Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 57

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 57
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON OG DETTIFOSS 35 því þau lýsa áhrifunum við fossinn, af fossinum á huga skáldsins. Kvæði Guðmundar væri hinsvegar réttnefnt: “Guðmundur bóndi sækir Dettifoss heim”. Það hefst með Þriggja vísna inngangi, þar sem bóndinn lýsir höftum þeim er önn °g skylda leggja á útþrá hans og skýra það hversvegna það er “rosk- Jnn maður, frændi feyskju”, er “oki smeygði af hálsi beygðum” og “essi beindi austur að fossi” til þess að skoða hann í “aftanseldi sólmánað- ar.” Þessi inngangur er ekki ólíkur kyrjuninni á sumum drápum forn- skáldanna. Þannig segir Egill frá ferðalagi sínu til Englands í upphafi Höfuðlausnar: “drók eik á flot / við lsa brot”. Sá er þó munurinn, að Dgill færir Eiríki drápuna, en Guð- niundur yrkir sína drápu eftir að hann kemur úr ferðinni, sem er yrk- isefnið. Sá er annar munur, að hér yrkir bóndi en ekki víkingur. Þótt eigi Vaeri önnur rit Guðmundar til vitnis Uln hag hans, stöðu og hugsunarhátt, gæti engum blandast hugur um það eftir lestur þessara lína: Sitja margir í þröngri kytju önnum kafnir, engu sinni útþrá sína rétta úr kútnum °g Kúgar margan konungshuga kergju vekur, magnar ergi hringur sjónar helsti þröngur — hlóðum áþekt Berurjóður. Og bóndinn leynir sér heldur ekki f öðrum stöðum í kvæðinu. Á leið- ^úni austur fer hann um “eyðimörk, sem eftir bíður / endurgreiðslu, vilja, hendi / talar á svæði margra mílna / misturgjörn um dána kvisti.” Hér er maður, sem ann landinu og hefði vilja til að klæða það. Og þegar hann kemur til fossins, lætur hann foss- öldunginn líta yfir “erilmold og grjótin beru” og “gera fala bót við kala,” þótt slíku boði verði ekki sint af “þjóð, sem þreytir / þrætutafl í skjóli nætur, / tafl um fúið keppi- kefli / kálfskinnstytlu gamla og hálfa.” Hér mun Guðmundur bóndi eiga við og sneiða að deilunni við Dani og kröfur þær er sjálfstæðis- menn þeirra tíma bygðu á Gamla Sáttmála. Hefir Guðmundi þótt sú deila lítt raungæf, og hefir hann litið svo á, að hitt stæði mönnum nær, að hlúa að landinu og bændunum, sem ræktuðu það, með því að vinna að virkjun fossorkunnar; en fossamálið svonefnda var einmitt á dagskrá um þessar mundir. En fossinn minnir bóndann líka á aðrar jarðabætur, því það sem hann malar af björgum og grjóti í kvarn- arhyl sínum, það flytur áin fram til sjávar uns það hleðst upp í óslöndun- um og verður að “engjaböndum með fjörusöndum Öxarfjarðar”, eða “þró- ar engi og þinghá drýgir Keldhverf- inga.” Loks birtist viðhorf bóndans við höfðingjum landsins ljóst í næst síð- ustu vísu, þar sem hann ber þessa “hrokagikki í valdaskikkju” saman við hinn ópersónulega og þessvegna saklausa jötunmátt fossins. III. Svo mörg eru þau orð um bóndann, og skal nú athygli snúið að fossinum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.