Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 83
TEIKN AF HIMNI
61
lÖgur háttvirtra kjósenda. Að sjálf-
sögðu verða þær nefndir svo fleiri
tugum skiftir. í nefndirnar skipum
vér ekki aðeins þá menn sem unna
uienningu vorri, heldur einnig hina,
sem róttækir eru í skoðunum, og vís-
lr eru til, að æsa háttvirta kjósendur,
gangi þeir lausir. Sem fastir nefnd-
arnienn, eru þeir launaðir þjónar
stjórnarinnar. Á þennan hátt kemst
ekki kjaftæði þeirra til háttvirtra
kjósenda, fyr en þá um seinan.
Bankastjóri — Svo best að ritskoð-
un sé í lagi.
•F orsætisráðherra — Aðalritstjóra
verður falin öll ritskoðun.
Aðalritstjóri — Ekki mun eg og
starfsbræður mínir láta okkar eftir
Jlggja.
F orsætisráðherra — Til frekari
skýringa, skal þess getið, að stjórn-
arráð vort hefir gert áætlun um, að
°U nefndarálitin komi upp á tíu
^niljónir orða og, að minsta kosti,
tuttugu smálestir pappírs. Hér er því
ekkert smáræði að moða úr, fyrir rit-
skoðara og blaðamenn. Slík ógrynni
tillögum, skýrslum, áætlunum,
Uefndarálitum má daglega bera fyrir
káttvirta kjósendur, að enginn þeirra,
Se hann bókfær, hafi hugmynd um
kvað gerist eða gera skal.
Bankastjóri — Herra Forsætisráð-
^erra hefir sagst vel og viturlega. Þó
gátan enn óráðin. (Lítur til Eðlis-
raeðings. — Þögn.) Hafa þá vísind-
ln ekkert að leggja til málanna?
Eðlisfræðingur — Fjármál koma
^isindunum ekki meira við, en lög-
°ðin miljónamorð. Hitt fullyrði eg,
að sem stendur, þekkist ekki það efni
l°rðu hér, sem vísindunum lærist
ekki
Jnnan skamms, að leysa upp.
^znkastjóri — Nú er af sem áður
var. Sú var tíðin að vísindamenn
vorir unnu verk sín oss til uppbygg-
ingar, en ekki niðurdreps.
Eðlisfræðingur — Starf okkar
gengur nákvæmlega í sömu átt nú,
og að undanförnu. Við höfum ætíð
verið, og erum enn í leit eftir nýjum
sannindum, svo mönnunum aukist
þekking á náttúrunni. Því miður
leita valdhafar veraldarinnar ekki á-
lits okkar um það, hvernig sú þekk-
ing skuli notast. Og er það því á
ábyrgð þeirra, hvort árangur vísinda-
iðkana verður til blessunar eða bölv-
unar, uppbyggingar eða niðurdreps,
eins og herra forstjóri Heimsbank-
ans orðar það.
Bankastjóri — (Hristir höfuðið. —
í vondu skapi.) Hagfræðingi var
stefnt hingað, sjálfsagt til að flytja
oss nýjan boðskap, ekki síður en full-
trúi vísindanna. Fundurinn bíður því
með eftirvæntingu eftir tillögum
hans.
Hagfræðingur: Þrátt fyrir mein-
hæðni herra forstjóra Heimsbankans,
ætla eg að leyfa mér, að benda fund-
armönnum á ýms verðmæti, sem
reynst hafa mönnunum eins nothæf
og gull. Skal fyrst nefna fríðindi
ríkisins. Fyrir rannsóknir landkönn-
uða og jarðfræðinga, má gera nokkra
áætlun um þau auðæfi, sem landið
felur í skauti sínu. Þar á meðal er
gull, sem naumast verður leyst upp í
ösku, sé það látið í friði, þar sem
náttúruöflin gengu frá því, en ekki
grafið upp af námaþrælum, og síðan
grafið í jörð af stjórnarþjónum í
Kentucky-fjöllum. Þó virðist skyn-
samlegra, að miða auðmagn landsins
við þá málma sem gagnlegir eru, og
ekki þarf að grafa í jörðina, jafnóð-
um og þeir eru grafnir upp. Verð-