Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 43
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON
21
1Jtið hann kyntist bestu skáldum sam-
tiðar sinnar heima. Sum vel þekt
skáld þekti hann naumast, eins og t.
Þorst. Erlingsson, Guðm. Guð-
^undsson og fleiri, sem sjálfgjörðir
eru svo að segja fyrir tónskáldskap.
^endi þess jafnvel í samræðum. Hér
er eitt dæmi. Einu sinni vorum við,
uokkrir strákar, að æfa með honum
Ó, blessuð vertu sumarsól”, og segi
eg þá í gamni og ógætni: “Þú hefir
&ert þetta lag við dönsku þýðinguna
eftir Olaf Hansen en ekki við frum-
kvæðið.” Hann sendi mér allra
snöggvast leiftrandi augnaráð, sem
snerist þó strax í bros og sagði:
ffvernig veistu það?” og eftir and-
artak bætti hann við: “Það er reynd-
ar satt. Maður, sem var mér samferða
a skipi milli Skotlands og Danmerk-
nr’ gaf mér þetta kver Ólafs. Kvæði
als Ólafssonar hafði eg þá aldrei
séð.”
^annleikurinn var sá, að hann varð
v‘ðskila við þjóð sína í fullan fjórð-
Ung aldar. En það, sem bjargaði hon-
Urn, var, að hann var í eðli sínu tungu-
málahestur — kunni latínu, þýsku og
011 Norðurlandamálin vel, auk ensku
íslensku. Þegar það er íhugað, að
ann er uppalinn í Reykjavík á þeim
arum, sem hún var hálfdanskt smá-
rP, fær mentun sína meira en að
e mingi á útlendum tungum, og fer
fV°’ tvítugur unglingurinn, alfari af
^andi brott, fær tónlistarfræðslu á
^ arnandi tungum, elur önn fyrir sér
Ja útlendri þjóð og kvongast svo að
s° Um þarlendri konu — þá eru það
_ ^srstu undrin, hve töm honum varð
^ enslían, eftir að hann fór að tala
p°a °g skrifa aftur. Hann átti þó
^att íslenskra bóka, og vanst lítill
mi til lesturs, því hljómlistin var
honum fyrir mestu. Dóttir hans sagði
okkur einu sinni sögu af föður sín-
um. Þegar það skeði, var hún lítil
stelpa. Kenslustofa hans var uppi á
lofti í húsi þeirra í Edinborg. Einu
sinni, eftir að kenslustundum var
lokið að afhallandi degi, heyra þær
mæðgur hávaða og samtöl uppi. Þær
höfðu ekki opnað húsið fyrir neinum
gesti, og allir nemendur voru farnir,
svo þær fóru að grenslast um, hverju
sætti. Hann var þá í óða önn að tala
við sjálfan sig — á íslensku, og dró
ekki af framburðinum. Játaði hann
þá, að hann gerði þetta oft.
Mig minnir, að einhver segði ein-
hvern tíma, að fyrst, þegar Svein-
björn fór að gefa sig við tónsmíðum
við íslensk kvæði aftur, hafi hann
verið orðinn svo enskur í anda, að
hann hafi ætlað að þýða kvæðin fyrst
á ensku og yrkja svo lögin við þau.
Þetta held eg að hafi verið hinn
mesti misskilningur. Með því var
hann aðeins að fylgja algengri reglu,
sem tíðkast um víða veröld, að hafa
söngtextana á fleira en einu tungu-
mláli til þess að auka útbreiðslu
söngvanna. Þetta gerði hann með
Þjóðlagasafnið og “The Lovers La-
ment”, sem hann sneið uppúr laginu
við “Björt mey og hrein”, eftir séra
Stefán í Vallanesi, sem áður er sagt.
í áðurnefndri grein dr. Valtýs, og
eg held víðar, er því haldið fram, að
sönglög Sveinbjarnar, jafnvel þau við
ensku kvæðin, séu ramm-íslensk í
anda. Ekki skil eg vel, hvernig kom-
ist verður að þeirri niðurstöðu. f
fyrsta lagi er það vafasamt, hvert
nokkur stíll eða skóli er enn til í ís-
lenskri tónment. Vér eigum að vísu
allmörg alþýðulög, tvísöngslög og
rímnastemmur, sem óefað eru íslensk.