nú frá Kaup-
mannahöfn “Skírnir” og “Ný félags-
rit”. “Þjóðólfur”, fyrsta blaðið, var
þá á uppsiglingu — byrjaði árið 1848.
Fátt annað var prentað, nema helst
guðsorðabækur og rímur.
Helstu skáldin voru Jón Thorodd-
sen, Gísli Brynjólfsson, Grímur
Thomsen, Bólu-hjálmar og Svein-
björn rektor Egilsson. Þá kom og
fram á sviðið sonur Sveinbjarnar,
tvítugur, Benedikt Gröndal, sem
brátt gerðist forsöngvari í hinum
nýrri skáldakór. Jónas Hallgrímsson,
sá er söng “allri rödd fegra”, hafði þá
legið tvö ár í ótímabærri gröf, og
Sigurður Breiðfjörð dáið ári síðar en
Jónas úr kröm og harðrétti.
Söngur og söngkunnátta voru þá
víst ekki upp á marga fiska. Að vísu
átti þjóðin þá, eins og bæði fyr og
síðar, ágæta raddmenn og konur, en
fátt mun hafa verið góðra sönglaga
nema þá sum tvísöngslögin, og önnur
þjóðlög, misjöfn að gæðum. Viki-
vakarnir höfðu víst að mestu lagst
niður, en í þeirra stað voru rímur
kveðnar með misjafnlega áheyrileg-
um lögum og lotum. Sálmasöngur-
inn var í afturför, því þótt lögin
væru nótuprentuð í Grallaranum, og
mörg af þeim ágæt, þá urðu þeir altaf
færri og færri, sem höfðu veruleg not
af þeim, þar sem mjög óvíða voru
nokkur hljóðfæri til stuðnings; svo
afleiðingin varð sú, að hver söng með
sínu nefi. Samt mun söngur hafa
talsvert tíðkast við skólann, bæði a
Bessastöðum og í Reykjavík, og voru
þar sungin lög útlend jafnt sem inn-
lend. Skáldin kunnu og sungu óefað
útlend sönglög, sem sjá má af kvæð-
um þeirra. Jónas, Jón, Gísli og Grím-
ur, og reyndar fleiri, kváðu undir
sönglögum samtíðarmanna sinna,
Weyse, Rung, Pacius, Schiött, Berg'
reen og annara, að ógleymdum sænsk-
um og dönskum alþýðulögum. Sum
þessara laga eru nú að mestu gleynad
heima fyrir, en hafa orðið að hálf'
gerðum þjóðlögum á fslandi. Enda
áttum við ekki nokkurt tónskáld fyr
en löngu seinna.
Hljóðfæri voru hvorki víða ue
margra tegunda. Fyrsta orgel var
sett í dómkirkju Rvíkur 1840, þ°
reyndar sé getið eins slíks hljóðfær-
is löngu áður. Fyrstu klavíer eða
píanó eru þá að koma til -landsins, og
nokkrar konur handléku Guitar og
sungu með. Einhver fleiri hljóðfærl
slæddust til og frá. Þannig getur
Ben. Gröndal manns, sem vel haf1
leikið á fíólín í skóla, og segist haitu
hafa lært af að horfa á hann. Faðif
hans, Sveinbjörn Egilsson, blés ágæ^'
lega á flautu; mun hafa lært af fóstr3
sínum í Viðey, og svo síðar utaU'
lands. Kona hans, Helga dóttir
Gröndals hins elsta, lék einnig ág®*'
lega á Langspil, og svo var um ffelfl'
Langspilið var að vísu ekki kalfcð
útlent hljóðfæri, því það hafði leg1^
í landi frá ómunatíð; var smíð3^
heima og ekki ávalt á einn veg, ÞV1
sum höfðu aðeins tvo strengi, önuur
fleiri. Stundum voru tónbilin uiörk