Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 65
SKÁíLDIÐ ÞORSTEINN GÍSLASON
43
finna nær öll ljóðin úr Nokkur kvæði
°S meginið af öðrum kveðskap
skáldsins fram til þess tíma. Sást það
nú betur en áður, hvern heiðursess
^orsteinn hafði skipað á skáldabekk
þjóðarinnar síðan um aldamót, enda
voru ritdómarnir um þetta kvæðasafn
kans mjög á einn veg, þó sumum
gagnrýnendum þætti tækifæriskvæð-
ln taka upp of mikið rúm í safninu.
^érstaklega athyglisverð voru um-
naæli þeirra prófessors Magnúsar
Jónssonar (Eimreiðin, 1921) og
Prófessors Ágústs H. Bjarnason
(Iðunn, 1921). Prófessor Guðmundur
Hannesson ritaði einnig í Lögréttu
(12. jan. 1921) mjög eftirtektarverð-
an ritdóm um þetta kvæðasafn Þor-
steins. Fara allir þessir lærðu menn
°g bókmentafróðu um það skilnings-
rikum og örlátum viðurkenningar-
°rðum.
En Þorsteinn hélt stöðugt áfram
að yrkja, eins og kvæðasafnið Önnur
Ijóðmæli (Þýdd kvæði — tækifæris-
^æði), er út kom 1933, sýndi glegst,
en þar eru sumar merkustu þýðingar
bans og snjöll tækifæriskvæði. Ótalið
er enn kvæðasafn hans, Dægurilugur
(l925), og eru þar einkum gaman-
bvæði höfundar, sem vinsæl höfðu
°rðið, og eru hreint ekki ómerkileg-
Ur þáttur í kveðskap hans. Auk þess
eru. á víð og dreif í blöðum og tíma-
r*tum, eigi allfá kvæði frá síðustu
arum hans, bæði frumkveðin og þýdd.
^að er því alls ekki lítið að vöxt-
Utn> sem eftir Þorstein liggur af
skáldskap, og í raun og veru um vonir
lram, þegar þess er gætt, hversu
^Órg járn hann hafði í eldinum fram
a efri ár. Honum hefir bersýnilega
1 brjósti búið sterk ljóðþörf, þó að
ins sé eigi að dyljast, að mörg kvæði
hans eru til orðin fyrir ytri þörf, en
til hans var jafnan leitað um tæki-
færiskvæði, þá er mikils þótti við
þurfa, enda fórst honum slíkur skáld-
skapur svo úr hendi, að erfitt myndi
flestum öðrum eftir að leita eða um
bæta. í þessum kvæðum Þorsteins,
sem öðrum ljóðum hans, sést það
hvarvetna, hve ljóðhagur hann var og
smekkvís; íslenskt mál leikur í hönd-
um hans og honum eru jafn tiltækir
fornir og nýir bragarhættir.
III.
Þorsteinn Gíslason hefir átt ó-
venjulega glöggt auga og næma til-
finningu fyrir fegurð og dásemdum
íslenskrar náttúru, því að hún verður
honum efni fjölda kvæða, og sumra
hinna allra fegurstu og ljóðrænustu,
er hann orti. Tíðræddast verður hon-
um um vorið og sumarið, með sóldýrð
og fuglasöng. Þó yrkir hann einnig
ágætiskvæði um haustið (“Haust”)
og veturinn (“Skammdegi”), þar sem
íslenskri vetrarnótt er meistaralega
lýst í þessu erindi:
Brúnadökk í blárri höll
brennir köldum ljósum;
situr við og saumar öll
svellin gyltum rósum.
En undirstraumurinn í þessum
fögru kvæðum er þó treginn yfir
horfinni sól, eins og sjá má af upp-
hafserindum þeirra beggja, og til-
hlökkunin um lengri og bjartari
daga; á þann strenginn er slegið í
kvæðalok.
Af vorkvæðum Þorsteins er sér-
stök ástæða til að nefna “Vor” og
“Vorkvæði”, sem bæði eru prýðisfög-
ur, jafnt að hugsun sem búningi. f