Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 62

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 62
40 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA merku fólki kominn í báðar ættir, og átti til skálda að telja, því að Ingunn móðir hans var ættuð frá hinu vin- sæla þjóðskáldi séra Stefáni Ólafs- syni í Vallanesi. Um fæðingarstað sinn og uppruna farast Þorsteini þannig orð í bréfi til mín (22. apríl 1932): “Jeg er fæddur 26. janúar 1867 í Stærra-Árskógi við Eyjafjörð. For- eldrar mínir voru: Gísli Jónasson, ættaður úr Reykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu, og Ingunn Stefánsdóttir, stúdents og klausturhaldara, sem síð- ast bjó á Snartastöðum í Núpasveit og kvæntur var Þórunni Sigurðar- dóttur Guðmundssonar sýslumanns í Krossavík. Faðir minn hafði á yngri árum tekið skipstjórapróf, en bjó, þegar jeg man fyrst til, austur á Fljótsdalshjeraði, og þar er jeg upp alinn.” Ljóð Þorsteins bera því vitni, að hann hefir verið þaulkunnugur ís- lenskum skáldskap að fornu og nýju, ekki síst alþýðlegum kveðskap og þjóðlegum, og haft á honum hinar mestu mætur. Mun mega rekja djúp- stæða ást hans og aðdáun á þeirri grein bókmenta vorra bæði til með- fæddrar fróðleikshneigðar og áhrifa frá foreldrahúsum og umhverfi hans á æsku- og unglingsárum. Frá því að hann var fimm ára gamall ólst hann upp á Kirkjubæ í Hróarstungu, næsta bæ við Hallfreðarstaði, þar sem Páll Ólafsson skáld bjó, en hann var ein- mitt á blómaskeiði, tíður gestur á Kirkjubæ, og vísur hans og kvæði á hvers manns vörum austur þar á uppvaxtarárum Þorsteins (Smbr. grein hans um Pál í Lögréttu 1934). Eftirtektarverð eru einnig í þessu sambandi niðurlagsorð þeirrar grein- ar: “Frá dögum séra Stefáns Ólafs- sonar í Vallanesi virðist mér að lifað hafi á Austurlandi kveðskaparstefna með nokkuð sérstökum hætti og breiðst þaðan út. Ætt séra Stefáns er mjög útbreidd á Austurlandi og var þar lengi, með tengdum á ýmsar hliðar, auðug og valdamikil, Sigurð- ur Pétursson skáld var Austfirðing- ur að ætt og uppeldi, í móðurkyn kominn af séra Stefáni, og ber kveð- skapur hans bæði vott um átthaga hans og uppruna. En á 19. öldinni er Páll Ólafsson helsti fulltrúi þessa kveðskapar í bókmentum okkar.” Þorsteinn ólst því upp á þeim slóð- um þar sem alþýðlegur kveðskapur hafði legið í loftinu og verið í heiðri hafður mann fram af manni, en “fjórðungi bregður til fósturs”. Að loknu stúdentsprófi (1892) las Þorsteinn norræna málfræði og bók- mentasögu á háskólanum í Kaup' mannahöfn um f jögra ára skeið ; voru íslenskar bókmentir síðustu alda sér- grein hans; en eigi lauk hann prófi í þeim fræðum, af þeirri ástæðu, sem maklega er fræg orðin, að Kaup- mannahafnar-háskóli viðurkendi þa eigi, að til væri síðari alda bókmentir íslenskar. Á Hafnarárum sínum kynt- ist Þorsteinn einnig helstu skáldrit- um flestra öndvegisskálda Norður- álfu, enda þýddi hann síðar sögur eða kvæði eftir mörg þeirra; er hann einn af stórvirkustu þýðendum vor- um, og fórst það verk jafnaðarlega prýðisvel úr hendi, hvort sem um óbundið eða bundið mál var að raeða- en um ljóðaþýðingar hans verður frekar rætt síðar. “Þessi kynni hans af erlendum skáldskap og einkum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.