Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 39
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON
17
1 réttri aldursröð, og höfundanöfn
kvæðanna eru mér fæst kunn.
Eftir að Sveinbjörn hafði ljóðað
þetta fyrsta lag við íslenskt kvæði,
virðist hann hafa lagt sig eftir ensk-
u® kvæðum eingöngu til lagasmíða;
enda það eina, sem vænlegt var til
sigurs. En hann tók stundum kvæði
Uln norræn efni, svo sem kvæði Long-
fellows úr “The Wayside Inn”, o. s.
frv. Til þessa tímabils má óhætt
telja fyrstu 20—26 lögin á prentaða
^istanum og all-flest af þeim 30 lög-
Uln við ensk kvæði, sem talin eru sér-
staklega í lista hinna óprentuðu laga,
auk ýmislegs fleira. Pentland útgáfu-
félagið sem prentaði flest af verkum
hans, taldi sér síður ábata von í út-
Safu söngva með útlendum texta. Þó
gafu þeir út á seinni árum íslensku
Þjóðlögin, sem að vísu höfðu flest
enska texta jafnframt þeim íslensku,
ennfremur “Fánann” og einhver fleiri
a íslensku.
Um síðustu aldamót fara að birtast
eftir hann lög við íslensk ljóð. Má
Vera að það hafi að einhverju leyti
Yerið í sambandi við það, að þá voru
■islendingar, sem oft voru á ferð til
f^hafnar eða heimleiðis, farnir að
Venja komur sínar til þeirra hjóna,
Þeim til ósegjanlegrar ánægju. Fyrst-
Ur held eg að hafi komið “Landnáms-
songnr íslands”, við Ingólfsminni
aera Matthíasar, er fyrst var sungið
u Þjóðhátíðinni 1874 undir steðja-
Slagtti Jónasar organleikara Helga-
s°nar, sem reyndar bjó til fáein eink-
ar þýðleg og snotur smálög. Eftir
það yrkir Sveinbjörn hvað af hverju
°S við íslensk kvæði, og hafa mörg
a^ þeim aldrei verið prentuð, svo
Seni hið meistaralega lag “Valagilsá”,
Seni hann einnig endurritaði fyrir
píanó-leik. Meðal helstu enskra tón-
verka frá því tímabili er flokkur
söngva, er hann gerði fyrir enska rit-
höfundinn Hall Cane, og fluttur var
í Drury Lane leikhúsinu í Lundún-
um 1905 í sambandi við leikinn
“Prodigal Son”, sem höfundurinn
hafði sniðið upp úr sögu með sama
nafni, eftir sjálfan sig, um íslensk
efni.
Þá koma konungaskifti í Dan-
mörku og væntanleg heimsókn Frið-
riks konungs VIII til íslands. Var
Sveinbirni þá falið að yrkja Kantötu
við ljóðaflokk eftir Þorstein skáld
Gíslason. Var hún í 5 flokkum
(kvæðin voru 7), en einhverra orsaka
vegna voru aðeins fjórir prentaðir.
Þessi söngvaflokkur var fluttur í
fyrsta sinn í Alþingishúsinu í
Reykjavík við konungskomuna árið
1907, og svo síðar þar heima, hér
vestra og víðar.
Um það bil, að Sveinbjörn kom
hingað vestur í fyrsta sinn, mun
hann hafa fyrst farið að gefa sig að
alþýðusöngvunum íslensku; enda
hafði Þjóðlagasafn séra Bjarna Þor-
steinssonar, sem prentað var í Khöfn
á árunum 1906—1909, þá fyrir
skemstu komið á bókamarkaðinn.
Fyrsta lagið úr þeirri átt var “Lover’s
Lament”, sem hann endursamdi upp
úr “Björt mey og hrein”, og gaf út
hér vestra og tileinkaði Vestur-fs-
lendingum. Söng hann það hér fyrsta
veturinn (1911—1912) á samkomum;
sömuleiðis lék hann útsetningu af því
með tveimur öðrum á píanó, knéfiðlu
og fíólín. Það var hinn yndislegasti
strengleikur; en því miður mun hann
hafa glatast. Báða þá vetur, sem hann
dvaldi einn hér vestra, en einkum þó
Seattle-veturinn, mun hann hafa