Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 70
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
V.
Þorsteinn var mikilvirkur og snjall
ljóðaþýðandi, og hefir auðgað ís-
lenskar bókmentir varanlega með
þeim þýðingum sínum, því að hann
sneri á íslensku stærri og smærri
merkisritum eftir erlend stórskáld.
Hann þýddi fjöldamörg kvæði eftir
Björnstjerne Björnson, og eru þau
löngum afbragðsvel þýdd, t. d. ljóð-
in úr sögunni Árni. Sama máli gegn-
ir um þýðingarnar á kvæðunum
“Bergljót” og “Við Klausturdyrnar”,
úr hinum svipmikla kvæðaflokki
Arnljot Gelline.
Af öðrum ljóðaþýðingum Þorsteins
eftir höfuðskáld á Norðurlöndum má
sérstaklega nefna þessar: “Maður og
kona” eftir G. Fröding, “Blysfarar-
söngur” eftir Jóhannes V. Jensen,
og kvæðabálkinn “Á heiðum” eftir
H. Ibsen, sem lýsir svo eftirminni-
lega sálarstríði skáldsins á umbrota-
tímum í þroskasögu hans. Saman-
burður við frumkvæðin ber því vitni,
að þýðingar þessar eru eigi aðeins á-
ferðarfaillegar á íslenskunni, heldur
einnig löngum nákvæmar að sama
skapi. Það er t. d. enginn klaufabrag-
ur á þýðingunni á fyrsta erindinu í 3.
kvæðinu í fyrnefndum ljóðabálki
Ibsens:
1 vestri sé jeg loga lög
og ljóma slær á fjöll.
En etfstu sveita daladrög
nú dylur þokan öll.
Jeg hortfði’ um auða hrjósturslóð.
Nú haíði þreytan völd.
Við gjá, sem hyldjúp gein, jeg stóð,
og grjót og lyng varð rautt sem blóð,
en kalt var þetta kvöld.
Þorsteinn þýddi einnig “Söng erki-
englanna” úr Faust Goethes og tvö
af helstu kvæðum enska ljóðsnill-
ingsins Shelleys, “Skýið” og “Til
vestanvindsins”, og gerir þeim, þeS'
ar alls er gætt, mjög góð skil, því að
þau eru bæði hlaðin að hugsun og
meistaraleg að formi; á það ekki sist
við um “Skýið”, þar sem fágs^
myndagnótt og dýr kveðandi haldast
í hendur. Sem dæmi þess má taka
þetta erindi úr því kvæði:
Á glóeyjar braut legg jeg gullborða
skraut
og glitdúka mánans á slóð.
Jeg stjörnur hef hrætt, er í stormúlpu
klætt
jeg steyptist í eldfjallsins glóð.
(Jm bergstalla brár, þar sem bylta sjer af’
set jeg bliku’ yfir fossa og hyl,
eða fell eins og þak yíir f jallgarðsins bak,
svo hann fær ekki sólgeislans yl-
En hvelfingin breið, þar sem liggur mía
leið
með leiftur og stormjelin hörð
og loftvætta her, sem mjer lýtur, hún er
úr litbanda þúsundum gjörð.
Og guðvefjar slæðum frá himnanna
hæðum
jeg hjúpa þá döggvota jörð.
Auðsætt er að framangreinda1"
þýðingar eru verulegur fengur is'
lenskum bókmentum, þar sem uin
jafn mörg víðfræg og merkileg kvæð1
er að ræða, og hafa þó aðeins nokkrar
hinar helstu verið taldar.
Hér skal staðar numið. Á eitt skaj
þó bent að lokum — heilbrigðina 1
lífsskoðun, sem fram kemur í kvas^
um Þorsteins og speglast einnig a
margan hátt í þýðingum hans-
kvæðum hans er ekkert volæðisv‘*’
heldur bjartsýni og karlmenska e^st
á baugi. Ljóð hans eru hressandi og
vekjandi. Hann var maður vortru
aður, enda var hann einn í hópi vöku
manna og vormanna þjóðar vorrar
hinu mikla vakningar- og framfura
tímabili hennar á undanförnum ara
tugum.