Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 64
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
undan áhrifum Brandesar-stefnunn-
ar, orðið þjóðlegur og að eigi litlu
leyti hneigðari að huglægum efnum
í skáldskap sínum, en stóð þó föstum
fótum í veruleikanum. Ekki er held-
ur erfitt að sjá andlegt ættarmót með
Þorsteini og hinum eldri skáldum ís-
lenskum; hann minnir að öðrum
þræði á Jónas Hallgrímsson, þó að
þar sé ekki um neina stæling að ræða,
en er á hinn bóginn náskyldur ís-
lenskum alþýðuskáldum, sérstaklega
Páli Ólafssyni, enda ólst hann upp
undir handarjaðrinum á honum, sem
fyrr segir; það má meira að segja sjá
bein áhrif frá Páli í sumum fyrstu
kvæðum Þorsteins, en hann óx brátt
frá þeim áhrifum og fór sinna ferða
í ljóðagerðinni.
II.
Ungur að aldri tók Þorsteinn að
yrkja. Ljóðin í fyrstu bók hans,
Kvæöi (1893), eru frá árunum 1889-
1892, og bera, sem vonlegt er svip
þess, að þau eru ort af ungum manni,
hin fyrstu af honum rúmlega tvítug-
um. Ekki er það heldur sjáanlegt, að
bókin hafi vakið neina verulega at-
hygli, enda varð eigi af henni ráðið,
að þar væri komandi þjóðskáld á upp-
siglingu. En þó að þar bresti sér-
kennileik í kveðskapnum, eru þar
lipur og snoturlega kveðin kvæði,
t. d. “Dálítil saga” (“Upp undan bæn-
um í blómskrýddri hlíð”), sem var á
margra vörum á Austurlandi á mín-
um unglingsárum, og vafalaust víðar
um land; gamankvæðið “Þú kystir
mig” festist einnig í minni manna og
mun enn lifa góðu lífi.
Ellefu árum síðar (1904) kom
ljóðakver Þorsteins, Nokkur kvæði,
og með þeim haslaði hann sér að
marki völl sem skáld; þetta litla
kver — í því eru 30 frumkveðin kvæði
og stökur og 13 þýðingar — lagði
traustan grundvöll undir skáldfrægð
höfundarins, enda er framúrskarandi
vel til kvæðavalsins vandað; þar eru
ýms ljóðrænustu kvæði skáldsins (t-
d. “Fyrstu vordægur” og “Vor”) og
sum önnur svipmestu og sérstæðustu
kvæði hans: “Örninn”, “Gvendur og
Glói” og “Grafskrift”, að ógleymdum
þýðingunum á kvæðunum úr sögunni
Árni eftir Björnstjerne Björnson.
Þetta ljóðakver Þorsteins hlaut að
verðleikum ágæta dóma. Dr. Guð-
mundur Finnbogason sagði meðal
annars um það í Skírni (1905): ‘ ^
þessu kveri er hver tónn skær og
fagur”. í ritdómi í Fjallkonunni (27
des. 1904), sem mun vera eftir Einai
H. Kvaran, er farið þessum orðum um
ljóðasafn Þorsteins: “Þetta er
bók. En á henni er sá andlegi höfð-
ingsbragur, að þar er engu erindi of'
aukið, engin lína prentuð í því skyn>
einu, að lengja málið. Hér er ekkert
annað en skír andans málmur á boð-
stólum.” Ennfremur segir ritdómar-
inn um náttúrulýsingar Þorsteins-
“Þær eru þýðar og yndislegar og
þeim svipar langmest til samskonar
kvæða hjá Jónasi Hallgrímssyni, an
þess samt, að nokkuð sé þaðan i^a
fengið. Skáldið er sýnilega einkum
lærisveinn Jónasar Hallgrímssonar,
en á sínar hugsanir og sitt orðala£
sjálfur.”
Næstu árin birtust altaf öðruhvoru
frumkveðin kvæði og þýðingar eftir
Þorstein í blöðum og tímaritum, °£
féllu þau jafnan í góða jörð hjá 'lS'
lenskum ljóðavinum. Þeim var þa^
því fagnaðarefni, þegar út komu
Ljóömæli hans (1920), en þar er a