Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 85
TEIKN AF HIMNI
63
aukalaust, að sjá fram á það tap, sem
andinn varð að líða, fyrir fálm vís-
mdamanna, sem upp til hópa, eru ó-
endunfæddir efnishyggjumenn. Því
sneri hin heilaga Höfuðsmey sér til
andans, og öðlaðist opinberun. Eins
°g Eðlisfræðingur staðhæfði áðan, er
alt útlit fyrir, að vísindin leggi jörð
vora í rústir þá og þegar. Og getur
slíkt óhapp hent oss án ásetnings
þeirra eða vilja. Hitt mun þeim veit-
ast örðugra, að raska gangi og gengi
himintunglanna, eða má fegurð
þeirra og dýrðarljóma. En minnir
e^ki sú fegurð og dýrðarljómi oss á,
gull 0g gimsteina? Jú, sannarlega.
Því svo bjó hinn mikli andi um hnút-
ana, að börn hans mættu sækja auð-
í himnana, nær sem hin jarð-
nesku verðmæti féllu í gildi. Vís-
^ómur andans, en engin tilviljun,
reði því, að máninn er silfraður, sólin
Sullroðin, fjölstirnið sindrandi, eins
°g demantar. Já, bræður vorir, elsk-
anlegir í andanum, himnarnir en ekki
keimurinn geyma þann fjársjóð, sem
kvorki mölur né ryð fær grandað, og
ekki heldur vísindin. Og þennan
^ýrðlega fjársjóð býður hin heilaga
efuðsmær fram, í stað hinna jarð-
nesku fjármuna, sem alt að þessu
afa reynst oss æðsta heimsins hnoss.
er munið að misklíð út af himnesk-
UlU sérréttindum, átti mestan þátt í
sundra kirkjunni og verða henni
falli, og að Musterið tók öll slík
Sefréttindi í sínar hendur. En eins
herra Lögfræðingi er kunnugt um,
^°staði þetta oss löng og flókin mála-
..^þ °g erum vér því vel komnar, að
, ,.u því, sem hinar gömlu kirkjur
. °^u umráð yfir. Auður Musteris-
var því unninn fyrir framtak, í
r^alsu landi. Fyrir þá sök áski'lur
hin heilaga Höfuðsmey sér og Must-
erinu æðsta úrskurðarváld í nefnd
þeirri eða karteli, sem skipuð verður,
til að verðleggja himintunglin og
skipuleggja hinn nýja stjörnustand-
arð. En svo leggjum vér og blessun
vora og andans — yfir standarðinn
og Heimsbankann.
Bankastjóri — (Missir alla stjórn á
sér.) Hallelúja! — Bravó! — Amen.
— Hallelúja! (Þögn.)
Gabríella — Látum oss sameinast
í andanum.
Allir — (Lúta höfði í þögn.) Amen.
Bankastjóri — (Utan við sig.)
Fjársjóðir himnanna. Silfur mánans.
Gull, sólarinnar. Stjörnudemantar.
Já, öllu þessu munum vér ráðstafa, í
ráði með heilagri Höfuðsmey.
Gabríella — f einingu andans.
Bankastjóri — í einingu andans og
bandi Heimsbankans.
Forsætisráöherra — Hvernig líst
herra forstjóra, að hlýða nú á mál
herra Stjörnufræðings?
Bankastjóri — Honum ætti að vera
málið skylt. Veitum vér honum því
orðið, með þeim skilmálum, að hann
brjóti ekki upp á neinum bölsvík-
ingakreddum.
Stjörnufræðingur — Við stjörnu-
fræðingar erum jafn ófróðir um fjár-
mál og bölsvíkingar. Þó skilst mér,
aðalspursmálið vera það, að miða all-
ar vörur og vinnu, og sér í lagi nauð-
synjavörur, við eitthvað það, sem í
sjálfu sér er ónýtt til allra hluta.
Álít eg því, að tillaga hins heilaga
Musteris sé mjög viturleg. Himin-
tunglin munu reynast viðlíka vel,
þeim sem er að drepast úr hungri eða
kulda, eins og gull. Menn hafa talað
um að gleypa sjöstirnið, en það hefir
aldrei orðið af því, svo eg viti til.