Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 64
42 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA undan áhrifum Brandesar-stefnunn- ar, orðið þjóðlegur og að eigi litlu leyti hneigðari að huglægum efnum í skáldskap sínum, en stóð þó föstum fótum í veruleikanum. Ekki er held- ur erfitt að sjá andlegt ættarmót með Þorsteini og hinum eldri skáldum ís- lenskum; hann minnir að öðrum þræði á Jónas Hallgrímsson, þó að þar sé ekki um neina stæling að ræða, en er á hinn bóginn náskyldur ís- lenskum alþýðuskáldum, sérstaklega Páli Ólafssyni, enda ólst hann upp undir handarjaðrinum á honum, sem fyrr segir; það má meira að segja sjá bein áhrif frá Páli í sumum fyrstu kvæðum Þorsteins, en hann óx brátt frá þeim áhrifum og fór sinna ferða í ljóðagerðinni. II. Ungur að aldri tók Þorsteinn að yrkja. Ljóðin í fyrstu bók hans, Kvæöi (1893), eru frá árunum 1889- 1892, og bera, sem vonlegt er svip þess, að þau eru ort af ungum manni, hin fyrstu af honum rúmlega tvítug- um. Ekki er það heldur sjáanlegt, að bókin hafi vakið neina verulega at- hygli, enda varð eigi af henni ráðið, að þar væri komandi þjóðskáld á upp- siglingu. En þó að þar bresti sér- kennileik í kveðskapnum, eru þar lipur og snoturlega kveðin kvæði, t. d. “Dálítil saga” (“Upp undan bæn- um í blómskrýddri hlíð”), sem var á margra vörum á Austurlandi á mín- um unglingsárum, og vafalaust víðar um land; gamankvæðið “Þú kystir mig” festist einnig í minni manna og mun enn lifa góðu lífi. Ellefu árum síðar (1904) kom ljóðakver Þorsteins, Nokkur kvæði, og með þeim haslaði hann sér að marki völl sem skáld; þetta litla kver — í því eru 30 frumkveðin kvæði og stökur og 13 þýðingar — lagði traustan grundvöll undir skáldfrægð höfundarins, enda er framúrskarandi vel til kvæðavalsins vandað; þar eru ýms ljóðrænustu kvæði skáldsins (t- d. “Fyrstu vordægur” og “Vor”) og sum önnur svipmestu og sérstæðustu kvæði hans: “Örninn”, “Gvendur og Glói” og “Grafskrift”, að ógleymdum þýðingunum á kvæðunum úr sögunni Árni eftir Björnstjerne Björnson. Þetta ljóðakver Þorsteins hlaut að verðleikum ágæta dóma. Dr. Guð- mundur Finnbogason sagði meðal annars um það í Skírni (1905): ‘ ^ þessu kveri er hver tónn skær og fagur”. í ritdómi í Fjallkonunni (27 des. 1904), sem mun vera eftir Einai H. Kvaran, er farið þessum orðum um ljóðasafn Þorsteins: “Þetta er bók. En á henni er sá andlegi höfð- ingsbragur, að þar er engu erindi of' aukið, engin lína prentuð í því skyn> einu, að lengja málið. Hér er ekkert annað en skír andans málmur á boð- stólum.” Ennfremur segir ritdómar- inn um náttúrulýsingar Þorsteins- “Þær eru þýðar og yndislegar og þeim svipar langmest til samskonar kvæða hjá Jónasi Hallgrímssyni, an þess samt, að nokkuð sé þaðan i^a fengið. Skáldið er sýnilega einkum lærisveinn Jónasar Hallgrímssonar, en á sínar hugsanir og sitt orðala£ sjálfur.” Næstu árin birtust altaf öðruhvoru frumkveðin kvæði og þýðingar eftir Þorstein í blöðum og tímaritum, °£ féllu þau jafnan í góða jörð hjá 'lS' lenskum ljóðavinum. Þeim var þa^ því fagnaðarefni, þegar út komu Ljóömæli hans (1920), en þar er a
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.