Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 62
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
merku fólki kominn í báðar ættir, og
átti til skálda að telja, því að Ingunn
móðir hans var ættuð frá hinu vin-
sæla þjóðskáldi séra Stefáni Ólafs-
syni í Vallanesi. Um fæðingarstað
sinn og uppruna farast Þorsteini
þannig orð í bréfi til mín (22. apríl
1932):
“Jeg er fæddur 26. janúar 1867 í
Stærra-Árskógi við Eyjafjörð. For-
eldrar mínir voru: Gísli Jónasson,
ættaður úr Reykjadal í Suður-Þing-
eyjarsýslu, og Ingunn Stefánsdóttir,
stúdents og klausturhaldara, sem síð-
ast bjó á Snartastöðum í Núpasveit
og kvæntur var Þórunni Sigurðar-
dóttur Guðmundssonar sýslumanns í
Krossavík. Faðir minn hafði á yngri
árum tekið skipstjórapróf, en bjó,
þegar jeg man fyrst til, austur á
Fljótsdalshjeraði, og þar er jeg upp
alinn.”
Ljóð Þorsteins bera því vitni, að
hann hefir verið þaulkunnugur ís-
lenskum skáldskap að fornu og nýju,
ekki síst alþýðlegum kveðskap og
þjóðlegum, og haft á honum hinar
mestu mætur. Mun mega rekja djúp-
stæða ást hans og aðdáun á þeirri
grein bókmenta vorra bæði til með-
fæddrar fróðleikshneigðar og áhrifa
frá foreldrahúsum og umhverfi hans
á æsku- og unglingsárum. Frá því að
hann var fimm ára gamall ólst hann
upp á Kirkjubæ í Hróarstungu, næsta
bæ við Hallfreðarstaði, þar sem Páll
Ólafsson skáld bjó, en hann var ein-
mitt á blómaskeiði, tíður gestur á
Kirkjubæ, og vísur hans og kvæði á
hvers manns vörum austur þar á
uppvaxtarárum Þorsteins (Smbr.
grein hans um Pál í Lögréttu 1934).
Eftirtektarverð eru einnig í þessu
sambandi niðurlagsorð þeirrar grein-
ar:
“Frá dögum séra Stefáns Ólafs-
sonar í Vallanesi virðist mér að lifað
hafi á Austurlandi kveðskaparstefna
með nokkuð sérstökum hætti og
breiðst þaðan út. Ætt séra Stefáns
er mjög útbreidd á Austurlandi og
var þar lengi, með tengdum á ýmsar
hliðar, auðug og valdamikil, Sigurð-
ur Pétursson skáld var Austfirðing-
ur að ætt og uppeldi, í móðurkyn
kominn af séra Stefáni, og ber kveð-
skapur hans bæði vott um átthaga
hans og uppruna. En á 19. öldinni er
Páll Ólafsson helsti fulltrúi þessa
kveðskapar í bókmentum okkar.”
Þorsteinn ólst því upp á þeim slóð-
um þar sem alþýðlegur kveðskapur
hafði legið í loftinu og verið í heiðri
hafður mann fram af manni, en
“fjórðungi bregður til fósturs”.
Að loknu stúdentsprófi (1892) las
Þorsteinn norræna málfræði og bók-
mentasögu á háskólanum í Kaup'
mannahöfn um f jögra ára skeið ; voru
íslenskar bókmentir síðustu alda sér-
grein hans; en eigi lauk hann prófi í
þeim fræðum, af þeirri ástæðu, sem
maklega er fræg orðin, að Kaup-
mannahafnar-háskóli viðurkendi þa
eigi, að til væri síðari alda bókmentir
íslenskar. Á Hafnarárum sínum kynt-
ist Þorsteinn einnig helstu skáldrit-
um flestra öndvegisskálda Norður-
álfu, enda þýddi hann síðar sögur
eða kvæði eftir mörg þeirra; er hann
einn af stórvirkustu þýðendum vor-
um, og fórst það verk jafnaðarlega
prýðisvel úr hendi, hvort sem um
óbundið eða bundið mál var að raeða-
en um ljóðaþýðingar hans verður
frekar rætt síðar. “Þessi kynni hans
af erlendum skáldskap og einkum