Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 41
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON
19
UóðaÖan texta til þess, og væri vert
fyrir íslensku skáldin, að spreyta sig
a honum, svo vöntun hans þyrfti ekki
að vera því til fyrirstöðu.”
Eg get með fullri vissu sagt, að
Þetta var reynt. Leikurinn átti að
Vera í sönnum óperusorgarleiks stíl:
^snsal, leyndar ástir, svikin tiltrú,
vonbrigði og sorg, og svo að líkind-
Urn manndráp, dauði eða sjálfsmorð.
^veinbjörn og Einar Benediktsson
^óluðu sig saman um þetta. Leikur-
lnn átti að vera í ljóðum og lausrím-
uðu máli — eitthvað í sambandi við
^yrkjaránin á íslandi. En þeir gátu
ekki komið sér saman. Báðir stór-
'yndir og ofstopafullir, ef um á-
rekstur andstæðra skoðana var að
raeða. Sveinbjörn að sjálfsögðu hugs-
aðl fyrst og fremst um fegurð lags-
ms 0g samhljómanna og næst eða
Jafnframt hrynjanda og tilbreytni í
^°rmi. Einar aftur á móti þrammaði
a sterkum og stoltum bragafótum,
^eð innofna, þunglamalega og
undna hætti. Þessi tilraun hafði því
raðan enda. En til merkis um hana
^ru tvö kvæðabrot í “Vogar” eftir
ltlar, sem hann nefnir “Óttar
erkjahersir” og “Serkjadans”. Og í
°Prentuðum tónbrotum Sveinbjarnar
er a4 .
ao minsta kosti eitt, sem segir til
Uafns. það heitir líka “Serkjadans”,
átti að vera inngangur að sóló og
£°r kvæðisins með því nafni. Þrátt
^ rir þetta orti hann lög við kvæði
lnars bæði fyr og síðar; má þar til
£jC ,na “Til fánans”, “Væringjar” og
eiri- Sveinbjörn mat Einar mikils
^ern skáld, en Einar áleit Sveinbjörn
ít "f tnnska^> °S fékk meira að segja
skan skussa til að semja lag við
Sn.ialla kvæði “Vestmannavísur”,
sem drap kvæðið og drekti sjálfu sér
um leið. Minnir það ekki svo lítið á
Goethe, sem aldrei vildi eða kunni að
meta lög Schuberts við kvæði sín, og
tók öll önnur tónskáld fram yfir
hann, þangað til heimsfræg söngkona
svo að segja þrengdi “Álfakongin-
um” niður í kokið á honum.
Að maklegleikum fékk Sveinbjörn
margar heiðursviðurkenningar. Fyrir
lagið “Ó, guð vors lands”, var honum
veittur heiðurspeningur úr gulli, og
ást alþjóðar, sem er öllu gulli dýrri.
í tilefni af konungs-ikantötunni var
hann sæmdur riddarakrossi Dane-
brogs-orðunnar. Árið 1909 hafði hann
hljómleika í Kaupmannahöfn, ein-
göngu af sjálfs síns verkum. Heiðr-
aði Friðrik konungur hann þá með
nærveru sinni, drotning hans og öll
konungsfjölskyldan, systur konungs-
ins Alexandra Englandsdrotning og
María keisaraekkja frá Rússlandi.
auk sendiherra Bandaríkjanna og
Englands, og fleira stórmenni þeirr-
ar tíðar. Árið 1911 veitti Friðrik
konungur honum að síðustu pró-
fessors nafnbót.
IX.
Prófessor Sveinbjörn Sveinbjörns-
son var meðalmaður á hæð, grann-
vaxinn, kvikur á fæti; augun stór,
gráblá, snör og leiftrandi, eða blíð-
leg og hýr — alt eftir mismunandi
geðbrigðum. Höfuðið minti mjög á
höfuðlag tónlistamannsins, eins og
sjá má á myndinni. Hárið var silfur-
hvítt á efri árum, en hafði verið þykt
og dökkjarpt fram eftir aldri. Hann
hafði hreina og hreimmikla bassa-
rödd, og beitti henni vel; var nokkur
hæfa fyrir því, sem dr. Valtýr segir,